Grunnskólakennarinn og ímynd hans í samfélaginu Guðbjörg Magnúsdóttir skrifar 12. maí 2018 10:03 Sem grunnskólakennari og móðir barna á grunnskólaaldri hef ég oft á tíðum bæði fengið að finna það á eigin skinni og hlustað á aðra foreldra tala um hversu lítil virðing er borin fyrir grunnskólakennurum. Ég hef oft á tíðum í minni vinnu fengið foreldra með mér í lið til að aðstoða nemendur að tækla ýmiskonar erfiðleika sem verða á vegi þeirra. Oftast gengur það virkilega vel, en því miður kemur fyrir að grunnskólakennarar finni að foreldrarnir treysti kennarum ekki fyllilega fyrir börnunum sínum.Samvinna skóla og heimilaGrunnskólakennarar hafa því miður ekki nógu góða ímynd í samfélaginu. Þetta finnum við kennarar oft hjá nemendum okkar. Maður hefur heyrt nemendur tala um að kennarar geri ekki annað en að röfla, nenni ekki að vinna og séu alltaf í fríi eða nöldra yfir því að fá ekki nógu há laun. Að sjálfsögðu er þetta ekki komið frá krökkunum, heldur eru þau að hafa eftir eitthvað sem þau hafa heyrt heima. Virðingarleysi við skólareglum er af sama meiði. Krakkar eru í símanum í miðri kennslustund og leggja hann ekki frá sér þrátt fyrir tilmæli. Þau eru að þvælast um skólastofuna eða ganga út úr kennslustund án þess að biðja um leyfi. Þetta er mjög slæm þróun og getur leitt til þess að nemendur hætta að bera virðingu fyrir kennurum og því sem þeir biðja nemendur um að gera. Samvinna milli heimilis og skóla er það sem gerir gæfumuninn í starfi okkar grunnskólakennara. Menntun og uppeldi barnanna gerist bæði á heimilunum og í skólunum. Við kennarar erum fagmanneskjur, en foreldrarnir þekkja sín börn auðvitað best. Saman náum við bestum árangri þegar við vinnum saman og sýnum hvort öðru skilning og virðingu, og styðjum hvort annað.Aukum virðingu fyrir kennurumVið þurfum að taka höndum saman og bæta ímynd kennara og auka virðingu fyrir störfum þeirra. Ég tel að eitt af helstu verkefnum nýrrar borgarstjórnar eigi að vera að vinna með grunnskólakennurum að því að auka auka virðingu fyrir því mikilvæga starfi sem unnið er í skólum borgarinnar. Við eigum að tala upp skólana, og hætta að tala þá niður. Við þurfum að taka á agavandamálum í skóla og virðingaleysi nemenda gagnvart kennurum og styrkja og auka samvinnu milli heimila og skóla. Það myndi létta álag á kennurum og auðvelda þeim að einbeita sér að kennslu, í stað þess að halda uppi aga í kennslustofunni.Léttum álagi og minnkum streituKennarar eru undir gríðarlegu álagi. Bugun og þreyta í grunnskólum borgarinnar er alvarlegt vandamál. Hér þarf borgin að koma til móts við kennara með styttingu vinnuvikunnar og auknu faglegu sjálfstæði. Mál sem við í Vinstri grænum höfum lagt áherslu á. Við viljum líka að grunnskólar borgarinnar verði fjölskulduvænir vinnustaðir. Að mínu mati er nauðsynlegt að foreldrar, kennarar og Reykjavíkurborg taki höndum saman og leggist á eitt við að bæta virðingu og traust til grunnskólans og fólksins sem heldur starfi þeirra uppi, kennurunum. Ef við aukum virðingu nemenda fyrir kennurum þá munum við ekki aðeins létta óþörfu álagi af kennurum, heldur stórbæta skólastarfið, öllum, og þó sérstaklega nemendum til hagsbóta. Leggjumst saman á eitt og bætum grunnskólana okkar – í allra þágu!Guðbjörg Magnúsdóttir, grunnskólakennari skipar 8 sæti á framboðslista Vinstri grænna í borgarstjórnarkosningunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sem grunnskólakennari og móðir barna á grunnskólaaldri hef ég oft á tíðum bæði fengið að finna það á eigin skinni og hlustað á aðra foreldra tala um hversu lítil virðing er borin fyrir grunnskólakennurum. Ég hef oft á tíðum í minni vinnu fengið foreldra með mér í lið til að aðstoða nemendur að tækla ýmiskonar erfiðleika sem verða á vegi þeirra. Oftast gengur það virkilega vel, en því miður kemur fyrir að grunnskólakennarar finni að foreldrarnir treysti kennarum ekki fyllilega fyrir börnunum sínum.Samvinna skóla og heimilaGrunnskólakennarar hafa því miður ekki nógu góða ímynd í samfélaginu. Þetta finnum við kennarar oft hjá nemendum okkar. Maður hefur heyrt nemendur tala um að kennarar geri ekki annað en að röfla, nenni ekki að vinna og séu alltaf í fríi eða nöldra yfir því að fá ekki nógu há laun. Að sjálfsögðu er þetta ekki komið frá krökkunum, heldur eru þau að hafa eftir eitthvað sem þau hafa heyrt heima. Virðingarleysi við skólareglum er af sama meiði. Krakkar eru í símanum í miðri kennslustund og leggja hann ekki frá sér þrátt fyrir tilmæli. Þau eru að þvælast um skólastofuna eða ganga út úr kennslustund án þess að biðja um leyfi. Þetta er mjög slæm þróun og getur leitt til þess að nemendur hætta að bera virðingu fyrir kennurum og því sem þeir biðja nemendur um að gera. Samvinna milli heimilis og skóla er það sem gerir gæfumuninn í starfi okkar grunnskólakennara. Menntun og uppeldi barnanna gerist bæði á heimilunum og í skólunum. Við kennarar erum fagmanneskjur, en foreldrarnir þekkja sín börn auðvitað best. Saman náum við bestum árangri þegar við vinnum saman og sýnum hvort öðru skilning og virðingu, og styðjum hvort annað.Aukum virðingu fyrir kennurumVið þurfum að taka höndum saman og bæta ímynd kennara og auka virðingu fyrir störfum þeirra. Ég tel að eitt af helstu verkefnum nýrrar borgarstjórnar eigi að vera að vinna með grunnskólakennurum að því að auka auka virðingu fyrir því mikilvæga starfi sem unnið er í skólum borgarinnar. Við eigum að tala upp skólana, og hætta að tala þá niður. Við þurfum að taka á agavandamálum í skóla og virðingaleysi nemenda gagnvart kennurum og styrkja og auka samvinnu milli heimila og skóla. Það myndi létta álag á kennurum og auðvelda þeim að einbeita sér að kennslu, í stað þess að halda uppi aga í kennslustofunni.Léttum álagi og minnkum streituKennarar eru undir gríðarlegu álagi. Bugun og þreyta í grunnskólum borgarinnar er alvarlegt vandamál. Hér þarf borgin að koma til móts við kennara með styttingu vinnuvikunnar og auknu faglegu sjálfstæði. Mál sem við í Vinstri grænum höfum lagt áherslu á. Við viljum líka að grunnskólar borgarinnar verði fjölskulduvænir vinnustaðir. Að mínu mati er nauðsynlegt að foreldrar, kennarar og Reykjavíkurborg taki höndum saman og leggist á eitt við að bæta virðingu og traust til grunnskólans og fólksins sem heldur starfi þeirra uppi, kennurunum. Ef við aukum virðingu nemenda fyrir kennurum þá munum við ekki aðeins létta óþörfu álagi af kennurum, heldur stórbæta skólastarfið, öllum, og þó sérstaklega nemendum til hagsbóta. Leggjumst saman á eitt og bætum grunnskólana okkar – í allra þágu!Guðbjörg Magnúsdóttir, grunnskólakennari skipar 8 sæti á framboðslista Vinstri grænna í borgarstjórnarkosningunum.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun