Golf

Svekkt eiginkona atvinnukylfings lamdi tengdamóður sína

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það er mikil pressa á Glover í hvert skipti sem hann fer út á golfvöll.
Það er mikil pressa á Glover í hvert skipti sem hann fer út á golfvöll. vísir/getty

Eiginkona atvinnukylfingsins Lucas Glover hefur verið handtekin og ákærð fyrir að ganga í skrokk á tengdamóður sinni.

Búið er að ákæra Kristu Glover fyrir heimilisofbeldi sem og fyrir að vera með mótþróa við handtöku.

Hún var handtekin í húsi sem hún leigði í Flórída er eiginmaður hennar var að spila á Players-meistaramótinu. Hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn á mótinu og allt var vitlaust er hann snéri aftur í húsið. Lucas tjáði lögreglu að í hvert skipti sem hann spilaði illa þá byrjaði hún með læti.

Krista segir að tengdamóðir sín hafi byrjað með lætin en tengdamamman er með sár á báðum höndum. Samkvæmt lögregluskýrslu var Krista að drekka allan daginn og vel við skál er Lucas kom heim. Hann fékk þá að heyra það fyrir spilamennsku sína.

Sjálfur var Lucas særður en hann sagði það vera vegna þess að hann hefði reynt að stöðva slagsmálin á milli eiginkonu og móður sinnar.

Krista sturlaðist er hún var færð í járnum út í lögreglubíl. Hún öskraði ókvæðisorðum að lögregluþjónunum og sagðist ætla að láta golfsambandið vita af þessu.

„Þið munuð missa vinnuna. Það er út af svona hlutum sem lögregluþjónar eru skotnir í andlitið,“ bætti hún við. Hennar bíður að mæta dómara í lok mánaðarins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.