Út fyrir boxið Orri Hauksson skrifar 29. maí 2018 07:00 Samkvæmt árlegri mælingu Sameinuðu þjóðanna njóta Íslendingar nú bestu fjarskipta- og tölvutækni á byggðu bóli. Þetta eru frábærar fréttir fyrir lífsgæði og samkeppnishæfni þjóðarinnar. Enn þarf að gera betur. Reykjavíkurborg og dótturfyrirtæki hennar hafa fjárfest myndarlega í ljósleiðaraneti undanfarna tvo áratugi, en veita einungis skertan aðgang endursöluaðila að þessu neti borgarbúa. Ólíkt öðrum sveitarfélaganetum, skilyrðir Orkuveita Reykjavíkur og dótturfyrirtæki þess aðgang að neti sínu við heildarþjónustu sem er veitt inni í þeirra eigin lokaða tækniheimi, þar sem allur virkur miðlægur búnaður er óumbreytanlegur og fyrir vikið er ekkert svigrúm til nýsköpunar og nýrrar hugsunar. Þessi flækjufótur kemur meðal annars í veg fyrir að Síminn geti veitt þjónustu um innviðina sem borgarbúar eiga saman. Þetta er mjög óheppileg aðgangshindrun af hálfu Orkuveitunnar því auðvitað vill Síminn geta boðið öllum neytendum á Íslandi þær stafrænu lausnir sem þeir óska eftir. Núverandi staða kemur til dæmis í veg fyrir að stór hluti íbúa á höfuðborgarsvæðinu hafi aðgang að öllum möguleikum sjónvarpsþjónustu Símans. Til að bregðast við því höfum við hjá Símanum útbúið lausn sem kemur til móts við áhugasama áhorfendur. Þjónustan tengist beint yfir hið opna internet, óháð því hvar er tengst, og verður boðin til viðbótar hinu sérhannaða sjónvarpsafþreyingarkerfi Símans. Þannig verður hægt að nýta öll aðgangskerfi, farsímakerfi eða fastlínunet, til aðgangs að Sjónvarpi Símans Premium og annarri slíkri afþreyingu. Enn eru þó ekki allir meinbugir úr sögunni, fjöldi þjónustuþátta og þróunarmöguleika er ekki í boði um innviði almennings, á meðan skammtað er inn á þá í hinu boxaða núverandi kerfi. En einhvers staðar þarf að byrja. Við höfum sjálf getu til að bjóða nýju afurðina óháð stefnu Orkuveitu Reykjavíkur og hlökkum til að kynna þessa sveigjanlega viðbót fyrir fólki, hvar sem það er í viðskiptum eða statt. Góðu fréttirnar eru svo þær, að aðgangshindrun Orkuveitunnar má auðveldlega aflétta með einu pennastriki og koma þannig í veg fyrir frekari sóun og vannýttar fjárfestingar. Það hlýtur að gerast á kjörtímabilinu fram undan.Höfundur er forstjóri Símans Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt árlegri mælingu Sameinuðu þjóðanna njóta Íslendingar nú bestu fjarskipta- og tölvutækni á byggðu bóli. Þetta eru frábærar fréttir fyrir lífsgæði og samkeppnishæfni þjóðarinnar. Enn þarf að gera betur. Reykjavíkurborg og dótturfyrirtæki hennar hafa fjárfest myndarlega í ljósleiðaraneti undanfarna tvo áratugi, en veita einungis skertan aðgang endursöluaðila að þessu neti borgarbúa. Ólíkt öðrum sveitarfélaganetum, skilyrðir Orkuveita Reykjavíkur og dótturfyrirtæki þess aðgang að neti sínu við heildarþjónustu sem er veitt inni í þeirra eigin lokaða tækniheimi, þar sem allur virkur miðlægur búnaður er óumbreytanlegur og fyrir vikið er ekkert svigrúm til nýsköpunar og nýrrar hugsunar. Þessi flækjufótur kemur meðal annars í veg fyrir að Síminn geti veitt þjónustu um innviðina sem borgarbúar eiga saman. Þetta er mjög óheppileg aðgangshindrun af hálfu Orkuveitunnar því auðvitað vill Síminn geta boðið öllum neytendum á Íslandi þær stafrænu lausnir sem þeir óska eftir. Núverandi staða kemur til dæmis í veg fyrir að stór hluti íbúa á höfuðborgarsvæðinu hafi aðgang að öllum möguleikum sjónvarpsþjónustu Símans. Til að bregðast við því höfum við hjá Símanum útbúið lausn sem kemur til móts við áhugasama áhorfendur. Þjónustan tengist beint yfir hið opna internet, óháð því hvar er tengst, og verður boðin til viðbótar hinu sérhannaða sjónvarpsafþreyingarkerfi Símans. Þannig verður hægt að nýta öll aðgangskerfi, farsímakerfi eða fastlínunet, til aðgangs að Sjónvarpi Símans Premium og annarri slíkri afþreyingu. Enn eru þó ekki allir meinbugir úr sögunni, fjöldi þjónustuþátta og þróunarmöguleika er ekki í boði um innviði almennings, á meðan skammtað er inn á þá í hinu boxaða núverandi kerfi. En einhvers staðar þarf að byrja. Við höfum sjálf getu til að bjóða nýju afurðina óháð stefnu Orkuveitu Reykjavíkur og hlökkum til að kynna þessa sveigjanlega viðbót fyrir fólki, hvar sem það er í viðskiptum eða statt. Góðu fréttirnar eru svo þær, að aðgangshindrun Orkuveitunnar má auðveldlega aflétta með einu pennastriki og koma þannig í veg fyrir frekari sóun og vannýttar fjárfestingar. Það hlýtur að gerast á kjörtímabilinu fram undan.Höfundur er forstjóri Símans
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar