Reynsluspor til lýðræðis – Hafðu áhrif! Ólafur Páll Jónsson skrifar 16. maí 2018 11:45 Þegar Íslendingar tóku að mjaka sér undan stjórn Dana fyrir rúmri öld var litið svo á að menntun þjóðarinnar væri forsenda þess að halda áfram á þeirri vegferð. Hið sama var uppi á teningnum þegar þjóðin fékk loks fullt sjálfstæði árið 1944 – til að verða sjálfstæð, ekki bara að nafninu til heldur í raun – þá væri góð almenn menntun lykilatriði. Og rétt eins og fullveldi og sjálfstæði þjóðar veltur á menntun hennar, þannig er sjálfræði og fullveldi hvers einstaklings líka undir menntun hans komið. Manneskja sem vill lifa með reisn, vera sjálf við stjórnvölinn í eiginn lífi og hafa um leið áhrif á samfélagið í kringum sig, hún verður að menntast. Að menntast er að rækta manneðlið í öllum sínum fjölbreytileika. Við menntumst ekki bara í skólum, líka í samskiptum við annað fólk, einnig af bókum og kvikmyndum, og í raun hverju sem skilur eftir þesskonar reynsluspor í hugum okkar sem gera okkur móttækilegri fyrir margbreytileika tilverunnar. En menntunin kemur ekki til af sjálfri sér – fyrir henni þarf að hafa og oft þurfum við að styðja hvert annað á þeirri braut. Þótt öll menntun eigi rætur í reynslu, þá er ekki þar með sagt að öll reynsla sé menntandi. Við getum líka tamið okkur ósiði eða orðið fyrir áföllum sem eru afmenntandi. Þjóð sem metur gildi sjálfræðis, fullveldis, þess að borgararnir takist á við lífsverkefnin af skapandi skynsemi og siðferðilegri ábyrgð, skilur að menntastofnanir eru grundvöllur að samfélagslegri farsæld. Þess vegna eru skólar mikilvægustu stofnanir lýðræðislegs samfélags. Í skólum allt í kringum landið er hlúð að sprotum lýðræðisins. Lýðræði er menningarlegt verkefni miklu frekar en stjórnsýslulegt fyrirkomulag. Og þess vegna eru kennarar líka gæslumenn og ræktarmenn lýðræðisins. Ef lýðræði festir ekki rætur í menningu þjóðarinnar – ef það er ekki ræktað sem mannkostur hverrar manneskju frá blautu barnsbeini – þá mun það aldrei dafna sem réttlátt stjórnarfar. Þá verður það í besta falli hið skásta af ýmsum illum kostum. Menntavísindasvið Háskóla Íslands stendur fyrir átakinu „Hafðu áhrif“. Þessu átaki er ætlað að vekja athygli á kennarastarfinu, bæði hversu skemmtilegt það er og hversu mikilvægt það er. Með þessu átaki viljum við gefa almenningi kost á að vekja athygli á eftirminnilegum kennurum – jafnvel kennurum sem hafa markað spor í líf þess eða sett svip sinn á samfélagið. Á vefsíðu átaksins (hafduahrif.is) er hægt að tilnefna góða kennara og færa rök fyrir tilnefningunni. Háskóli Íslands mun síðan veita nokkrum framúrskarandi kennurum viðurkenningu í Hátíðasal skólans þann 6. júní nk. Ég hvet landsmenn til að taka þátt í þessu átaki með okkur – því þetta átak fjallar um einn af hornsteinum íslensks samfélags.Höfundur er prófessor í heimspeki á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Þegar Íslendingar tóku að mjaka sér undan stjórn Dana fyrir rúmri öld var litið svo á að menntun þjóðarinnar væri forsenda þess að halda áfram á þeirri vegferð. Hið sama var uppi á teningnum þegar þjóðin fékk loks fullt sjálfstæði árið 1944 – til að verða sjálfstæð, ekki bara að nafninu til heldur í raun – þá væri góð almenn menntun lykilatriði. Og rétt eins og fullveldi og sjálfstæði þjóðar veltur á menntun hennar, þannig er sjálfræði og fullveldi hvers einstaklings líka undir menntun hans komið. Manneskja sem vill lifa með reisn, vera sjálf við stjórnvölinn í eiginn lífi og hafa um leið áhrif á samfélagið í kringum sig, hún verður að menntast. Að menntast er að rækta manneðlið í öllum sínum fjölbreytileika. Við menntumst ekki bara í skólum, líka í samskiptum við annað fólk, einnig af bókum og kvikmyndum, og í raun hverju sem skilur eftir þesskonar reynsluspor í hugum okkar sem gera okkur móttækilegri fyrir margbreytileika tilverunnar. En menntunin kemur ekki til af sjálfri sér – fyrir henni þarf að hafa og oft þurfum við að styðja hvert annað á þeirri braut. Þótt öll menntun eigi rætur í reynslu, þá er ekki þar með sagt að öll reynsla sé menntandi. Við getum líka tamið okkur ósiði eða orðið fyrir áföllum sem eru afmenntandi. Þjóð sem metur gildi sjálfræðis, fullveldis, þess að borgararnir takist á við lífsverkefnin af skapandi skynsemi og siðferðilegri ábyrgð, skilur að menntastofnanir eru grundvöllur að samfélagslegri farsæld. Þess vegna eru skólar mikilvægustu stofnanir lýðræðislegs samfélags. Í skólum allt í kringum landið er hlúð að sprotum lýðræðisins. Lýðræði er menningarlegt verkefni miklu frekar en stjórnsýslulegt fyrirkomulag. Og þess vegna eru kennarar líka gæslumenn og ræktarmenn lýðræðisins. Ef lýðræði festir ekki rætur í menningu þjóðarinnar – ef það er ekki ræktað sem mannkostur hverrar manneskju frá blautu barnsbeini – þá mun það aldrei dafna sem réttlátt stjórnarfar. Þá verður það í besta falli hið skásta af ýmsum illum kostum. Menntavísindasvið Háskóla Íslands stendur fyrir átakinu „Hafðu áhrif“. Þessu átaki er ætlað að vekja athygli á kennarastarfinu, bæði hversu skemmtilegt það er og hversu mikilvægt það er. Með þessu átaki viljum við gefa almenningi kost á að vekja athygli á eftirminnilegum kennurum – jafnvel kennurum sem hafa markað spor í líf þess eða sett svip sinn á samfélagið. Á vefsíðu átaksins (hafduahrif.is) er hægt að tilnefna góða kennara og færa rök fyrir tilnefningunni. Háskóli Íslands mun síðan veita nokkrum framúrskarandi kennurum viðurkenningu í Hátíðasal skólans þann 6. júní nk. Ég hvet landsmenn til að taka þátt í þessu átaki með okkur – því þetta átak fjallar um einn af hornsteinum íslensks samfélags.Höfundur er prófessor í heimspeki á Menntavísindasviði Háskóla Íslands.
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun