Er of mikið af hraðahindrunum í Reykjavík? Ragnar Karl Jóhannsson skrifar 17. maí 2018 10:08 Hraðakstur í íbúðagötum er eitt af þeim atriðum sem fólk hefur mestar áhyggjur af. Sumt fólk keyri óeðlilega hratt í hverfum, sem skapar bæði hávaða og slysahættu. Til að hafa hemil á umferðarhraða hafa íbúar krafist þess að komið verði upp hraðahindrunum á ýmsum stöðum innan hverfa. Gott dæmi er Grafarvogur, frá því að hverfið fór að byggjast upp hefur verið bætt við stöðugt fleiri hraðahindrunum. Nú er svo komið að mörgum þykir nóg um og sumir íbúar kvarta undan því að of mikið sé af hraðahindrunum í hverfinu. Ég hef heyrt svipaða gagnrýni í öðrum hverfum.Hraðatakmarkanir eru nauðsynlegar Allir eru sammála um að takmarka verður umferðarhraða á svæðum þar sem börnin okkar eru á ferð. Börn fara á milli leikvalla, spyrja eftir vinum og ganga í skóla og þurfa stundum að fara yfir götur. Við þurfum að kenna börnunum okkar á umferðareglurnar, og hvað þau þurfi að varast í umferðinni. Við þurfum að fylgja yngstu börnunum í umferðinni, sýna þeim hvar er best að fara yfir götur eða hvar þau geti notað undirgöng eða göngubrýr. Ábyrgð okkar sem ökumanna er ekki minni! Við verðum að muna að það eru börn og annað fólk á ferð í umferðinni sem þarf að taka tillit til. Við eigum að virða hámarkshraða! Í námunda við skóla og í íbúðagötum er hámarkshraðinn 30 kílómetrar á klukkutíma. En því miður dugar það ekki til, þá þarf að setja upp hraðahindranir til að minna ökumenn á að hægja á sér.Fýlukallar og þrengingar Vandinn við hraðahindranir er að ökumenn hafa tilhneygingu til að gefa í milli þeirra, og þá vaknar krafa um fleiri hraðahindranir. Afleiðingin er aukinn hávaði, sliti á bílum og aukin mengun, án þess að hraðakstri hafi verið útrýmt. Önnur lausn sem hefur verið gripið til víða eru þrengingar, sem eru litlu vinsælli meðal ökumanna en hraðahindranirnar. Annarsstaðar hafa verið sett upp hraðaskilti sem annaðhvort blikka þegar ekið er of hratt eða það kemur bros- eða fýlukarl eftir því sem við á. Það þarf einnig að vara sig á því að vera ekki með of mörg afbrigði af hraðatakmörkunum á stuttum köflum. Ég hef ekki lengur tölu á því hversu margar ólíkar tegundir eru af hraðahindrunum í Grafarvoginum. Höfum þetta einfalt!Hraðamyndavélar Ef við viljum vinna að öruggri umferð í hverfinu okkar, með þægindi að leiðarljósi og draga um leið úr sliti á ökutækjum, þá er vert að skoða þá leið að fækka hraðahindrunum og setja upp hraðamyndavélar í íbúðargötum. Samskonar myndavélar og eru núna sumstaðar á þjóðvegum: Hraðaksturssekt hefur meiri fælingarmátt en blikkandi fýlukall.Höfundur er Grafarvogsbúi, varamaður í hverfisráði Grafarvogs og skipar 13 sæti á framboðslista VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Sjá meira
Hraðakstur í íbúðagötum er eitt af þeim atriðum sem fólk hefur mestar áhyggjur af. Sumt fólk keyri óeðlilega hratt í hverfum, sem skapar bæði hávaða og slysahættu. Til að hafa hemil á umferðarhraða hafa íbúar krafist þess að komið verði upp hraðahindrunum á ýmsum stöðum innan hverfa. Gott dæmi er Grafarvogur, frá því að hverfið fór að byggjast upp hefur verið bætt við stöðugt fleiri hraðahindrunum. Nú er svo komið að mörgum þykir nóg um og sumir íbúar kvarta undan því að of mikið sé af hraðahindrunum í hverfinu. Ég hef heyrt svipaða gagnrýni í öðrum hverfum.Hraðatakmarkanir eru nauðsynlegar Allir eru sammála um að takmarka verður umferðarhraða á svæðum þar sem börnin okkar eru á ferð. Börn fara á milli leikvalla, spyrja eftir vinum og ganga í skóla og þurfa stundum að fara yfir götur. Við þurfum að kenna börnunum okkar á umferðareglurnar, og hvað þau þurfi að varast í umferðinni. Við þurfum að fylgja yngstu börnunum í umferðinni, sýna þeim hvar er best að fara yfir götur eða hvar þau geti notað undirgöng eða göngubrýr. Ábyrgð okkar sem ökumanna er ekki minni! Við verðum að muna að það eru börn og annað fólk á ferð í umferðinni sem þarf að taka tillit til. Við eigum að virða hámarkshraða! Í námunda við skóla og í íbúðagötum er hámarkshraðinn 30 kílómetrar á klukkutíma. En því miður dugar það ekki til, þá þarf að setja upp hraðahindranir til að minna ökumenn á að hægja á sér.Fýlukallar og þrengingar Vandinn við hraðahindranir er að ökumenn hafa tilhneygingu til að gefa í milli þeirra, og þá vaknar krafa um fleiri hraðahindranir. Afleiðingin er aukinn hávaði, sliti á bílum og aukin mengun, án þess að hraðakstri hafi verið útrýmt. Önnur lausn sem hefur verið gripið til víða eru þrengingar, sem eru litlu vinsælli meðal ökumanna en hraðahindranirnar. Annarsstaðar hafa verið sett upp hraðaskilti sem annaðhvort blikka þegar ekið er of hratt eða það kemur bros- eða fýlukarl eftir því sem við á. Það þarf einnig að vara sig á því að vera ekki með of mörg afbrigði af hraðatakmörkunum á stuttum köflum. Ég hef ekki lengur tölu á því hversu margar ólíkar tegundir eru af hraðahindrunum í Grafarvoginum. Höfum þetta einfalt!Hraðamyndavélar Ef við viljum vinna að öruggri umferð í hverfinu okkar, með þægindi að leiðarljósi og draga um leið úr sliti á ökutækjum, þá er vert að skoða þá leið að fækka hraðahindrunum og setja upp hraðamyndavélar í íbúðargötum. Samskonar myndavélar og eru núna sumstaðar á þjóðvegum: Hraðaksturssekt hefur meiri fælingarmátt en blikkandi fýlukall.Höfundur er Grafarvogsbúi, varamaður í hverfisráði Grafarvogs og skipar 13 sæti á framboðslista VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun