Raunhæfar lausnir á húsnæðisvandanum: Markaðurinn hefur brugðist Þorsteinn V. Einarsson skrifar 17. maí 2018 09:56 Húsnæðisöryggi er stærsta kjaramál fólks í dag. Við þekkjum öll einhverja sem hafa þurft að búa heima hjá foreldrum sínum mun lengur en þau kærðu sig um. Eða fólk sem þarf að borga svívirðilega upphæð fyrir hálfíbúðarhæfan bílskúr, iðnaðarhúsnæði eða hefur flæmst úr einni leiguíbúð í aðra á nokkurra mánaða fresti. Þrátt fyrir að það það hafi aldrei verið byggðar jafn margar íbúðir virðist ríkja algjört stjórnleysi á húsnæðismarkaðnum í Reykjavík. Ástæðan er sú að markaðurinn; verktakar og fjárfestar, eru ekki færir um að leysa húsnæðisvandann. Við þurfum róttækar aðgerðir og nýja hugsun.Ódýr fasteignakaup Eina fólkið sem virðist búa við raunverulegt húsnæðisöryggi er það sem hefur náð að kaupa sér eigin íbúð. Ég þekki samt engan sem hefur náð að kaupa sér íbúð á síðastliðnum árum án þess að til þess hafi komið aðstoð og lán frá nánum vinum eða fjölskyldumeðlimum. Það er enginn í kringum mig sem hefur efni á útborgun fyrir íbúð nema með hjálp annarra. Þetta er algjörlega galinn veruleiki sem þarf að breyta. Og þegar ástandið er eins og það er núna á fasteignamarkaðnum þá þarf marga aðila saman að borðinu til að breyta því. Reykjavíkurborg getur leitt þá breytingu í samvinnu við verkalýðshreyfingu og ríkið. Í því sambandi höfum við í VG talað um að við þurfum að endurreisa verkamannabústaðakerfið í nýrri mynd fyrir nýja tíma.Endurreisn verkamannabústaðanna ASÍ hefur kallað eftir slíkum lausnum og Ragnar Þór Ingólfsson hefur velt upp áhugaverðum hugmyndum um hvernig má endurreisa verkamannabústaðina, þar sem fólk gat keypt sér íbúðir án þess að þurfa að reiða sig á fjárframlög náinna vina eða ættingja. Til þess að þetta geti orðið að veruleika er ljóst að hið opinbera þarf að stíga mjög róttækt inn á húsnæðismarkaðinn. Borgin verður að taka höndum saman með verkalýðshreyfingunni, og ríkinu útvega lóðir en líka fjármagn, í samvinnu við ríkið. Þá mætti velta því einnig upp hvort ríkið eigi ekki líka að leggja sitt af mörkum með vaxtalausum lánum eða raunverulegum vaxtabótum, enda eru það vextirnir sem blæða hve mest og takmarka eignamyndun.Leiguverð sem hlutfall af tekjum Meðan markaðurinn einn ræður leiguverði mun það halda áfram að vera í hæstu hæðum. Nú þegar hefur borgin hafist handa við að byggja ódýrar íbúðir í samstarfi við verkalýðsfélögin sem ætlaðar eru til útleigu á réttlátu verði. Vinstri græn vilja sjá borgina stíga mun sterkar inn á þennan markað og leggja enn meira fjármagn í húsnæði sem fólk getur leigt á sanngjörnu og réttlátu verði. Réttlátt og sanngjarnt er til dæmis að miða leiguna við ákveðið hlutfall af mánaðarlegum tekjum leigjandans. Þá er ég að tala um sem dæmi að hámarksleiguverð sé t.d. 20% af meðaltekjum á mánuði. Og með róttækt vinstri félagshyggjuafl eins og Vinstri græn í meirihluta verður hægt að bjóða upp á slíka valkosti. Af því að fólk á að geta valið að leigja íbúð en samt sem áður búa við húsnæðisöryggi.Reykjavík áfram aðlaðandi Vinsældir Reykjavíkur sem viðkomustaður ferðamanna spilar auðvitað sína rullu í húsnæðisvandanum. Mörg hundruð ef ekki þúsundir íbúða eru farnar af langtímaleigumarkaði í útleigu til ferðamanna. Ég veit ekki með aðra, en þegar ég ferðast til erlendra borga vil ég upplifa borgarmenninguna. Ég gef mér að svo sé einnig í tilfelli ferðamanna í Reykjavík. Þeir vilja upplifa menninguna, stemninguna og hitta lókalinn. Hitta fólkið sem gerir borgina spennandi.Við í VG höfum talað um að fylgja þurfi eftir reglum og auka eftirlit með ferðamannaútleigu og uppræta ólöglega útleigu í samvinnu við Airbnb. Þannig getum við endurheimt íbúðir á langtímaleigumarkað og meðal annarra aðgerða leyst húsnæðisvandann í Reykjavík. Þetta þurfum við að gera, ekki eingöngu til að bæta húsnæðisöryggi Reykvíkinga heldur einnig til að standa vörð um menningu og líf borgarinnar þannig að hún verði áfram aðlaðandi í augum gesta.Þorsteinn V. Einarsson, höfundur skipar 3 sæti á framboðslista VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar 26 maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Húsnæðisöryggi er stærsta kjaramál fólks í dag. Við þekkjum öll einhverja sem hafa þurft að búa heima hjá foreldrum sínum mun lengur en þau kærðu sig um. Eða fólk sem þarf að borga svívirðilega upphæð fyrir hálfíbúðarhæfan bílskúr, iðnaðarhúsnæði eða hefur flæmst úr einni leiguíbúð í aðra á nokkurra mánaða fresti. Þrátt fyrir að það það hafi aldrei verið byggðar jafn margar íbúðir virðist ríkja algjört stjórnleysi á húsnæðismarkaðnum í Reykjavík. Ástæðan er sú að markaðurinn; verktakar og fjárfestar, eru ekki færir um að leysa húsnæðisvandann. Við þurfum róttækar aðgerðir og nýja hugsun.Ódýr fasteignakaup Eina fólkið sem virðist búa við raunverulegt húsnæðisöryggi er það sem hefur náð að kaupa sér eigin íbúð. Ég þekki samt engan sem hefur náð að kaupa sér íbúð á síðastliðnum árum án þess að til þess hafi komið aðstoð og lán frá nánum vinum eða fjölskyldumeðlimum. Það er enginn í kringum mig sem hefur efni á útborgun fyrir íbúð nema með hjálp annarra. Þetta er algjörlega galinn veruleiki sem þarf að breyta. Og þegar ástandið er eins og það er núna á fasteignamarkaðnum þá þarf marga aðila saman að borðinu til að breyta því. Reykjavíkurborg getur leitt þá breytingu í samvinnu við verkalýðshreyfingu og ríkið. Í því sambandi höfum við í VG talað um að við þurfum að endurreisa verkamannabústaðakerfið í nýrri mynd fyrir nýja tíma.Endurreisn verkamannabústaðanna ASÍ hefur kallað eftir slíkum lausnum og Ragnar Þór Ingólfsson hefur velt upp áhugaverðum hugmyndum um hvernig má endurreisa verkamannabústaðina, þar sem fólk gat keypt sér íbúðir án þess að þurfa að reiða sig á fjárframlög náinna vina eða ættingja. Til þess að þetta geti orðið að veruleika er ljóst að hið opinbera þarf að stíga mjög róttækt inn á húsnæðismarkaðinn. Borgin verður að taka höndum saman með verkalýðshreyfingunni, og ríkinu útvega lóðir en líka fjármagn, í samvinnu við ríkið. Þá mætti velta því einnig upp hvort ríkið eigi ekki líka að leggja sitt af mörkum með vaxtalausum lánum eða raunverulegum vaxtabótum, enda eru það vextirnir sem blæða hve mest og takmarka eignamyndun.Leiguverð sem hlutfall af tekjum Meðan markaðurinn einn ræður leiguverði mun það halda áfram að vera í hæstu hæðum. Nú þegar hefur borgin hafist handa við að byggja ódýrar íbúðir í samstarfi við verkalýðsfélögin sem ætlaðar eru til útleigu á réttlátu verði. Vinstri græn vilja sjá borgina stíga mun sterkar inn á þennan markað og leggja enn meira fjármagn í húsnæði sem fólk getur leigt á sanngjörnu og réttlátu verði. Réttlátt og sanngjarnt er til dæmis að miða leiguna við ákveðið hlutfall af mánaðarlegum tekjum leigjandans. Þá er ég að tala um sem dæmi að hámarksleiguverð sé t.d. 20% af meðaltekjum á mánuði. Og með róttækt vinstri félagshyggjuafl eins og Vinstri græn í meirihluta verður hægt að bjóða upp á slíka valkosti. Af því að fólk á að geta valið að leigja íbúð en samt sem áður búa við húsnæðisöryggi.Reykjavík áfram aðlaðandi Vinsældir Reykjavíkur sem viðkomustaður ferðamanna spilar auðvitað sína rullu í húsnæðisvandanum. Mörg hundruð ef ekki þúsundir íbúða eru farnar af langtímaleigumarkaði í útleigu til ferðamanna. Ég veit ekki með aðra, en þegar ég ferðast til erlendra borga vil ég upplifa borgarmenninguna. Ég gef mér að svo sé einnig í tilfelli ferðamanna í Reykjavík. Þeir vilja upplifa menninguna, stemninguna og hitta lókalinn. Hitta fólkið sem gerir borgina spennandi.Við í VG höfum talað um að fylgja þurfi eftir reglum og auka eftirlit með ferðamannaútleigu og uppræta ólöglega útleigu í samvinnu við Airbnb. Þannig getum við endurheimt íbúðir á langtímaleigumarkað og meðal annarra aðgerða leyst húsnæðisvandann í Reykjavík. Þetta þurfum við að gera, ekki eingöngu til að bæta húsnæðisöryggi Reykvíkinga heldur einnig til að standa vörð um menningu og líf borgarinnar þannig að hún verði áfram aðlaðandi í augum gesta.Þorsteinn V. Einarsson, höfundur skipar 3 sæti á framboðslista VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar 26 maí.
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun