Reynsluspor til lýðræðis – Hafðu áhrif! Ólafur Páll Jónsson skrifar 16. maí 2018 11:45 Þegar Íslendingar tóku að mjaka sér undan stjórn Dana fyrir rúmri öld var litið svo á að menntun þjóðarinnar væri forsenda þess að halda áfram á þeirri vegferð. Hið sama var uppi á teningnum þegar þjóðin fékk loks fullt sjálfstæði árið 1944 – til að verða sjálfstæð, ekki bara að nafninu til heldur í raun – þá væri góð almenn menntun lykilatriði. Og rétt eins og fullveldi og sjálfstæði þjóðar veltur á menntun hennar, þannig er sjálfræði og fullveldi hvers einstaklings líka undir menntun hans komið. Manneskja sem vill lifa með reisn, vera sjálf við stjórnvölinn í eiginn lífi og hafa um leið áhrif á samfélagið í kringum sig, hún verður að menntast. Að menntast er að rækta manneðlið í öllum sínum fjölbreytileika. Við menntumst ekki bara í skólum, líka í samskiptum við annað fólk, einnig af bókum og kvikmyndum, og í raun hverju sem skilur eftir þesskonar reynsluspor í hugum okkar sem gera okkur móttækilegri fyrir margbreytileika tilverunnar. En menntunin kemur ekki til af sjálfri sér – fyrir henni þarf að hafa og oft þurfum við að styðja hvert annað á þeirri braut. Þótt öll menntun eigi rætur í reynslu, þá er ekki þar með sagt að öll reynsla sé menntandi. Við getum líka tamið okkur ósiði eða orðið fyrir áföllum sem eru afmenntandi. Þjóð sem metur gildi sjálfræðis, fullveldis, þess að borgararnir takist á við lífsverkefnin af skapandi skynsemi og siðferðilegri ábyrgð, skilur að menntastofnanir eru grundvöllur að samfélagslegri farsæld. Þess vegna eru skólar mikilvægustu stofnanir lýðræðislegs samfélags. Í skólum allt í kringum landið er hlúð að sprotum lýðræðisins. Lýðræði er menningarlegt verkefni miklu frekar en stjórnsýslulegt fyrirkomulag. Og þess vegna eru kennarar líka gæslumenn og ræktarmenn lýðræðisins. Ef lýðræði festir ekki rætur í menningu þjóðarinnar – ef það er ekki ræktað sem mannkostur hverrar manneskju frá blautu barnsbeini – þá mun það aldrei dafna sem réttlátt stjórnarfar. Þá verður það í besta falli hið skásta af ýmsum illum kostum. Menntavísindasvið Háskóla Íslands stendur fyrir átakinu „Hafðu áhrif“. Þessu átaki er ætlað að vekja athygli á kennarastarfinu, bæði hversu skemmtilegt það er og hversu mikilvægt það er. Með þessu átaki viljum við gefa almenningi kost á að vekja athygli á eftirminnilegum kennurum – jafnvel kennurum sem hafa markað spor í líf þess eða sett svip sinn á samfélagið. Á vefsíðu átaksins (hafduahrif.is) er hægt að tilnefna góða kennara og færa rök fyrir tilnefningunni. Háskóli Íslands mun síðan veita nokkrum framúrskarandi kennurum viðurkenningu í Hátíðasal skólans þann 6. júní nk. Ég hvet landsmenn til að taka þátt í þessu átaki með okkur – því þetta átak fjallar um einn af hornsteinum íslensks samfélags.Höfundur er prófessor í heimspeki á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Þegar Íslendingar tóku að mjaka sér undan stjórn Dana fyrir rúmri öld var litið svo á að menntun þjóðarinnar væri forsenda þess að halda áfram á þeirri vegferð. Hið sama var uppi á teningnum þegar þjóðin fékk loks fullt sjálfstæði árið 1944 – til að verða sjálfstæð, ekki bara að nafninu til heldur í raun – þá væri góð almenn menntun lykilatriði. Og rétt eins og fullveldi og sjálfstæði þjóðar veltur á menntun hennar, þannig er sjálfræði og fullveldi hvers einstaklings líka undir menntun hans komið. Manneskja sem vill lifa með reisn, vera sjálf við stjórnvölinn í eiginn lífi og hafa um leið áhrif á samfélagið í kringum sig, hún verður að menntast. Að menntast er að rækta manneðlið í öllum sínum fjölbreytileika. Við menntumst ekki bara í skólum, líka í samskiptum við annað fólk, einnig af bókum og kvikmyndum, og í raun hverju sem skilur eftir þesskonar reynsluspor í hugum okkar sem gera okkur móttækilegri fyrir margbreytileika tilverunnar. En menntunin kemur ekki til af sjálfri sér – fyrir henni þarf að hafa og oft þurfum við að styðja hvert annað á þeirri braut. Þótt öll menntun eigi rætur í reynslu, þá er ekki þar með sagt að öll reynsla sé menntandi. Við getum líka tamið okkur ósiði eða orðið fyrir áföllum sem eru afmenntandi. Þjóð sem metur gildi sjálfræðis, fullveldis, þess að borgararnir takist á við lífsverkefnin af skapandi skynsemi og siðferðilegri ábyrgð, skilur að menntastofnanir eru grundvöllur að samfélagslegri farsæld. Þess vegna eru skólar mikilvægustu stofnanir lýðræðislegs samfélags. Í skólum allt í kringum landið er hlúð að sprotum lýðræðisins. Lýðræði er menningarlegt verkefni miklu frekar en stjórnsýslulegt fyrirkomulag. Og þess vegna eru kennarar líka gæslumenn og ræktarmenn lýðræðisins. Ef lýðræði festir ekki rætur í menningu þjóðarinnar – ef það er ekki ræktað sem mannkostur hverrar manneskju frá blautu barnsbeini – þá mun það aldrei dafna sem réttlátt stjórnarfar. Þá verður það í besta falli hið skásta af ýmsum illum kostum. Menntavísindasvið Háskóla Íslands stendur fyrir átakinu „Hafðu áhrif“. Þessu átaki er ætlað að vekja athygli á kennarastarfinu, bæði hversu skemmtilegt það er og hversu mikilvægt það er. Með þessu átaki viljum við gefa almenningi kost á að vekja athygli á eftirminnilegum kennurum – jafnvel kennurum sem hafa markað spor í líf þess eða sett svip sinn á samfélagið. Á vefsíðu átaksins (hafduahrif.is) er hægt að tilnefna góða kennara og færa rök fyrir tilnefningunni. Háskóli Íslands mun síðan veita nokkrum framúrskarandi kennurum viðurkenningu í Hátíðasal skólans þann 6. júní nk. Ég hvet landsmenn til að taka þátt í þessu átaki með okkur – því þetta átak fjallar um einn af hornsteinum íslensks samfélags.Höfundur er prófessor í heimspeki á Menntavísindasviði Háskóla Íslands.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun