Er of mikið af hraðahindrunum í Reykjavík? Ragnar Karl Jóhannsson skrifar 17. maí 2018 10:08 Hraðakstur í íbúðagötum er eitt af þeim atriðum sem fólk hefur mestar áhyggjur af. Sumt fólk keyri óeðlilega hratt í hverfum, sem skapar bæði hávaða og slysahættu. Til að hafa hemil á umferðarhraða hafa íbúar krafist þess að komið verði upp hraðahindrunum á ýmsum stöðum innan hverfa. Gott dæmi er Grafarvogur, frá því að hverfið fór að byggjast upp hefur verið bætt við stöðugt fleiri hraðahindrunum. Nú er svo komið að mörgum þykir nóg um og sumir íbúar kvarta undan því að of mikið sé af hraðahindrunum í hverfinu. Ég hef heyrt svipaða gagnrýni í öðrum hverfum.Hraðatakmarkanir eru nauðsynlegar Allir eru sammála um að takmarka verður umferðarhraða á svæðum þar sem börnin okkar eru á ferð. Börn fara á milli leikvalla, spyrja eftir vinum og ganga í skóla og þurfa stundum að fara yfir götur. Við þurfum að kenna börnunum okkar á umferðareglurnar, og hvað þau þurfi að varast í umferðinni. Við þurfum að fylgja yngstu börnunum í umferðinni, sýna þeim hvar er best að fara yfir götur eða hvar þau geti notað undirgöng eða göngubrýr. Ábyrgð okkar sem ökumanna er ekki minni! Við verðum að muna að það eru börn og annað fólk á ferð í umferðinni sem þarf að taka tillit til. Við eigum að virða hámarkshraða! Í námunda við skóla og í íbúðagötum er hámarkshraðinn 30 kílómetrar á klukkutíma. En því miður dugar það ekki til, þá þarf að setja upp hraðahindranir til að minna ökumenn á að hægja á sér.Fýlukallar og þrengingar Vandinn við hraðahindranir er að ökumenn hafa tilhneygingu til að gefa í milli þeirra, og þá vaknar krafa um fleiri hraðahindranir. Afleiðingin er aukinn hávaði, sliti á bílum og aukin mengun, án þess að hraðakstri hafi verið útrýmt. Önnur lausn sem hefur verið gripið til víða eru þrengingar, sem eru litlu vinsælli meðal ökumanna en hraðahindranirnar. Annarsstaðar hafa verið sett upp hraðaskilti sem annaðhvort blikka þegar ekið er of hratt eða það kemur bros- eða fýlukarl eftir því sem við á. Það þarf einnig að vara sig á því að vera ekki með of mörg afbrigði af hraðatakmörkunum á stuttum köflum. Ég hef ekki lengur tölu á því hversu margar ólíkar tegundir eru af hraðahindrunum í Grafarvoginum. Höfum þetta einfalt!Hraðamyndavélar Ef við viljum vinna að öruggri umferð í hverfinu okkar, með þægindi að leiðarljósi og draga um leið úr sliti á ökutækjum, þá er vert að skoða þá leið að fækka hraðahindrunum og setja upp hraðamyndavélar í íbúðargötum. Samskonar myndavélar og eru núna sumstaðar á þjóðvegum: Hraðaksturssekt hefur meiri fælingarmátt en blikkandi fýlukall.Höfundur er Grafarvogsbúi, varamaður í hverfisráði Grafarvogs og skipar 13 sæti á framboðslista VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Hraðakstur í íbúðagötum er eitt af þeim atriðum sem fólk hefur mestar áhyggjur af. Sumt fólk keyri óeðlilega hratt í hverfum, sem skapar bæði hávaða og slysahættu. Til að hafa hemil á umferðarhraða hafa íbúar krafist þess að komið verði upp hraðahindrunum á ýmsum stöðum innan hverfa. Gott dæmi er Grafarvogur, frá því að hverfið fór að byggjast upp hefur verið bætt við stöðugt fleiri hraðahindrunum. Nú er svo komið að mörgum þykir nóg um og sumir íbúar kvarta undan því að of mikið sé af hraðahindrunum í hverfinu. Ég hef heyrt svipaða gagnrýni í öðrum hverfum.Hraðatakmarkanir eru nauðsynlegar Allir eru sammála um að takmarka verður umferðarhraða á svæðum þar sem börnin okkar eru á ferð. Börn fara á milli leikvalla, spyrja eftir vinum og ganga í skóla og þurfa stundum að fara yfir götur. Við þurfum að kenna börnunum okkar á umferðareglurnar, og hvað þau þurfi að varast í umferðinni. Við þurfum að fylgja yngstu börnunum í umferðinni, sýna þeim hvar er best að fara yfir götur eða hvar þau geti notað undirgöng eða göngubrýr. Ábyrgð okkar sem ökumanna er ekki minni! Við verðum að muna að það eru börn og annað fólk á ferð í umferðinni sem þarf að taka tillit til. Við eigum að virða hámarkshraða! Í námunda við skóla og í íbúðagötum er hámarkshraðinn 30 kílómetrar á klukkutíma. En því miður dugar það ekki til, þá þarf að setja upp hraðahindranir til að minna ökumenn á að hægja á sér.Fýlukallar og þrengingar Vandinn við hraðahindranir er að ökumenn hafa tilhneygingu til að gefa í milli þeirra, og þá vaknar krafa um fleiri hraðahindranir. Afleiðingin er aukinn hávaði, sliti á bílum og aukin mengun, án þess að hraðakstri hafi verið útrýmt. Önnur lausn sem hefur verið gripið til víða eru þrengingar, sem eru litlu vinsælli meðal ökumanna en hraðahindranirnar. Annarsstaðar hafa verið sett upp hraðaskilti sem annaðhvort blikka þegar ekið er of hratt eða það kemur bros- eða fýlukarl eftir því sem við á. Það þarf einnig að vara sig á því að vera ekki með of mörg afbrigði af hraðatakmörkunum á stuttum köflum. Ég hef ekki lengur tölu á því hversu margar ólíkar tegundir eru af hraðahindrunum í Grafarvoginum. Höfum þetta einfalt!Hraðamyndavélar Ef við viljum vinna að öruggri umferð í hverfinu okkar, með þægindi að leiðarljósi og draga um leið úr sliti á ökutækjum, þá er vert að skoða þá leið að fækka hraðahindrunum og setja upp hraðamyndavélar í íbúðargötum. Samskonar myndavélar og eru núna sumstaðar á þjóðvegum: Hraðaksturssekt hefur meiri fælingarmátt en blikkandi fýlukall.Höfundur er Grafarvogsbúi, varamaður í hverfisráði Grafarvogs og skipar 13 sæti á framboðslista VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun