Geðheilbrigði ungs fólks Þorsteinn V. Einarsson skrifar 19. maí 2018 10:00 Geðheilbrigði ungs fólks á Íslandi hefur hrakað unfanfarið og við höfum ekki brugðist nógu hratt eða vel við áköllum um úrræði og aðgerðir. Ungmenni í Reykjavík hafa tekið til sinna ráða, meðal annars með því að halda mögnuð málþing fyrir jafnaldra sína. Ég var svo heppinn að fá að tala á einu slíku núna í maí um skaðlegar karlmennskuhugmyndir. Ungmennaráð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða á mikið hrós skilið fyrir frábært framtak. Reykjavíkurborg getur svo klárlega sett geðheilbrigðismál framar í forgangsröðuninni. Það þarf að fjölga stuðningsúrræðum fyrir ungt fólk en það þarf líka að eyða þögninni og skömminni sem fylgir því miður enn geðheilbrigðisvandamálum.Erfitt að viðurkenna andleg veikindiMörgum okkar finnst auðveldara að tala um ælupest eða bara hvað sem er en gangast við því að vera kvíðin, þunglynd eða vera að takast á við andleg veikindi sjálfra okkar eða einhvers nákomins. Hversu mörg okkar hafa ekki þóst vera líkamlega veik til að fela andleg veikindi? En sem betur fer er áhrifamikill og kröftugur hópur hugsjónafólks sem hefur verið að berjast fyrir því að breyta viðhorfum okkar til geðheilbrigðis. Það má nefna samtök eins og Hugrúnu geðfræðslufélag háskólanema, PÍETA samtökin, Útmeða og Héðinn Unnsteins sem hefur persónulega reynslu af geðheilbrigðiskerfinu og svo allt það fólk sem hefur stígið fram með persónulegar sögur til þess að bæta geðheilbrigði landans.Öskrað á úrræðiSamfélagsbyltingar undanfarinna ára hafa kennt okkur margt. Meðal annars að hlusta þegar fólk talar um veruleika sinn, þar á meðal andleg veikindi. Ég tel að ekki hafi verið hlustað nægjanlega vel og þess vegna erum við að sjá enn frekari geðheilbrigðisvanda og jafnvel blikur á lofti hvað varðar vaxandi neyslu ungmenna á vímuefnum, sem er samt sögulega lítil í Reykjavík. Eða eru kröfur nútíma samfélags með samanburði á samfélagsmiðlum, þau skilaboð að maður sé aldrei nógu góð útgáfa af sjálfum sér að sliga okkur öll, líka börnin okkar? Hver svo sem ástæðan fyrir auknum geðheilbrigðisvanda ungs fólks er þá getur Reykjavíkurborg gert betur í að veita ungu fólki og börnum stuðning og úrræði vegna kvíða, þunglyndis eða annarra geðrænna vandamála eins og átröskun, sjálfsskaða eða fíknivanda áður en vandinn á heima hjá BUGL. Við þurfum að fræða, ræða saman og breyta viðhorfum ungs fólks til geðrænna vandamála.Bætum bjargir til forvarnaVið eigum að styrkja velferðaþjónustuna, stórefla félagsmiðstöðvarnar sem sinna gífurlega mikilvægum forvörnum og efla fagþjónustu inn í grunnskólunum til að stuðla að aukinni vellíðan ungs fólks og barna. Og ekki bara vellíðan heldur lífsgæði. Lífsgæði þeirra sem glíma við geðrænan vanda og þeirra sem standa þeim næst. Því allir þjást með þeim sem ekki fær úrlausn sinna mála. Þá sérstaklega meðal barna, enda er ekkert sárara en að horfa úrræðalaus á barnið sitt þjást og ná ekki að fóta sig. Hingað til hafa geðheilbrigðismál og forvarnir ekki verið forgangsmál í borgarmálunum en ég vonast til þess að fá tækifæri til þess að breyta því og setja þau í forgang með Vinstri grænum eftir kosningarnar í lok maímánaðar. Til þess er ég að bjóða mig fram.Höfundur skipar 3. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Geðheilbrigði ungs fólks á Íslandi hefur hrakað unfanfarið og við höfum ekki brugðist nógu hratt eða vel við áköllum um úrræði og aðgerðir. Ungmenni í Reykjavík hafa tekið til sinna ráða, meðal annars með því að halda mögnuð málþing fyrir jafnaldra sína. Ég var svo heppinn að fá að tala á einu slíku núna í maí um skaðlegar karlmennskuhugmyndir. Ungmennaráð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða á mikið hrós skilið fyrir frábært framtak. Reykjavíkurborg getur svo klárlega sett geðheilbrigðismál framar í forgangsröðuninni. Það þarf að fjölga stuðningsúrræðum fyrir ungt fólk en það þarf líka að eyða þögninni og skömminni sem fylgir því miður enn geðheilbrigðisvandamálum.Erfitt að viðurkenna andleg veikindiMörgum okkar finnst auðveldara að tala um ælupest eða bara hvað sem er en gangast við því að vera kvíðin, þunglynd eða vera að takast á við andleg veikindi sjálfra okkar eða einhvers nákomins. Hversu mörg okkar hafa ekki þóst vera líkamlega veik til að fela andleg veikindi? En sem betur fer er áhrifamikill og kröftugur hópur hugsjónafólks sem hefur verið að berjast fyrir því að breyta viðhorfum okkar til geðheilbrigðis. Það má nefna samtök eins og Hugrúnu geðfræðslufélag háskólanema, PÍETA samtökin, Útmeða og Héðinn Unnsteins sem hefur persónulega reynslu af geðheilbrigðiskerfinu og svo allt það fólk sem hefur stígið fram með persónulegar sögur til þess að bæta geðheilbrigði landans.Öskrað á úrræðiSamfélagsbyltingar undanfarinna ára hafa kennt okkur margt. Meðal annars að hlusta þegar fólk talar um veruleika sinn, þar á meðal andleg veikindi. Ég tel að ekki hafi verið hlustað nægjanlega vel og þess vegna erum við að sjá enn frekari geðheilbrigðisvanda og jafnvel blikur á lofti hvað varðar vaxandi neyslu ungmenna á vímuefnum, sem er samt sögulega lítil í Reykjavík. Eða eru kröfur nútíma samfélags með samanburði á samfélagsmiðlum, þau skilaboð að maður sé aldrei nógu góð útgáfa af sjálfum sér að sliga okkur öll, líka börnin okkar? Hver svo sem ástæðan fyrir auknum geðheilbrigðisvanda ungs fólks er þá getur Reykjavíkurborg gert betur í að veita ungu fólki og börnum stuðning og úrræði vegna kvíða, þunglyndis eða annarra geðrænna vandamála eins og átröskun, sjálfsskaða eða fíknivanda áður en vandinn á heima hjá BUGL. Við þurfum að fræða, ræða saman og breyta viðhorfum ungs fólks til geðrænna vandamála.Bætum bjargir til forvarnaVið eigum að styrkja velferðaþjónustuna, stórefla félagsmiðstöðvarnar sem sinna gífurlega mikilvægum forvörnum og efla fagþjónustu inn í grunnskólunum til að stuðla að aukinni vellíðan ungs fólks og barna. Og ekki bara vellíðan heldur lífsgæði. Lífsgæði þeirra sem glíma við geðrænan vanda og þeirra sem standa þeim næst. Því allir þjást með þeim sem ekki fær úrlausn sinna mála. Þá sérstaklega meðal barna, enda er ekkert sárara en að horfa úrræðalaus á barnið sitt þjást og ná ekki að fóta sig. Hingað til hafa geðheilbrigðismál og forvarnir ekki verið forgangsmál í borgarmálunum en ég vonast til þess að fá tækifæri til þess að breyta því og setja þau í forgang með Vinstri grænum eftir kosningarnar í lok maímánaðar. Til þess er ég að bjóða mig fram.Höfundur skipar 3. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun