Viðskipti innlent

Starfsfólk Arion banka fær hlutabréf í bankanum fari hann á markað

Sylvía Hall skrifar
Höfuðstöðvar Arion í Borgartúni.
Höfuðstöðvar Arion í Borgartúni. Vísir/Stefán
Fari Arion banki á markað á árinu mun starfsfólk hans fá hlutabréf í bankanum, en um 850 manns starfa hjá bankanum. Þetta var samþykkt af hluthafafundi og stjórn Arion banka.

Verði bankinn skráður í kauphöll mun hver starfsmaður fá hlutabréf sem samsvarar útborgun einna mánaðarlauna og yrði starfsfólki ekki heimilt að selja hlutabréfin fyrr en tveimur árum eftir afhendingu. Hætti starfsfólk hjá bankanum á því tímabili þarf það að skila bréfunum án endurgjalds.

Í tilkynningu frá bankanum segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um skráningu bankans á markað, en undirbúningur að breyttu eignarhaldi standi yfir og er almennt hlutafjárútboð í aðdraganda skráningar eitt af því sem er í skoðun.

Heildarkostnaður bankans er áætlaður á bilinu sex til sjö hundruð milljónir króna komi til skráningar, þar af er um helmingur tekjuskattur sem rennur til ríkisins og launatengd gjöld.


Tengdar fréttir

Ríkið fellur að hluta frá forkaupsrétti að Arion

Ríkið fellur tímabundið frá forkaupsrétti sínum að ákveðnum hluta Kaupþings í Arion við hlutafjárútboð. Einnig til skoðunar að Kaupþing ábyrgist greiðslu til ríkisins miðað við lágsmarksgengið 0,8. Útboð og skráning bankans í júní.

Vilja bera sig saman við bestu bankana

Framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka segir mikla kosti geta falist í nýjum reglugerðum Evrópusambandsins. Áfram verði það verkefni bankans að bjóða bestu lausnirnar. Hún segir bankann ekki enn hafa fundið fyrir mikilli samkeppni úr nýjum áttum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×