Leiðtogakjör? Guðmundur Brynjólfsson skrifar 28. maí 2018 07:00 Mikið er skelfilegt að horfa upp á það þegar fólk trúir á aðra dauðlega menn, býr sér til hálfguði. Bugtar sig og beygir fyrir þeim. Apar eftir þeim frasa og formúlur. Lætur taka af sér myndir við hlið þeirra. Kýs þá í kosningum og tekur á sig höggin sem misgjörðir þeirra kalla fram – sem er of oft. En ef það er skelfilegt þá er ógeðslegt að horfa upp á átrúnaðargoðin spila inn á dýrkun hinna. Njóta þess að vera hálfguðir, þenjast út við hverja bjálfalega hneigingu lýðsins, leggja andaktugir við hlustir eftir eigin orðum úr munni hinna og geifla sig með grátlega heimóttarlegum einstaklingum á sjálfsmyndum safnaðarins. Við gengum að kjörborðinu fræga á laugardaginn. Margir gátu vegið og metið málefni í friði og spekt – í mörgum hreppum lands var ekki lögð áhersla á persónudýrkun – heldur gengu listar fram í jafnræði; einstaklingar í auðmýkt. Þar fá málefnin margumtöluðu að ráða – í ró. Á hinum stöðunum, sem eru færri en oftast stærri, þurfum við að reyna að grína í fasteignagjöldin og útsvarið, fráveitumál og ferðamáta, í gegnum tannkremstúpur, fatabúðir og auglýsingastofur – eða þá í gegnum einhverjar óskilgreindar gáfur og yfirburði sem berast um stræti eða héruð líkt og þokuslæðingur; eins og spásagnir og gátur af galdraöld. Fólk á ekki að trúa á annað fólk en sig sjálft. En heiðra aðrar manneskjur, eftir ígrundun – séu þær þess virði. Tal um sterka leiðtoga og pólitískar yfirburðamanneskjur er hjómið eitt. Þetta er fólk eins og við – hvorki merkilegra né ómerkilegra. Þó reyndar, stundum, ómerkilegra. Því þetta fen sem áður er lýst, er kjörlendi siðblindra. „Við tökum manna vitnisburð gildan en vitnisburður Guðs er meiri.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Kosningar 2018 Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Magnús Jochum Pálsson skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mikið er skelfilegt að horfa upp á það þegar fólk trúir á aðra dauðlega menn, býr sér til hálfguði. Bugtar sig og beygir fyrir þeim. Apar eftir þeim frasa og formúlur. Lætur taka af sér myndir við hlið þeirra. Kýs þá í kosningum og tekur á sig höggin sem misgjörðir þeirra kalla fram – sem er of oft. En ef það er skelfilegt þá er ógeðslegt að horfa upp á átrúnaðargoðin spila inn á dýrkun hinna. Njóta þess að vera hálfguðir, þenjast út við hverja bjálfalega hneigingu lýðsins, leggja andaktugir við hlustir eftir eigin orðum úr munni hinna og geifla sig með grátlega heimóttarlegum einstaklingum á sjálfsmyndum safnaðarins. Við gengum að kjörborðinu fræga á laugardaginn. Margir gátu vegið og metið málefni í friði og spekt – í mörgum hreppum lands var ekki lögð áhersla á persónudýrkun – heldur gengu listar fram í jafnræði; einstaklingar í auðmýkt. Þar fá málefnin margumtöluðu að ráða – í ró. Á hinum stöðunum, sem eru færri en oftast stærri, þurfum við að reyna að grína í fasteignagjöldin og útsvarið, fráveitumál og ferðamáta, í gegnum tannkremstúpur, fatabúðir og auglýsingastofur – eða þá í gegnum einhverjar óskilgreindar gáfur og yfirburði sem berast um stræti eða héruð líkt og þokuslæðingur; eins og spásagnir og gátur af galdraöld. Fólk á ekki að trúa á annað fólk en sig sjálft. En heiðra aðrar manneskjur, eftir ígrundun – séu þær þess virði. Tal um sterka leiðtoga og pólitískar yfirburðamanneskjur er hjómið eitt. Þetta er fólk eins og við – hvorki merkilegra né ómerkilegra. Þó reyndar, stundum, ómerkilegra. Því þetta fen sem áður er lýst, er kjörlendi siðblindra. „Við tökum manna vitnisburð gildan en vitnisburður Guðs er meiri.“
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun