Vítahringur heimilisleysis Valgerður Árnadóttir skrifar 17. maí 2018 19:02 Heimilisleysi í Reykjavík hefur tvöfaldast á fimm árum. Hér er ekki átt við þá sem búa í ótryggu húsnæði og flakkar milli vina og vandamanna. Yfir 350 manns í Reykjavík teljast heimlislaus. Talan er hærri því því hópur fólks er skráður með lögheimili þótt þau séu á vergangi. Fólk á götunni á ekki að vera ósýnilegt og við eigum ekki að láta eins og þau séu ekki til. Það eru grundvallar-mannréttindi að hafa skjól yfir höfuðið. Óttækt er að hér búi fólk á vergangi og í ótryggu húsnæði. Við verðum að bæta hér úr.Það þarf að opna heimili fyrir tvígreindar konur sem glíma við geðsjúkdóma og fíknivanda, bjóða upp á öruggt neyslurými fyrir fíkla og varanleg úrræði fyrir heimilislausa. Reynsla erlendis hefur sýnt að árangursríkasta leiðin til að leysa geð- og fíknivanda utangarðsfólks er að veita öruggt skjól og tækifæri til vinnu eða menntunar. Margir í þessum hópi velkjast inn og út af heilbrigðisstofnunum og fangelsum en þegar þau eru á bataleið og eru send út í heiminn þá er ekkert sem tekur við þeim. Það er ekki auðvelt að taka þátt í samfélaginu þegar allur tími og orka fer í að tryggja sér næturstað. Þetta er vítahringur sem ekki leysist af sjálfu sér. Ef ekkert er að gert þá mun vandinn halda áfram að vinda upp á sig. Sjálf kaus ég Besta flokkinn á sínum tíma því það var eitt af fáum kosningarloforðum þeirra að leysa vanda heimilislausra en það eru liðin 8 ár og vandinn hefur bara versnað. Píratar í Reykjavík komu á tveggja ára tilraunaverkefni “Housing first” árið 2016 með Velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Hugmyndafræði „Housing First“ er húsnæði fyrir utangarðsfólk án kvaða. Aðferðafræðin er í samræmi við stefnu okkar í velferðar- og forvarnamálum, en þar segir að þeir sem eigi hvergi höfði að halla skuli njóta þeirra mannréttinda að fá þak yfir höfuð án kvaða. Fyrst sýnum við fólki virðingu og samkennd því þannig sköpum við traust til næstu skrefa. Fólk gleymir því þegar það hrópar „Utangarðsmenn, hvað með fjölskyldufólk sem vantar húsnæði?” að eitt málefni útilokar ekki annað, húsnæðisvandi fjölskyldufólks er ekki leystur með þvi að hunsa utangarðsfólk. Það felst bæði samfélagslegur og efnahagslegur ávinningur af því að leysa vanda utangarðsfólks, það er dýrt að reka heilbrigðisstofnanir og fangelsi og öryggi fyrir utangarðsfólk þýðir einnig aukið öryggi fyrir fjölskyldur og samfélagið allt. Það er í forgangi hjá Pírötum að leysa húsnæðisvandann og byggja húsnæði á viðráðanlegu verði. Við viljum úthluta lóðum til óhagnaðardrifinna leigufélaga og stórbæta byggingareglugerðir svo unnt verði að byggja húsnæði á viðráðanlegu verði fyrir venjulegt fólk. Í velferðarsamfélagi á enginn að þurfa að búa við skort. Tími sérhagsmuna og græðgisgamma verður að enda.Höfundur skipar 5. sæti Pírata í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Valgerður Árnadóttir Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Heimilisleysi í Reykjavík hefur tvöfaldast á fimm árum. Hér er ekki átt við þá sem búa í ótryggu húsnæði og flakkar milli vina og vandamanna. Yfir 350 manns í Reykjavík teljast heimlislaus. Talan er hærri því því hópur fólks er skráður með lögheimili þótt þau séu á vergangi. Fólk á götunni á ekki að vera ósýnilegt og við eigum ekki að láta eins og þau séu ekki til. Það eru grundvallar-mannréttindi að hafa skjól yfir höfuðið. Óttækt er að hér búi fólk á vergangi og í ótryggu húsnæði. Við verðum að bæta hér úr.Það þarf að opna heimili fyrir tvígreindar konur sem glíma við geðsjúkdóma og fíknivanda, bjóða upp á öruggt neyslurými fyrir fíkla og varanleg úrræði fyrir heimilislausa. Reynsla erlendis hefur sýnt að árangursríkasta leiðin til að leysa geð- og fíknivanda utangarðsfólks er að veita öruggt skjól og tækifæri til vinnu eða menntunar. Margir í þessum hópi velkjast inn og út af heilbrigðisstofnunum og fangelsum en þegar þau eru á bataleið og eru send út í heiminn þá er ekkert sem tekur við þeim. Það er ekki auðvelt að taka þátt í samfélaginu þegar allur tími og orka fer í að tryggja sér næturstað. Þetta er vítahringur sem ekki leysist af sjálfu sér. Ef ekkert er að gert þá mun vandinn halda áfram að vinda upp á sig. Sjálf kaus ég Besta flokkinn á sínum tíma því það var eitt af fáum kosningarloforðum þeirra að leysa vanda heimilislausra en það eru liðin 8 ár og vandinn hefur bara versnað. Píratar í Reykjavík komu á tveggja ára tilraunaverkefni “Housing first” árið 2016 með Velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Hugmyndafræði „Housing First“ er húsnæði fyrir utangarðsfólk án kvaða. Aðferðafræðin er í samræmi við stefnu okkar í velferðar- og forvarnamálum, en þar segir að þeir sem eigi hvergi höfði að halla skuli njóta þeirra mannréttinda að fá þak yfir höfuð án kvaða. Fyrst sýnum við fólki virðingu og samkennd því þannig sköpum við traust til næstu skrefa. Fólk gleymir því þegar það hrópar „Utangarðsmenn, hvað með fjölskyldufólk sem vantar húsnæði?” að eitt málefni útilokar ekki annað, húsnæðisvandi fjölskyldufólks er ekki leystur með þvi að hunsa utangarðsfólk. Það felst bæði samfélagslegur og efnahagslegur ávinningur af því að leysa vanda utangarðsfólks, það er dýrt að reka heilbrigðisstofnanir og fangelsi og öryggi fyrir utangarðsfólk þýðir einnig aukið öryggi fyrir fjölskyldur og samfélagið allt. Það er í forgangi hjá Pírötum að leysa húsnæðisvandann og byggja húsnæði á viðráðanlegu verði. Við viljum úthluta lóðum til óhagnaðardrifinna leigufélaga og stórbæta byggingareglugerðir svo unnt verði að byggja húsnæði á viðráðanlegu verði fyrir venjulegt fólk. Í velferðarsamfélagi á enginn að þurfa að búa við skort. Tími sérhagsmuna og græðgisgamma verður að enda.Höfundur skipar 5. sæti Pírata í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar