Barnavernd, ekki grýla! Rannveig Ernudóttir skrifar 17. maí 2018 10:45 Ég sem foreldri og manneskja, geri þá kröfu að öryggi barna sé alltaf í fyrirrúmi. Þau eiga alltaf að njóta vafans, skilyrðislaust. Ég geri þá kröfu að börn njóti verndar gegn ofbeldi. Það er eðlileg krafa. Við þurfum svo öll einnig að geta rætt það, af heiðarleika, hvað gerist ef foreldrar bregðast börnunum sínum, að þá sé til staðar öryggisnet sem hægt er að treysta á. Þegar ég horfi á börnin mín, sem eru þónokkur, (á aldursbilinu 5-22 ára), þá geri ég mér grein fyrir því að ábyrgð mín, og pabba þeirra, á þeim er gríðarleg. Fyrir utan það að veita þeim ást og stuðning í lífinu, að þá þurfum við hjónin að sjá til þess að þau búi við öryggi. Hvað þýðir það? Jú þau þurfa að hafa aðgang að öruggu heimili og á því heimili þurfa þau að komast í næringarríka fæðu, geta hvílt sig og við fjölskyldan þurfum að geta átt saman gæðastundir. Við þurfum líka að sjá til þess að þau eigi viðeigandi fatnað og allt sem þarf fyrir skólagöngu. Börnin okkar eiga að geta stundað þær tómstundir sem höfða til þeirra, eða fara á ýmsar skemmtanir og að geta mætt í bekkjarafmæli. Því miður er það fyrir of mörg börn lúxus sem ekki er í boði, það er með öllu, ólíðandi. Hvað þarf til að samfélag sé uppfullt af hamingjusömum einstaklingum? Jú það þarf að vera heilbrigt, nærandi, hvetjandi og uppbyggilegt. Það þarf líka að búa yfir traustri stjórnsýslu sem styður borgara sína og er öryggisnet. Barnaverndarnefndir eiga ekki að vera grýlur. Þetta eiga að vera stofnanir sem hafa það hlutverk að koma börnum og fjölskyldum þeirra til aðstoðar. Enginn á að þurfa óttast athygli þeirra, í rauninni þvert á móti. Ég sem foreldri ætti að finna fyrir trausti og vilja til að leita til þeirra ef eitthvað kemur upp á. Börn eiga geta treyst á að ef eitthvað er í ólagi heima fyrir, að þá sé til úrræði sem komi og hjálpi þeim. Þau þurfa líka að geta treyst því að hvorki kerfið né starfsmenn þess, vinni gegn hagsmunum þeirra, ólíkt því sem við erum að verða vitni að í dag. Barnaverndarstofa og velferðarráðnuneytið eiga svo að vera síðasta vígið. Það eru stofnanir sem mega aldrei gera mistök. Sama má segja um sýslumann, sem ber mikla ábyrgð í deilum foreldra. Þessar stofnanir eiga að taka mark á fagfólkinu sem vinnur með foreldrum og börnum þeirra, hlusta, trúa og sjá til þess að starfsfólk barnaverndanefnda, hafi stuðning og leiðsögn við vinnu sína. Börn eiga rétt á að alast upp í tengslum við báða foreldra sína, nema brýn þörf sé á að skerða tengslin, þá erum við auðvitað að meina í þeim tilfellum sem þau eru beitt ofbeldi, líkamlegu eða andlegu. Hagsmunir barna verða alltaf að vera í fyrirrúmi. Börn eiga rétt á að samfélagið þeirra beri hag þeirra fyrir brjósti, að heimilið sé griðarstaður og að stjórnsýslan sé öryggisnetið sem aldrei gefur sig.Höfundur skipar 4. sæti á lista Pírata í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Rannveig Ernudóttir Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Ég sem foreldri og manneskja, geri þá kröfu að öryggi barna sé alltaf í fyrirrúmi. Þau eiga alltaf að njóta vafans, skilyrðislaust. Ég geri þá kröfu að börn njóti verndar gegn ofbeldi. Það er eðlileg krafa. Við þurfum svo öll einnig að geta rætt það, af heiðarleika, hvað gerist ef foreldrar bregðast börnunum sínum, að þá sé til staðar öryggisnet sem hægt er að treysta á. Þegar ég horfi á börnin mín, sem eru þónokkur, (á aldursbilinu 5-22 ára), þá geri ég mér grein fyrir því að ábyrgð mín, og pabba þeirra, á þeim er gríðarleg. Fyrir utan það að veita þeim ást og stuðning í lífinu, að þá þurfum við hjónin að sjá til þess að þau búi við öryggi. Hvað þýðir það? Jú þau þurfa að hafa aðgang að öruggu heimili og á því heimili þurfa þau að komast í næringarríka fæðu, geta hvílt sig og við fjölskyldan þurfum að geta átt saman gæðastundir. Við þurfum líka að sjá til þess að þau eigi viðeigandi fatnað og allt sem þarf fyrir skólagöngu. Börnin okkar eiga að geta stundað þær tómstundir sem höfða til þeirra, eða fara á ýmsar skemmtanir og að geta mætt í bekkjarafmæli. Því miður er það fyrir of mörg börn lúxus sem ekki er í boði, það er með öllu, ólíðandi. Hvað þarf til að samfélag sé uppfullt af hamingjusömum einstaklingum? Jú það þarf að vera heilbrigt, nærandi, hvetjandi og uppbyggilegt. Það þarf líka að búa yfir traustri stjórnsýslu sem styður borgara sína og er öryggisnet. Barnaverndarnefndir eiga ekki að vera grýlur. Þetta eiga að vera stofnanir sem hafa það hlutverk að koma börnum og fjölskyldum þeirra til aðstoðar. Enginn á að þurfa óttast athygli þeirra, í rauninni þvert á móti. Ég sem foreldri ætti að finna fyrir trausti og vilja til að leita til þeirra ef eitthvað kemur upp á. Börn eiga geta treyst á að ef eitthvað er í ólagi heima fyrir, að þá sé til úrræði sem komi og hjálpi þeim. Þau þurfa líka að geta treyst því að hvorki kerfið né starfsmenn þess, vinni gegn hagsmunum þeirra, ólíkt því sem við erum að verða vitni að í dag. Barnaverndarstofa og velferðarráðnuneytið eiga svo að vera síðasta vígið. Það eru stofnanir sem mega aldrei gera mistök. Sama má segja um sýslumann, sem ber mikla ábyrgð í deilum foreldra. Þessar stofnanir eiga að taka mark á fagfólkinu sem vinnur með foreldrum og börnum þeirra, hlusta, trúa og sjá til þess að starfsfólk barnaverndanefnda, hafi stuðning og leiðsögn við vinnu sína. Börn eiga rétt á að alast upp í tengslum við báða foreldra sína, nema brýn þörf sé á að skerða tengslin, þá erum við auðvitað að meina í þeim tilfellum sem þau eru beitt ofbeldi, líkamlegu eða andlegu. Hagsmunir barna verða alltaf að vera í fyrirrúmi. Börn eiga rétt á að samfélagið þeirra beri hag þeirra fyrir brjósti, að heimilið sé griðarstaður og að stjórnsýslan sé öryggisnetið sem aldrei gefur sig.Höfundur skipar 4. sæti á lista Pírata í Reykjavík
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar