Arion verði fyrsti íslenski bankinn á Nasdaq frá hruni Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 17. maí 2018 12:16 Útboðið hefur verið í undirbúningi í nokkurn tíma og miðar meðal annars að dreifingu eignarhalds innlendra og erlendra fjárfesta Vísir/stefán Arion banki hyggst efna til frumútboðs á hlutabréfum í bankanum auk þess sem ætlunin er að skrá hlutabréfin í kauphöllum á Íslandi og Svíþjóð. Stjórnendur bankans segjast sannfærðir um að nú sé rétti tíminn til að taka næsta skref í þróun fyrirtækisins. Samkvæmt tilkynningu sem Arion banki sendi frá sér í morgun er stefnt að því að skráning hlutabréfa í bankanum fari fram hjá Nasdaq í Reykjavík og Stokkhólmi á fyrri hluta ársins. Það er að því gefnu að lagaskilyrði séu uppfyllt og markaðsaðstæður leyfi. Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir að þetta hafi átt sér nokkurn aðdraganda. „Bankinn hefur náttúrulega verið að vinna að þessu um nokkuð skeið,“ segir Höskuldur. „Það er ljóst að það hafa staðið fyrir dyrum breytingar á eignarhaldi bankans og ákveðin skref hafa verið tekin á undanförnu ári. Við höfum verið að stefna að alþjóðlegri skráningu bankans.“ Hann segir að Svíþjóð sé góður valkostur í þessu samhengi. „Við höfum haft þá sýn að það væri æskilegt að bankinn væri í dreifðu eignarhaldi innlendra og erlendra fjárfesta,“ segir Höskuldur. „Við höfum skoðað valkosti í þeim efnum og fljótlega hverfðist þetta um skandinavískar kauphallir. Niðurstaðan varð síðan að stefna á skráningu í sænku kauphöllina sem við teljum að henti vel okkar banka.“ Sem fyrr segir er skráningin háð ákveðnum lagaskilyrðum. „Nú er auðvitað búin að eiga sér stað mikil og ítarleg undirbúningsvinna með öllum sem að þessu koma; eftirlitsaðilum kauphallanna í Stokkhólmi og á Íslandi,“ segir Höskuldur. „Út af reglum sem gilda um svona almenn útboð get ég ekki sagt mikið um okkar ferli. Almennt er þetta þó þannig að það kemur skráningarlýsing nokkrum vikum eftir formlega tilkynningu eins og þá sem við erum nú búin að gefa út.“ Arion banki verður fyrsti íslenski bankinn til að vera skráður á aðalmarkaði Nasdaq frá hruninu 2008. Tengdar fréttir Gengið frá samkomulagi um forkaupsréttinn Samkomulag um endurskoðun á umræddum forkaupsrétti náðist um síðustu helgi. 10. maí 2018 14:30 Arion banki á markað á næstu vikum Arion banki hyggst efna til frumútboðs á hlutabréfum í bankanum auk þess sem ætlunin er að skrá hlutabréf í bankanum í kauphöll á Íslandi og í Svíþjóð. 17. maí 2018 07:33 Starfsfólk Arion banka fær hlutabréf í bankanum fari hann á markað Fari Arion banki á markað á árinu mun starfsfólk hans fá hlutabréf í bankanum, en um 850 manns starfa hjá bankanum. 9. maí 2018 17:47 Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Arion banki hyggst efna til frumútboðs á hlutabréfum í bankanum auk þess sem ætlunin er að skrá hlutabréfin í kauphöllum á Íslandi og Svíþjóð. Stjórnendur bankans segjast sannfærðir um að nú sé rétti tíminn til að taka næsta skref í þróun fyrirtækisins. Samkvæmt tilkynningu sem Arion banki sendi frá sér í morgun er stefnt að því að skráning hlutabréfa í bankanum fari fram hjá Nasdaq í Reykjavík og Stokkhólmi á fyrri hluta ársins. Það er að því gefnu að lagaskilyrði séu uppfyllt og markaðsaðstæður leyfi. Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir að þetta hafi átt sér nokkurn aðdraganda. „Bankinn hefur náttúrulega verið að vinna að þessu um nokkuð skeið,“ segir Höskuldur. „Það er ljóst að það hafa staðið fyrir dyrum breytingar á eignarhaldi bankans og ákveðin skref hafa verið tekin á undanförnu ári. Við höfum verið að stefna að alþjóðlegri skráningu bankans.“ Hann segir að Svíþjóð sé góður valkostur í þessu samhengi. „Við höfum haft þá sýn að það væri æskilegt að bankinn væri í dreifðu eignarhaldi innlendra og erlendra fjárfesta,“ segir Höskuldur. „Við höfum skoðað valkosti í þeim efnum og fljótlega hverfðist þetta um skandinavískar kauphallir. Niðurstaðan varð síðan að stefna á skráningu í sænku kauphöllina sem við teljum að henti vel okkar banka.“ Sem fyrr segir er skráningin háð ákveðnum lagaskilyrðum. „Nú er auðvitað búin að eiga sér stað mikil og ítarleg undirbúningsvinna með öllum sem að þessu koma; eftirlitsaðilum kauphallanna í Stokkhólmi og á Íslandi,“ segir Höskuldur. „Út af reglum sem gilda um svona almenn útboð get ég ekki sagt mikið um okkar ferli. Almennt er þetta þó þannig að það kemur skráningarlýsing nokkrum vikum eftir formlega tilkynningu eins og þá sem við erum nú búin að gefa út.“ Arion banki verður fyrsti íslenski bankinn til að vera skráður á aðalmarkaði Nasdaq frá hruninu 2008.
Tengdar fréttir Gengið frá samkomulagi um forkaupsréttinn Samkomulag um endurskoðun á umræddum forkaupsrétti náðist um síðustu helgi. 10. maí 2018 14:30 Arion banki á markað á næstu vikum Arion banki hyggst efna til frumútboðs á hlutabréfum í bankanum auk þess sem ætlunin er að skrá hlutabréf í bankanum í kauphöll á Íslandi og í Svíþjóð. 17. maí 2018 07:33 Starfsfólk Arion banka fær hlutabréf í bankanum fari hann á markað Fari Arion banki á markað á árinu mun starfsfólk hans fá hlutabréf í bankanum, en um 850 manns starfa hjá bankanum. 9. maí 2018 17:47 Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Gengið frá samkomulagi um forkaupsréttinn Samkomulag um endurskoðun á umræddum forkaupsrétti náðist um síðustu helgi. 10. maí 2018 14:30
Arion banki á markað á næstu vikum Arion banki hyggst efna til frumútboðs á hlutabréfum í bankanum auk þess sem ætlunin er að skrá hlutabréf í bankanum í kauphöll á Íslandi og í Svíþjóð. 17. maí 2018 07:33
Starfsfólk Arion banka fær hlutabréf í bankanum fari hann á markað Fari Arion banki á markað á árinu mun starfsfólk hans fá hlutabréf í bankanum, en um 850 manns starfa hjá bankanum. 9. maí 2018 17:47