Þarf breytingar í borginni? Inga María Hlíðar Thorsteinsson skrifar 14. maí 2018 05:00 Sveitastjórnarkosningarnar verða 26. maí næstkomandi. Ég treysti fólkinu sem leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík til þess að gera mikilvægar og nauðsynlegar breytingar á borginni. Ég er í framboði fyrir flokkinn og styð hann í áherslum sínum vegna þess að mér finnst ótækt að: *Meirihlutinn hafi selt landið, þar sem langódýrast hefði verið að setja niður Sundarbraut, í þeim tilgangi að útiloka að framkvæmdir gætu hafist á brautinni. Að verið sé að þrengja götur í borginni á meðan umferðartafir hafa aukist. *Meirihlutinn skuli hafa eytt 500 milljónum í framkvæmdir á Miklubraut við Klambratún og lofi nú að setja Miklubrautina í stokk sem myndi gera þær framkvæmdir að engu. *Að kostnaður við rekstur leikskóla hafi lækkaði á árinu vegna manneklu á leikskólunum. Að borgin hafi ekki notað þá fjármuni sem “spöruðust” við mannekluna til að bæta kjör þeirra sem eftir eru í starfi á leikskólunum, aðbúnað þar og/eða farið í aðgerðir til þess að mæta þessum mannekluvanda. Að leikskólagjöld hafi verið lækkuð á sama tíma og ekki virðist vera til nægur peningur til að greiða starfsfólki á leikskólum nægilega há laun. Sú lækkun er fljót að hverfa þegar staðan í leikskólamálum bitnar á vinnu foreldra með tilheyrandi tekjutapi. Þvílíkur bjarnargreiði borgaryfirvalda. *Að verið sé að fjölga borgarfulltrúum og þenja út embættismannakerfið með tilheyrandi launakostnaði þegar skuldir borgarinnar fara stighækkandi ár frá ári.*Að hugsa til þess að ungt fólk sé margt að flytja úr höfuðborginni vegna þess að borgin hefur ekki sinnt hlutverki sínu sem skyldi í að tryggja nægilegt framboð og úthluta lóðum. Of lítið framboð hefur keyrt upp fasteignaverðið. Það að íbúðir, auglýstar sem fyrstu kaup fyrir ungt fólk, séu að kosta um 40 milljónir króna er óásættanlegt. *Að íbúar séu látnir kjósa um sjálfsagt viðhald á eignum borgarinnar með hverfakosningum þar sem þeir velja á milli viðhalds eða gæluverkefna.… auk margra fleiri atriða. Ég hef aldrei verið sannfærðari um að breytinga sé þörf í borginni, þar sem áhersla verði lögð á breyttan rekstur og forgangsröðun mikilvægustu verkefnanna. Sjálfstæðisflokkinn er eini flokkurinn sem á möguleika á að leiða nýjan meirihluta til þess að fylgja breytingunum eftir. Ég er stolt af því að tilheyra þeim öfluga hópi sem prýðir lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.Höfundur er ljósmóðurnemi og skipar 16. sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Sveitastjórnarkosningarnar verða 26. maí næstkomandi. Ég treysti fólkinu sem leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík til þess að gera mikilvægar og nauðsynlegar breytingar á borginni. Ég er í framboði fyrir flokkinn og styð hann í áherslum sínum vegna þess að mér finnst ótækt að: *Meirihlutinn hafi selt landið, þar sem langódýrast hefði verið að setja niður Sundarbraut, í þeim tilgangi að útiloka að framkvæmdir gætu hafist á brautinni. Að verið sé að þrengja götur í borginni á meðan umferðartafir hafa aukist. *Meirihlutinn skuli hafa eytt 500 milljónum í framkvæmdir á Miklubraut við Klambratún og lofi nú að setja Miklubrautina í stokk sem myndi gera þær framkvæmdir að engu. *Að kostnaður við rekstur leikskóla hafi lækkaði á árinu vegna manneklu á leikskólunum. Að borgin hafi ekki notað þá fjármuni sem “spöruðust” við mannekluna til að bæta kjör þeirra sem eftir eru í starfi á leikskólunum, aðbúnað þar og/eða farið í aðgerðir til þess að mæta þessum mannekluvanda. Að leikskólagjöld hafi verið lækkuð á sama tíma og ekki virðist vera til nægur peningur til að greiða starfsfólki á leikskólum nægilega há laun. Sú lækkun er fljót að hverfa þegar staðan í leikskólamálum bitnar á vinnu foreldra með tilheyrandi tekjutapi. Þvílíkur bjarnargreiði borgaryfirvalda. *Að verið sé að fjölga borgarfulltrúum og þenja út embættismannakerfið með tilheyrandi launakostnaði þegar skuldir borgarinnar fara stighækkandi ár frá ári.*Að hugsa til þess að ungt fólk sé margt að flytja úr höfuðborginni vegna þess að borgin hefur ekki sinnt hlutverki sínu sem skyldi í að tryggja nægilegt framboð og úthluta lóðum. Of lítið framboð hefur keyrt upp fasteignaverðið. Það að íbúðir, auglýstar sem fyrstu kaup fyrir ungt fólk, séu að kosta um 40 milljónir króna er óásættanlegt. *Að íbúar séu látnir kjósa um sjálfsagt viðhald á eignum borgarinnar með hverfakosningum þar sem þeir velja á milli viðhalds eða gæluverkefna.… auk margra fleiri atriða. Ég hef aldrei verið sannfærðari um að breytinga sé þörf í borginni, þar sem áhersla verði lögð á breyttan rekstur og forgangsröðun mikilvægustu verkefnanna. Sjálfstæðisflokkinn er eini flokkurinn sem á möguleika á að leiða nýjan meirihluta til þess að fylgja breytingunum eftir. Ég er stolt af því að tilheyra þeim öfluga hópi sem prýðir lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.Höfundur er ljósmóðurnemi og skipar 16. sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar