(V) fyrir veganvæna Reykjavík Þorsteinn V. Einarsson skrifar 25. maí 2018 10:00 Til þess að Reykjavík verði grænni þurfum við að búa til hvata og gera fólki það auðvelt að vera umhverfisvænt. Ekkert okkar getur litið undan þeirri vá sem steðjar að jörðinni enda gerum við öll okkar besta til að lifa grænna og umhverfisvænna lífi. Aðstæður fólks eru samt ólíkar og við förum misjafnar leiðir í að vera umhverfisvæn. Stjórnmálin eiga að auðvelda okkur að velja umhverfisvænan og grænan lífsstíl sem hentar okkar lífsgildum.Valkostir í samgöngum Margt fólk sér ekki fyrir sér að komast á milli staða nema á eigin bíl. Á meðan svo er, og á meðan við sjáum ekki fyrir okkur að geta nýtt strætó, borgarlínu eða hjólað, þá eigum við að geta valið vistvænan fararskjóta. Vinstri græn ætla að auðvelda fólki að skipta út bensín og dísel bílum fyrir umhverfisvænni fararskjóta. Það getum við meðal annars gert með því að fjölga hleðslustöðvum um alla borg, í þéttri byggð og bílastæðahúsum. Á sama tíma þurfum við að gera strætó að raunverulegum valkost fyrir fólk sem reiðir sig á einkabílinn m.a. með sveigjanlegum afsláttarkortum, tíðari ferðum og fleiri forgangsreinum.Vinnum með fólki í að flokka Við erum alltaf að verða betri í að flokka. Flokkum plast og pappír, setjum batteríin í krukku og förum með flöskur í Sorpu. Hendumst út á grenndarstöð eða erum búin að panta sérstakar flokkunartunnur. Hins vegar þarf borgin að gera öllum það auðvelt að flokka og hafa val um hvort fólk geri það heima hjá sér eða nýti sér grenndarstöðvarnar i meira mæli og lækki þannig sorphirðukostnaðinn.Veganvæn borg Talandi um snjallar lausnir. Sprenging hefur orðið á þeim fjölda sem kýs að lifa vegan-lífsstílnum. Lífsstíll friðar og umhverfisverndar. Vinstri græn vilja gera Reykjavík að veganvænni borg meðal annars með því að þróa hvata fyrir veitingastaði til að bjóða upp á sérkmerkta vegan valkosti. Sömuleiðis mætti þróa hvata fyrir verslanir og fyrirtæki til að merkja sérstaklega vistvænar vörur sem sýna fram á lítið kolefnisfótspor við framleiðsluna. Mötuneyti borgarinnar, fyrir starfsfólk og börn, þurfa að taka frekara tillit til þeirra sem velja vegan. Sérstaka hvatningu og jafnvel fjárhagslegan stuðning mætti veita félagasamtökum og einstaklingum sem stuðla að frekari veganvænni og vistvænni Reykjavíkurborg. Höldum áfram á réttri braut í umhverfismálum. Þótt maður upplifi stundum að sitt framlag skipti ekki máli í stóra samhenginu þá er það alltaf þannig að margt smátt gerir eitt stórt. Ég hef staðfasta trú á að við munum standa við okkar skuldbindingu um kolefnishlutleysi og að við getum náð því fyrr en Parísarsáttmálinn kveður á um. Verum róttækir umhverfissinnar saman, eitt skref í einu.Þorsteinn V. Einarsson skipar 3. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Til þess að Reykjavík verði grænni þurfum við að búa til hvata og gera fólki það auðvelt að vera umhverfisvænt. Ekkert okkar getur litið undan þeirri vá sem steðjar að jörðinni enda gerum við öll okkar besta til að lifa grænna og umhverfisvænna lífi. Aðstæður fólks eru samt ólíkar og við förum misjafnar leiðir í að vera umhverfisvæn. Stjórnmálin eiga að auðvelda okkur að velja umhverfisvænan og grænan lífsstíl sem hentar okkar lífsgildum.Valkostir í samgöngum Margt fólk sér ekki fyrir sér að komast á milli staða nema á eigin bíl. Á meðan svo er, og á meðan við sjáum ekki fyrir okkur að geta nýtt strætó, borgarlínu eða hjólað, þá eigum við að geta valið vistvænan fararskjóta. Vinstri græn ætla að auðvelda fólki að skipta út bensín og dísel bílum fyrir umhverfisvænni fararskjóta. Það getum við meðal annars gert með því að fjölga hleðslustöðvum um alla borg, í þéttri byggð og bílastæðahúsum. Á sama tíma þurfum við að gera strætó að raunverulegum valkost fyrir fólk sem reiðir sig á einkabílinn m.a. með sveigjanlegum afsláttarkortum, tíðari ferðum og fleiri forgangsreinum.Vinnum með fólki í að flokka Við erum alltaf að verða betri í að flokka. Flokkum plast og pappír, setjum batteríin í krukku og förum með flöskur í Sorpu. Hendumst út á grenndarstöð eða erum búin að panta sérstakar flokkunartunnur. Hins vegar þarf borgin að gera öllum það auðvelt að flokka og hafa val um hvort fólk geri það heima hjá sér eða nýti sér grenndarstöðvarnar i meira mæli og lækki þannig sorphirðukostnaðinn.Veganvæn borg Talandi um snjallar lausnir. Sprenging hefur orðið á þeim fjölda sem kýs að lifa vegan-lífsstílnum. Lífsstíll friðar og umhverfisverndar. Vinstri græn vilja gera Reykjavík að veganvænni borg meðal annars með því að þróa hvata fyrir veitingastaði til að bjóða upp á sérkmerkta vegan valkosti. Sömuleiðis mætti þróa hvata fyrir verslanir og fyrirtæki til að merkja sérstaklega vistvænar vörur sem sýna fram á lítið kolefnisfótspor við framleiðsluna. Mötuneyti borgarinnar, fyrir starfsfólk og börn, þurfa að taka frekara tillit til þeirra sem velja vegan. Sérstaka hvatningu og jafnvel fjárhagslegan stuðning mætti veita félagasamtökum og einstaklingum sem stuðla að frekari veganvænni og vistvænni Reykjavíkurborg. Höldum áfram á réttri braut í umhverfismálum. Þótt maður upplifi stundum að sitt framlag skipti ekki máli í stóra samhenginu þá er það alltaf þannig að margt smátt gerir eitt stórt. Ég hef staðfasta trú á að við munum standa við okkar skuldbindingu um kolefnishlutleysi og að við getum náð því fyrr en Parísarsáttmálinn kveður á um. Verum róttækir umhverfissinnar saman, eitt skref í einu.Þorsteinn V. Einarsson skipar 3. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar