Geðheilbrigði ungs fólks Þorsteinn V. Einarsson skrifar 19. maí 2018 10:00 Geðheilbrigði ungs fólks á Íslandi hefur hrakað unfanfarið og við höfum ekki brugðist nógu hratt eða vel við áköllum um úrræði og aðgerðir. Ungmenni í Reykjavík hafa tekið til sinna ráða, meðal annars með því að halda mögnuð málþing fyrir jafnaldra sína. Ég var svo heppinn að fá að tala á einu slíku núna í maí um skaðlegar karlmennskuhugmyndir. Ungmennaráð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða á mikið hrós skilið fyrir frábært framtak. Reykjavíkurborg getur svo klárlega sett geðheilbrigðismál framar í forgangsröðuninni. Það þarf að fjölga stuðningsúrræðum fyrir ungt fólk en það þarf líka að eyða þögninni og skömminni sem fylgir því miður enn geðheilbrigðisvandamálum.Erfitt að viðurkenna andleg veikindiMörgum okkar finnst auðveldara að tala um ælupest eða bara hvað sem er en gangast við því að vera kvíðin, þunglynd eða vera að takast á við andleg veikindi sjálfra okkar eða einhvers nákomins. Hversu mörg okkar hafa ekki þóst vera líkamlega veik til að fela andleg veikindi? En sem betur fer er áhrifamikill og kröftugur hópur hugsjónafólks sem hefur verið að berjast fyrir því að breyta viðhorfum okkar til geðheilbrigðis. Það má nefna samtök eins og Hugrúnu geðfræðslufélag háskólanema, PÍETA samtökin, Útmeða og Héðinn Unnsteins sem hefur persónulega reynslu af geðheilbrigðiskerfinu og svo allt það fólk sem hefur stígið fram með persónulegar sögur til þess að bæta geðheilbrigði landans.Öskrað á úrræðiSamfélagsbyltingar undanfarinna ára hafa kennt okkur margt. Meðal annars að hlusta þegar fólk talar um veruleika sinn, þar á meðal andleg veikindi. Ég tel að ekki hafi verið hlustað nægjanlega vel og þess vegna erum við að sjá enn frekari geðheilbrigðisvanda og jafnvel blikur á lofti hvað varðar vaxandi neyslu ungmenna á vímuefnum, sem er samt sögulega lítil í Reykjavík. Eða eru kröfur nútíma samfélags með samanburði á samfélagsmiðlum, þau skilaboð að maður sé aldrei nógu góð útgáfa af sjálfum sér að sliga okkur öll, líka börnin okkar? Hver svo sem ástæðan fyrir auknum geðheilbrigðisvanda ungs fólks er þá getur Reykjavíkurborg gert betur í að veita ungu fólki og börnum stuðning og úrræði vegna kvíða, þunglyndis eða annarra geðrænna vandamála eins og átröskun, sjálfsskaða eða fíknivanda áður en vandinn á heima hjá BUGL. Við þurfum að fræða, ræða saman og breyta viðhorfum ungs fólks til geðrænna vandamála.Bætum bjargir til forvarnaVið eigum að styrkja velferðaþjónustuna, stórefla félagsmiðstöðvarnar sem sinna gífurlega mikilvægum forvörnum og efla fagþjónustu inn í grunnskólunum til að stuðla að aukinni vellíðan ungs fólks og barna. Og ekki bara vellíðan heldur lífsgæði. Lífsgæði þeirra sem glíma við geðrænan vanda og þeirra sem standa þeim næst. Því allir þjást með þeim sem ekki fær úrlausn sinna mála. Þá sérstaklega meðal barna, enda er ekkert sárara en að horfa úrræðalaus á barnið sitt þjást og ná ekki að fóta sig. Hingað til hafa geðheilbrigðismál og forvarnir ekki verið forgangsmál í borgarmálunum en ég vonast til þess að fá tækifæri til þess að breyta því og setja þau í forgang með Vinstri grænum eftir kosningarnar í lok maímánaðar. Til þess er ég að bjóða mig fram.Höfundur skipar 3. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Sjá meira
Geðheilbrigði ungs fólks á Íslandi hefur hrakað unfanfarið og við höfum ekki brugðist nógu hratt eða vel við áköllum um úrræði og aðgerðir. Ungmenni í Reykjavík hafa tekið til sinna ráða, meðal annars með því að halda mögnuð málþing fyrir jafnaldra sína. Ég var svo heppinn að fá að tala á einu slíku núna í maí um skaðlegar karlmennskuhugmyndir. Ungmennaráð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða á mikið hrós skilið fyrir frábært framtak. Reykjavíkurborg getur svo klárlega sett geðheilbrigðismál framar í forgangsröðuninni. Það þarf að fjölga stuðningsúrræðum fyrir ungt fólk en það þarf líka að eyða þögninni og skömminni sem fylgir því miður enn geðheilbrigðisvandamálum.Erfitt að viðurkenna andleg veikindiMörgum okkar finnst auðveldara að tala um ælupest eða bara hvað sem er en gangast við því að vera kvíðin, þunglynd eða vera að takast á við andleg veikindi sjálfra okkar eða einhvers nákomins. Hversu mörg okkar hafa ekki þóst vera líkamlega veik til að fela andleg veikindi? En sem betur fer er áhrifamikill og kröftugur hópur hugsjónafólks sem hefur verið að berjast fyrir því að breyta viðhorfum okkar til geðheilbrigðis. Það má nefna samtök eins og Hugrúnu geðfræðslufélag háskólanema, PÍETA samtökin, Útmeða og Héðinn Unnsteins sem hefur persónulega reynslu af geðheilbrigðiskerfinu og svo allt það fólk sem hefur stígið fram með persónulegar sögur til þess að bæta geðheilbrigði landans.Öskrað á úrræðiSamfélagsbyltingar undanfarinna ára hafa kennt okkur margt. Meðal annars að hlusta þegar fólk talar um veruleika sinn, þar á meðal andleg veikindi. Ég tel að ekki hafi verið hlustað nægjanlega vel og þess vegna erum við að sjá enn frekari geðheilbrigðisvanda og jafnvel blikur á lofti hvað varðar vaxandi neyslu ungmenna á vímuefnum, sem er samt sögulega lítil í Reykjavík. Eða eru kröfur nútíma samfélags með samanburði á samfélagsmiðlum, þau skilaboð að maður sé aldrei nógu góð útgáfa af sjálfum sér að sliga okkur öll, líka börnin okkar? Hver svo sem ástæðan fyrir auknum geðheilbrigðisvanda ungs fólks er þá getur Reykjavíkurborg gert betur í að veita ungu fólki og börnum stuðning og úrræði vegna kvíða, þunglyndis eða annarra geðrænna vandamála eins og átröskun, sjálfsskaða eða fíknivanda áður en vandinn á heima hjá BUGL. Við þurfum að fræða, ræða saman og breyta viðhorfum ungs fólks til geðrænna vandamála.Bætum bjargir til forvarnaVið eigum að styrkja velferðaþjónustuna, stórefla félagsmiðstöðvarnar sem sinna gífurlega mikilvægum forvörnum og efla fagþjónustu inn í grunnskólunum til að stuðla að aukinni vellíðan ungs fólks og barna. Og ekki bara vellíðan heldur lífsgæði. Lífsgæði þeirra sem glíma við geðrænan vanda og þeirra sem standa þeim næst. Því allir þjást með þeim sem ekki fær úrlausn sinna mála. Þá sérstaklega meðal barna, enda er ekkert sárara en að horfa úrræðalaus á barnið sitt þjást og ná ekki að fóta sig. Hingað til hafa geðheilbrigðismál og forvarnir ekki verið forgangsmál í borgarmálunum en ég vonast til þess að fá tækifæri til þess að breyta því og setja þau í forgang með Vinstri grænum eftir kosningarnar í lok maímánaðar. Til þess er ég að bjóða mig fram.Höfundur skipar 3. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar