Heildstæð orkutenging á Norðurlandi strax Sigmundur Einar Ófeigsson skrifar 25. maí 2018 07:00 Eitt stærsta hagsmunamál Eyfirðinga er raforkuöryggi. Það er óþolandi staðreynd að Akureyri og Eyjafjörður allur skuli búa við raforkuskort þrátt fyrir að næg orka sé til í landinu. Áralöng barátta fyrir úrbótum hefur litlu skilað og hafa fyrirtæki og sveitarfélög þurft að koma sér upp varaafli með dísilvélum og olíukötlum sem er algjörlega úr takti við baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Orkuskorturinn hamlar uppbyggingu atvinnulífs á Eyjafjarðarsvæðinu og á hún sér enga framtíð við þessi skilyrði enda samkeppnishæfni svæðisins skert.Norðurland 1.100 MW samtengt orkusvæði Hugmyndin um uppbyggingu byggðalínunnar frá Fljótsdalsstöð að Blöndustöð á Norðurlandi er stórtæk en vel framkvæmanleg. Það er gríðarlega stórt hagsmunamál fyrir Eyjafjörð og í raun Norðurland allt að strax verði hafist handa við að byggja nýja 220 kílóvatta byggðalínu frá Fljótsdalsstöð að Blöndustöð. Þetta eru línurnar Kröflulína 3 sem liggur frá Fljótsdalsstöð að Kröflu, Hólasandslína 3 sem liggur frá Kröflu að Rangárvöllum og Blöndulína 3 sem liggur frá Rangárvöllum að Blöndustöð. Innviðauppbygging sem þessi myndi gera Norðurland að heildstæðu öflugu orkukerfi með um 1.100 megavatta framleiðslu. Ef samtenging raforkukerfisins á Norðurlandi, sem er í raun enduruppbygging byggðalínunnar, verður að raunveruleika mun raforkuöryggi stóraukast og næg orka verður á svæðinu til orkuskipta og framtíðar atvinnuuppbyggingar. Íslendingar eiga að styrkja innviði samfélagsins með öruggu og nútímalegu raforkuflutningskerfi. Stórátak þarf við uppbyggingu og viðhald innviða og við þurfum að forgangsraða í þágu slíkrar uppbyggingar. Áratugagamlir innviðir skapa óöryggi Byggðalínukerfið sem flytur raforku milli landshluta er orðið áratugagamalt og komið að þanmörkum. Flutningsgetan er einungis 100 megavött sem er aðeins lítill hluti af þeim 2.757 megavöttum sem er uppsett afl í landinu, eða 4%. Kerfið getur ekki lengur afhent næga orku með öruggum hætti eða tekið við nýrri orku og því ekkert svigrúm fyrir aukna rafmagnsnotkun. Óöryggið verður meira og meira eftir því sem árin líða. Vandamálið tengist ekki eingöngu Eyjafirði heldur stefnir í orkuskort víða um land á komandi áratugum við óbreytt ástand. Stórátak þarf í innviðauppbyggingu Álag á byggðalínuna hefur vaxið samfara aukinni raforkunotkun og er nú svo komið að línan er fullnýtt. Virkjanir landsins geta framleitt meiri orku en veikt flutningskerfi takmarkar framleiðsluna með þeim afleiðingum að orka tapast, hún kemst ekki til raforkunotenda. Það samræmist ekki markmiðinu á bak við raforkulögin um frjáls viðskipti með raforku ef ekki er hægt að flytja raforkuna á milli svæða. Í mörg ár hefur legið ljóst fyrir að fara þurfi í stórátak til styrkingar raforkuflutningakerfisins, sambærilegt og átti sér stað við gerð byggðalínunnar fyrir rúmlega 40 árum. Um það eru allir sammála en lítið sem ekkert hefur þokast í þeim málum vegna þess að menn eru ekki sammála um hvernig það skuli gert. Pólitískan vilja og kjark skortir. Á meðan versnar ástandið ár frá ári og dýrmætur tími fer til spillis því framkvæmdatíminn er langur.Höfundur er framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Eitt stærsta hagsmunamál Eyfirðinga er raforkuöryggi. Það er óþolandi staðreynd að Akureyri og Eyjafjörður allur skuli búa við raforkuskort þrátt fyrir að næg orka sé til í landinu. Áralöng barátta fyrir úrbótum hefur litlu skilað og hafa fyrirtæki og sveitarfélög þurft að koma sér upp varaafli með dísilvélum og olíukötlum sem er algjörlega úr takti við baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Orkuskorturinn hamlar uppbyggingu atvinnulífs á Eyjafjarðarsvæðinu og á hún sér enga framtíð við þessi skilyrði enda samkeppnishæfni svæðisins skert.Norðurland 1.100 MW samtengt orkusvæði Hugmyndin um uppbyggingu byggðalínunnar frá Fljótsdalsstöð að Blöndustöð á Norðurlandi er stórtæk en vel framkvæmanleg. Það er gríðarlega stórt hagsmunamál fyrir Eyjafjörð og í raun Norðurland allt að strax verði hafist handa við að byggja nýja 220 kílóvatta byggðalínu frá Fljótsdalsstöð að Blöndustöð. Þetta eru línurnar Kröflulína 3 sem liggur frá Fljótsdalsstöð að Kröflu, Hólasandslína 3 sem liggur frá Kröflu að Rangárvöllum og Blöndulína 3 sem liggur frá Rangárvöllum að Blöndustöð. Innviðauppbygging sem þessi myndi gera Norðurland að heildstæðu öflugu orkukerfi með um 1.100 megavatta framleiðslu. Ef samtenging raforkukerfisins á Norðurlandi, sem er í raun enduruppbygging byggðalínunnar, verður að raunveruleika mun raforkuöryggi stóraukast og næg orka verður á svæðinu til orkuskipta og framtíðar atvinnuuppbyggingar. Íslendingar eiga að styrkja innviði samfélagsins með öruggu og nútímalegu raforkuflutningskerfi. Stórátak þarf við uppbyggingu og viðhald innviða og við þurfum að forgangsraða í þágu slíkrar uppbyggingar. Áratugagamlir innviðir skapa óöryggi Byggðalínukerfið sem flytur raforku milli landshluta er orðið áratugagamalt og komið að þanmörkum. Flutningsgetan er einungis 100 megavött sem er aðeins lítill hluti af þeim 2.757 megavöttum sem er uppsett afl í landinu, eða 4%. Kerfið getur ekki lengur afhent næga orku með öruggum hætti eða tekið við nýrri orku og því ekkert svigrúm fyrir aukna rafmagnsnotkun. Óöryggið verður meira og meira eftir því sem árin líða. Vandamálið tengist ekki eingöngu Eyjafirði heldur stefnir í orkuskort víða um land á komandi áratugum við óbreytt ástand. Stórátak þarf í innviðauppbyggingu Álag á byggðalínuna hefur vaxið samfara aukinni raforkunotkun og er nú svo komið að línan er fullnýtt. Virkjanir landsins geta framleitt meiri orku en veikt flutningskerfi takmarkar framleiðsluna með þeim afleiðingum að orka tapast, hún kemst ekki til raforkunotenda. Það samræmist ekki markmiðinu á bak við raforkulögin um frjáls viðskipti með raforku ef ekki er hægt að flytja raforkuna á milli svæða. Í mörg ár hefur legið ljóst fyrir að fara þurfi í stórátak til styrkingar raforkuflutningakerfisins, sambærilegt og átti sér stað við gerð byggðalínunnar fyrir rúmlega 40 árum. Um það eru allir sammála en lítið sem ekkert hefur þokast í þeim málum vegna þess að menn eru ekki sammála um hvernig það skuli gert. Pólitískan vilja og kjark skortir. Á meðan versnar ástandið ár frá ári og dýrmætur tími fer til spillis því framkvæmdatíminn er langur.Höfundur er framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar