Hvenær skila kjötinnflytjendur 3.000 milljónum króna til neytenda? Steinþór Skúlason skrifar 25. maí 2018 07:00 Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda (FA) hefur gengið öðrum harðar fram í því að gagnrýna að ríkið bjóði upp tollkvóta sem leyfa tollfrjálsan innflutning kjöts meðal annars með nýjum tollasamningi við EB sem mun auka innflutt kjöt til landsins um nálægt 2.600 tn á ári. Málflutningur FA hefur gengið út á að heildsalar vilja fá kvótana gefins því að þannig muni þeir skila ávinningi af þeim til neytenda sem núverandi kerfi geri ekki. Það má álasa undirrituðum að hafa ekki svarað fyrr þeirri rökleysu sem í málflutningi FA felst. Uppboð á takmörkuðum gæðum, í þessu tilfelli innflutningskvóta, er mjög skilvirk og gegnsæ leið þar sem allir sitja við sama borð. Hver aðili býður það gjald sem hann telur að hann geti lagt á vöruna við sölu og því kaupendur á markaði sem að lokum greiða tilboðsgjaldið. Ríkissjóður fær gjaldið sem innflytjendur bjóða. Það ætti öllum að vera ljóst að ríkissjóður er ekkert annað en samnefnari allra Íslendinga og þar með allra neytenda landsins. Núverandi fyrirkomulag tryggir því gegnsæi og hámarks skilvirkni og að allur ávinningur skilar sér til neytenda. Það er svo ríkisvaldsins að ákveða hvernig þessum ávinningi er komið til einstakra neytenda. Það má gera með því að lækka svokallaðan matarskatt, með því að efla heilbrigðiskerfið eða með annarri ráðstöfun sem nýtist almenningi í landinu. Krafa Félags atvinnurekenda um að hætt verði að bjóða út innflutningskvóta er því krafa um að færa verulega fjármuni frá neytendum til heildsala. Formgallar voru á framkvæmd útboða tollkvóta í nokkur ár og fyrirkomulagið dæmt sem ólögleg skattheimta. Vegna þess hefur ríkissjóður endurgreitt innflytjendum um 3.000 milljónir króna eins og fram kemur í fréttabréfi FA hinn 8. febrúar síðastliðinn. Þessar 3.000 milljónir eru neytendur landsins búnir að greiða innflytjendum í verði þeirra vara sem fluttar voru inn. Það eru ekki allir innflytjendur félagsmenn í Félagi atvinnurekenda en flestir heildsalar eru það og má áætla að þeir hafi fengið a.m.k. helming þeirra 3.000 milljóna sem ríkissjóður og þar með neytendur landsins hafa endurgreitt innflytjendum. Það hlýtur að vera brýnt verkefni framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda að sjá til þess að heildsalar í félagsskap hans endurgreiði neytendum þá miklu peninga sem þeir hafa fengið frá neytendum með endurgreiðslunum. Þetta má gera með ýmsum hætti en einfalt að endurgreiða ríkissjóði sem er fulltrúi allra neytenda landsins. Ef þetta er ekki gert þá er skýrara en á björtum sumardegi að málflutningur Félags atvinnurekenda snýst ekki um hagsmuni neytenda heldur um hagsmuni heildsala.Höfundur er varaformaður Landssamtaka sláturleyfishafa Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda (FA) hefur gengið öðrum harðar fram í því að gagnrýna að ríkið bjóði upp tollkvóta sem leyfa tollfrjálsan innflutning kjöts meðal annars með nýjum tollasamningi við EB sem mun auka innflutt kjöt til landsins um nálægt 2.600 tn á ári. Málflutningur FA hefur gengið út á að heildsalar vilja fá kvótana gefins því að þannig muni þeir skila ávinningi af þeim til neytenda sem núverandi kerfi geri ekki. Það má álasa undirrituðum að hafa ekki svarað fyrr þeirri rökleysu sem í málflutningi FA felst. Uppboð á takmörkuðum gæðum, í þessu tilfelli innflutningskvóta, er mjög skilvirk og gegnsæ leið þar sem allir sitja við sama borð. Hver aðili býður það gjald sem hann telur að hann geti lagt á vöruna við sölu og því kaupendur á markaði sem að lokum greiða tilboðsgjaldið. Ríkissjóður fær gjaldið sem innflytjendur bjóða. Það ætti öllum að vera ljóst að ríkissjóður er ekkert annað en samnefnari allra Íslendinga og þar með allra neytenda landsins. Núverandi fyrirkomulag tryggir því gegnsæi og hámarks skilvirkni og að allur ávinningur skilar sér til neytenda. Það er svo ríkisvaldsins að ákveða hvernig þessum ávinningi er komið til einstakra neytenda. Það má gera með því að lækka svokallaðan matarskatt, með því að efla heilbrigðiskerfið eða með annarri ráðstöfun sem nýtist almenningi í landinu. Krafa Félags atvinnurekenda um að hætt verði að bjóða út innflutningskvóta er því krafa um að færa verulega fjármuni frá neytendum til heildsala. Formgallar voru á framkvæmd útboða tollkvóta í nokkur ár og fyrirkomulagið dæmt sem ólögleg skattheimta. Vegna þess hefur ríkissjóður endurgreitt innflytjendum um 3.000 milljónir króna eins og fram kemur í fréttabréfi FA hinn 8. febrúar síðastliðinn. Þessar 3.000 milljónir eru neytendur landsins búnir að greiða innflytjendum í verði þeirra vara sem fluttar voru inn. Það eru ekki allir innflytjendur félagsmenn í Félagi atvinnurekenda en flestir heildsalar eru það og má áætla að þeir hafi fengið a.m.k. helming þeirra 3.000 milljóna sem ríkissjóður og þar með neytendur landsins hafa endurgreitt innflytjendum. Það hlýtur að vera brýnt verkefni framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda að sjá til þess að heildsalar í félagsskap hans endurgreiði neytendum þá miklu peninga sem þeir hafa fengið frá neytendum með endurgreiðslunum. Þetta má gera með ýmsum hætti en einfalt að endurgreiða ríkissjóði sem er fulltrúi allra neytenda landsins. Ef þetta er ekki gert þá er skýrara en á björtum sumardegi að málflutningur Félags atvinnurekenda snýst ekki um hagsmuni neytenda heldur um hagsmuni heildsala.Höfundur er varaformaður Landssamtaka sláturleyfishafa
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar