Geðheilbrigði ungs fólks Þorsteinn V. Einarsson skrifar 19. maí 2018 10:00 Geðheilbrigði ungs fólks á Íslandi hefur hrakað unfanfarið og við höfum ekki brugðist nógu hratt eða vel við áköllum um úrræði og aðgerðir. Ungmenni í Reykjavík hafa tekið til sinna ráða, meðal annars með því að halda mögnuð málþing fyrir jafnaldra sína. Ég var svo heppinn að fá að tala á einu slíku núna í maí um skaðlegar karlmennskuhugmyndir. Ungmennaráð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða á mikið hrós skilið fyrir frábært framtak. Reykjavíkurborg getur svo klárlega sett geðheilbrigðismál framar í forgangsröðuninni. Það þarf að fjölga stuðningsúrræðum fyrir ungt fólk en það þarf líka að eyða þögninni og skömminni sem fylgir því miður enn geðheilbrigðisvandamálum.Erfitt að viðurkenna andleg veikindiMörgum okkar finnst auðveldara að tala um ælupest eða bara hvað sem er en gangast við því að vera kvíðin, þunglynd eða vera að takast á við andleg veikindi sjálfra okkar eða einhvers nákomins. Hversu mörg okkar hafa ekki þóst vera líkamlega veik til að fela andleg veikindi? En sem betur fer er áhrifamikill og kröftugur hópur hugsjónafólks sem hefur verið að berjast fyrir því að breyta viðhorfum okkar til geðheilbrigðis. Það má nefna samtök eins og Hugrúnu geðfræðslufélag háskólanema, PÍETA samtökin, Útmeða og Héðinn Unnsteins sem hefur persónulega reynslu af geðheilbrigðiskerfinu og svo allt það fólk sem hefur stígið fram með persónulegar sögur til þess að bæta geðheilbrigði landans.Öskrað á úrræðiSamfélagsbyltingar undanfarinna ára hafa kennt okkur margt. Meðal annars að hlusta þegar fólk talar um veruleika sinn, þar á meðal andleg veikindi. Ég tel að ekki hafi verið hlustað nægjanlega vel og þess vegna erum við að sjá enn frekari geðheilbrigðisvanda og jafnvel blikur á lofti hvað varðar vaxandi neyslu ungmenna á vímuefnum, sem er samt sögulega lítil í Reykjavík. Eða eru kröfur nútíma samfélags með samanburði á samfélagsmiðlum, þau skilaboð að maður sé aldrei nógu góð útgáfa af sjálfum sér að sliga okkur öll, líka börnin okkar? Hver svo sem ástæðan fyrir auknum geðheilbrigðisvanda ungs fólks er þá getur Reykjavíkurborg gert betur í að veita ungu fólki og börnum stuðning og úrræði vegna kvíða, þunglyndis eða annarra geðrænna vandamála eins og átröskun, sjálfsskaða eða fíknivanda áður en vandinn á heima hjá BUGL. Við þurfum að fræða, ræða saman og breyta viðhorfum ungs fólks til geðrænna vandamála.Bætum bjargir til forvarnaVið eigum að styrkja velferðaþjónustuna, stórefla félagsmiðstöðvarnar sem sinna gífurlega mikilvægum forvörnum og efla fagþjónustu inn í grunnskólunum til að stuðla að aukinni vellíðan ungs fólks og barna. Og ekki bara vellíðan heldur lífsgæði. Lífsgæði þeirra sem glíma við geðrænan vanda og þeirra sem standa þeim næst. Því allir þjást með þeim sem ekki fær úrlausn sinna mála. Þá sérstaklega meðal barna, enda er ekkert sárara en að horfa úrræðalaus á barnið sitt þjást og ná ekki að fóta sig. Hingað til hafa geðheilbrigðismál og forvarnir ekki verið forgangsmál í borgarmálunum en ég vonast til þess að fá tækifæri til þess að breyta því og setja þau í forgang með Vinstri grænum eftir kosningarnar í lok maímánaðar. Til þess er ég að bjóða mig fram.Höfundur skipar 3. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Geðheilbrigði ungs fólks á Íslandi hefur hrakað unfanfarið og við höfum ekki brugðist nógu hratt eða vel við áköllum um úrræði og aðgerðir. Ungmenni í Reykjavík hafa tekið til sinna ráða, meðal annars með því að halda mögnuð málþing fyrir jafnaldra sína. Ég var svo heppinn að fá að tala á einu slíku núna í maí um skaðlegar karlmennskuhugmyndir. Ungmennaráð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða á mikið hrós skilið fyrir frábært framtak. Reykjavíkurborg getur svo klárlega sett geðheilbrigðismál framar í forgangsröðuninni. Það þarf að fjölga stuðningsúrræðum fyrir ungt fólk en það þarf líka að eyða þögninni og skömminni sem fylgir því miður enn geðheilbrigðisvandamálum.Erfitt að viðurkenna andleg veikindiMörgum okkar finnst auðveldara að tala um ælupest eða bara hvað sem er en gangast við því að vera kvíðin, þunglynd eða vera að takast á við andleg veikindi sjálfra okkar eða einhvers nákomins. Hversu mörg okkar hafa ekki þóst vera líkamlega veik til að fela andleg veikindi? En sem betur fer er áhrifamikill og kröftugur hópur hugsjónafólks sem hefur verið að berjast fyrir því að breyta viðhorfum okkar til geðheilbrigðis. Það má nefna samtök eins og Hugrúnu geðfræðslufélag háskólanema, PÍETA samtökin, Útmeða og Héðinn Unnsteins sem hefur persónulega reynslu af geðheilbrigðiskerfinu og svo allt það fólk sem hefur stígið fram með persónulegar sögur til þess að bæta geðheilbrigði landans.Öskrað á úrræðiSamfélagsbyltingar undanfarinna ára hafa kennt okkur margt. Meðal annars að hlusta þegar fólk talar um veruleika sinn, þar á meðal andleg veikindi. Ég tel að ekki hafi verið hlustað nægjanlega vel og þess vegna erum við að sjá enn frekari geðheilbrigðisvanda og jafnvel blikur á lofti hvað varðar vaxandi neyslu ungmenna á vímuefnum, sem er samt sögulega lítil í Reykjavík. Eða eru kröfur nútíma samfélags með samanburði á samfélagsmiðlum, þau skilaboð að maður sé aldrei nógu góð útgáfa af sjálfum sér að sliga okkur öll, líka börnin okkar? Hver svo sem ástæðan fyrir auknum geðheilbrigðisvanda ungs fólks er þá getur Reykjavíkurborg gert betur í að veita ungu fólki og börnum stuðning og úrræði vegna kvíða, þunglyndis eða annarra geðrænna vandamála eins og átröskun, sjálfsskaða eða fíknivanda áður en vandinn á heima hjá BUGL. Við þurfum að fræða, ræða saman og breyta viðhorfum ungs fólks til geðrænna vandamála.Bætum bjargir til forvarnaVið eigum að styrkja velferðaþjónustuna, stórefla félagsmiðstöðvarnar sem sinna gífurlega mikilvægum forvörnum og efla fagþjónustu inn í grunnskólunum til að stuðla að aukinni vellíðan ungs fólks og barna. Og ekki bara vellíðan heldur lífsgæði. Lífsgæði þeirra sem glíma við geðrænan vanda og þeirra sem standa þeim næst. Því allir þjást með þeim sem ekki fær úrlausn sinna mála. Þá sérstaklega meðal barna, enda er ekkert sárara en að horfa úrræðalaus á barnið sitt þjást og ná ekki að fóta sig. Hingað til hafa geðheilbrigðismál og forvarnir ekki verið forgangsmál í borgarmálunum en ég vonast til þess að fá tækifæri til þess að breyta því og setja þau í forgang með Vinstri grænum eftir kosningarnar í lok maímánaðar. Til þess er ég að bjóða mig fram.Höfundur skipar 3. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun