Leysum húsnæðis- og skipulagsmálin Ingvar Mar Jónsson skrifar 16. maí 2018 10:24 Reykjavík með forystu Á 7. og 8. áratug síðustu aldar byggðist Breiðholtið upp af miklum myndarskap og þangað fluttu barnafjölskyldur í stórum stíl. Þaðan á ég ljúfar minningar úr barnæsku minni. Þar var mikill fjöldi barna sem lék sér saman, sundlaug og skíðabrekka í göngufæri og allskyns íþróttaiðkun í hverfinu. Á 9. áratugnum hóf Reykjavíkurborg aftur uppbygginu nýs íbúahverfis í Grafarvogi. Ég var svo heppinn að fá að taka þátt í því ævintýri sem unglingur í minni fyrstu byggingarvinnu en þar var sagt: " Ingvar, það þurfa allir þak yfir höfuðið". Kópavogur tók við forystuhlutverkinu Frá 10. áratugnum hefur Kópavogur dregið vagninnn og íbúum þar hefur fjölgað hratt og þar sem íbúum fjölgar þar aukast tekjur sveitarfélaga. Á síðustu árum hafa Garðabær og Hafnarfjörður einnig ráðist í mikla uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Hvar stendur Reykjavík í þessum samanburði? Það er augljóst að Reykjavíkurborg hefur misst af mikilvægum tækifærum þar sem hún hefur ekki fylgt eftir íbúaþróun á höfuðborgarsvæðinu. Borgin hefur auk þess orðið fyrir miklu tekjutapi vegna þessa. Það sæmir henni ekki sem höfuðborg að hafa misst af lestinni. Höfuðborgin þarf að taka hlutverki sínu alvarlega og standa undir nafni. Reykjavík tekur forystu á ný Til að leysa húsnæðisvandann þarf Reykjavík að reisa nýtt íbúahverfi. Það er ekki nóg að þétta byggðina eins og gert hefur verið. Skipulagsmálin þarf að taka fastari tökum. Í því felst að borgaryfirvöld hafi skýrari framtíðarsýn og fylgi henni eftir. Mín sýn er glæsilegt hverfi með góðar samgöngutengingar þar sem allir yrðu stoltir af að búa. Möguleikarnir eru margir t.d. Keldnaholt eða Geldinganes með tengingu um Sundabraut. Ennig er brýnt er halda áfram uppbygingu í Úlfarsárdal. Það er ekki eftir neinu að bíða. Framundan eru borgarstjórnarkosningar þar sem kosið verður um fólk til að gegna forystu í skipulagsmálum. Ég skora á kjósendur að hugsa um þessi mikilvægu mál. Brýn þörf er á breytingum. Skipulagsmálin verða að vera í lagi og uppbygging við hæfi. Lærum af biturri og erfiðri reynslu. Horfum fram á veginn og gerum Reykjavík að leiðandi afli í sínu hlutverki sem höfuðborg. Reykjavík er svo miklu meira en 101 Reykjavík. Getum við ekki verið sammála um það?Höfundur er oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum 26. maí, 2018. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavík með forystu Á 7. og 8. áratug síðustu aldar byggðist Breiðholtið upp af miklum myndarskap og þangað fluttu barnafjölskyldur í stórum stíl. Þaðan á ég ljúfar minningar úr barnæsku minni. Þar var mikill fjöldi barna sem lék sér saman, sundlaug og skíðabrekka í göngufæri og allskyns íþróttaiðkun í hverfinu. Á 9. áratugnum hóf Reykjavíkurborg aftur uppbygginu nýs íbúahverfis í Grafarvogi. Ég var svo heppinn að fá að taka þátt í því ævintýri sem unglingur í minni fyrstu byggingarvinnu en þar var sagt: " Ingvar, það þurfa allir þak yfir höfuðið". Kópavogur tók við forystuhlutverkinu Frá 10. áratugnum hefur Kópavogur dregið vagninnn og íbúum þar hefur fjölgað hratt og þar sem íbúum fjölgar þar aukast tekjur sveitarfélaga. Á síðustu árum hafa Garðabær og Hafnarfjörður einnig ráðist í mikla uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Hvar stendur Reykjavík í þessum samanburði? Það er augljóst að Reykjavíkurborg hefur misst af mikilvægum tækifærum þar sem hún hefur ekki fylgt eftir íbúaþróun á höfuðborgarsvæðinu. Borgin hefur auk þess orðið fyrir miklu tekjutapi vegna þessa. Það sæmir henni ekki sem höfuðborg að hafa misst af lestinni. Höfuðborgin þarf að taka hlutverki sínu alvarlega og standa undir nafni. Reykjavík tekur forystu á ný Til að leysa húsnæðisvandann þarf Reykjavík að reisa nýtt íbúahverfi. Það er ekki nóg að þétta byggðina eins og gert hefur verið. Skipulagsmálin þarf að taka fastari tökum. Í því felst að borgaryfirvöld hafi skýrari framtíðarsýn og fylgi henni eftir. Mín sýn er glæsilegt hverfi með góðar samgöngutengingar þar sem allir yrðu stoltir af að búa. Möguleikarnir eru margir t.d. Keldnaholt eða Geldinganes með tengingu um Sundabraut. Ennig er brýnt er halda áfram uppbygingu í Úlfarsárdal. Það er ekki eftir neinu að bíða. Framundan eru borgarstjórnarkosningar þar sem kosið verður um fólk til að gegna forystu í skipulagsmálum. Ég skora á kjósendur að hugsa um þessi mikilvægu mál. Brýn þörf er á breytingum. Skipulagsmálin verða að vera í lagi og uppbygging við hæfi. Lærum af biturri og erfiðri reynslu. Horfum fram á veginn og gerum Reykjavík að leiðandi afli í sínu hlutverki sem höfuðborg. Reykjavík er svo miklu meira en 101 Reykjavík. Getum við ekki verið sammála um það?Höfundur er oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum 26. maí, 2018.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun