Engir betri Píratar en Píratar Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 25. maí 2018 07:00 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, hefur að eigin sögn hug á að endurræsa Reykjavík og er tíðrætt um að stytta boðleiðir og einfalda ferlana í borginni. Viðreisn talar um einfaldara líf og virðist vitna í sömu hugmynd. Sósíalistaflokkurinn notar slagorðið „valdið til fólksins“. Það er okkur Pírötum alltaf fagnaðarefni þegar við sjáum að við erum öðrum innblástur, en það er enginn flokkur betri í að vera Píratar en einmitt Píratar. Markmiðin hafa þessir flokkar á hreinu og þeim deilum við með þeim. En hvernig ætla þeir að fara að þessu? Ég hef nefnilega ekki séð neinar raunhæfar lausnir. Á núverandi kjörtímabili hafa Píratar átt einn mann í núverandi meirihluta. Miðað við það höfum við náð mögnuðum hlutum í gegn. Við höfum hafist handa við að valdefla borgarbúa með því að festa umboðsmann borgarbúa í sessi, styrkja lýðræðistól eins og Betri Reykjavík og Hverfið mitt, opna bókhald borgarinnar og stofna rafræna þjónustumiðstöð. Þar að auki höfum við tekið frumkvæði að nýjum stefnum borgarinnar og með nýrri upplýsingastefnu, þjónustustefnu og lýðræðisstefnu höfum við lagt grunn að stórum og mikilvægum breytingum, jafnvel umbyltingu, í þjónustu borgarinnar. Þessar stefnur ásamt endurgerð þjónustuferla og rafvæðingu stjórnsýslunnar sem við höfum lagt grunn að, munu stytta boðleiðir, einfalda kerfin og bæta þjónustu við borgarbúa svo um munar. Við Píratar viljum raunverulegar lausnir til lengri tíma, ekki plástrapólitík til fjögurra ára. Við gætum almannahags og það er gríðarlega frelsandi í pólitík. Við viljum samfélag sem er gott að búa í og þar sem allir fá að njóta sín. Við viljum langtímahugsun og fagleg og traust vinnubrögð og gera hlutina vel frá byrjun frekar en að hlaupa af stað og framkvæma strax til að skrapa saman einhver atkvæði. Við stöndum fyrir nýrri sýn á pólitík. Þar sem stjórnmálin þjóna fólkinu. Þetta er róttækt á Íslandi, á litlu landi þar sem stjórnmálin hafa verið mikið til notuð til þess að færa vald frá almenningi til lítillar elítu sem svo handlangar góss og völd til vina og vandamanna. Við Píratar sækjumst eftir valdi til þess að dreifa því. Við viljum gagnsæi svo þú getir sjálf athugað í hvað peningarnir fara og hvernig ákvarðanir eru teknar. Við viljum traust og fagleg kerfi sem koma í veg fyrir spillingu. Þangað bíður okkar löng leið. En við höldum ótrauð áfram og gefumst aldrei upp. Ekkert rugl á okkar vakt. Setjum X við P.Höfundur er oddviti Pírata í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dóra Björt Guðjónsdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, hefur að eigin sögn hug á að endurræsa Reykjavík og er tíðrætt um að stytta boðleiðir og einfalda ferlana í borginni. Viðreisn talar um einfaldara líf og virðist vitna í sömu hugmynd. Sósíalistaflokkurinn notar slagorðið „valdið til fólksins“. Það er okkur Pírötum alltaf fagnaðarefni þegar við sjáum að við erum öðrum innblástur, en það er enginn flokkur betri í að vera Píratar en einmitt Píratar. Markmiðin hafa þessir flokkar á hreinu og þeim deilum við með þeim. En hvernig ætla þeir að fara að þessu? Ég hef nefnilega ekki séð neinar raunhæfar lausnir. Á núverandi kjörtímabili hafa Píratar átt einn mann í núverandi meirihluta. Miðað við það höfum við náð mögnuðum hlutum í gegn. Við höfum hafist handa við að valdefla borgarbúa með því að festa umboðsmann borgarbúa í sessi, styrkja lýðræðistól eins og Betri Reykjavík og Hverfið mitt, opna bókhald borgarinnar og stofna rafræna þjónustumiðstöð. Þar að auki höfum við tekið frumkvæði að nýjum stefnum borgarinnar og með nýrri upplýsingastefnu, þjónustustefnu og lýðræðisstefnu höfum við lagt grunn að stórum og mikilvægum breytingum, jafnvel umbyltingu, í þjónustu borgarinnar. Þessar stefnur ásamt endurgerð þjónustuferla og rafvæðingu stjórnsýslunnar sem við höfum lagt grunn að, munu stytta boðleiðir, einfalda kerfin og bæta þjónustu við borgarbúa svo um munar. Við Píratar viljum raunverulegar lausnir til lengri tíma, ekki plástrapólitík til fjögurra ára. Við gætum almannahags og það er gríðarlega frelsandi í pólitík. Við viljum samfélag sem er gott að búa í og þar sem allir fá að njóta sín. Við viljum langtímahugsun og fagleg og traust vinnubrögð og gera hlutina vel frá byrjun frekar en að hlaupa af stað og framkvæma strax til að skrapa saman einhver atkvæði. Við stöndum fyrir nýrri sýn á pólitík. Þar sem stjórnmálin þjóna fólkinu. Þetta er róttækt á Íslandi, á litlu landi þar sem stjórnmálin hafa verið mikið til notuð til þess að færa vald frá almenningi til lítillar elítu sem svo handlangar góss og völd til vina og vandamanna. Við Píratar sækjumst eftir valdi til þess að dreifa því. Við viljum gagnsæi svo þú getir sjálf athugað í hvað peningarnir fara og hvernig ákvarðanir eru teknar. Við viljum traust og fagleg kerfi sem koma í veg fyrir spillingu. Þangað bíður okkar löng leið. En við höldum ótrauð áfram og gefumst aldrei upp. Ekkert rugl á okkar vakt. Setjum X við P.Höfundur er oddviti Pírata í Reykjavík
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun