Geðheilbrigði ungs fólks Þorsteinn V. Einarsson skrifar 19. maí 2018 10:00 Geðheilbrigði ungs fólks á Íslandi hefur hrakað unfanfarið og við höfum ekki brugðist nógu hratt eða vel við áköllum um úrræði og aðgerðir. Ungmenni í Reykjavík hafa tekið til sinna ráða, meðal annars með því að halda mögnuð málþing fyrir jafnaldra sína. Ég var svo heppinn að fá að tala á einu slíku núna í maí um skaðlegar karlmennskuhugmyndir. Ungmennaráð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða á mikið hrós skilið fyrir frábært framtak. Reykjavíkurborg getur svo klárlega sett geðheilbrigðismál framar í forgangsröðuninni. Það þarf að fjölga stuðningsúrræðum fyrir ungt fólk en það þarf líka að eyða þögninni og skömminni sem fylgir því miður enn geðheilbrigðisvandamálum.Erfitt að viðurkenna andleg veikindiMörgum okkar finnst auðveldara að tala um ælupest eða bara hvað sem er en gangast við því að vera kvíðin, þunglynd eða vera að takast á við andleg veikindi sjálfra okkar eða einhvers nákomins. Hversu mörg okkar hafa ekki þóst vera líkamlega veik til að fela andleg veikindi? En sem betur fer er áhrifamikill og kröftugur hópur hugsjónafólks sem hefur verið að berjast fyrir því að breyta viðhorfum okkar til geðheilbrigðis. Það má nefna samtök eins og Hugrúnu geðfræðslufélag háskólanema, PÍETA samtökin, Útmeða og Héðinn Unnsteins sem hefur persónulega reynslu af geðheilbrigðiskerfinu og svo allt það fólk sem hefur stígið fram með persónulegar sögur til þess að bæta geðheilbrigði landans.Öskrað á úrræðiSamfélagsbyltingar undanfarinna ára hafa kennt okkur margt. Meðal annars að hlusta þegar fólk talar um veruleika sinn, þar á meðal andleg veikindi. Ég tel að ekki hafi verið hlustað nægjanlega vel og þess vegna erum við að sjá enn frekari geðheilbrigðisvanda og jafnvel blikur á lofti hvað varðar vaxandi neyslu ungmenna á vímuefnum, sem er samt sögulega lítil í Reykjavík. Eða eru kröfur nútíma samfélags með samanburði á samfélagsmiðlum, þau skilaboð að maður sé aldrei nógu góð útgáfa af sjálfum sér að sliga okkur öll, líka börnin okkar? Hver svo sem ástæðan fyrir auknum geðheilbrigðisvanda ungs fólks er þá getur Reykjavíkurborg gert betur í að veita ungu fólki og börnum stuðning og úrræði vegna kvíða, þunglyndis eða annarra geðrænna vandamála eins og átröskun, sjálfsskaða eða fíknivanda áður en vandinn á heima hjá BUGL. Við þurfum að fræða, ræða saman og breyta viðhorfum ungs fólks til geðrænna vandamála.Bætum bjargir til forvarnaVið eigum að styrkja velferðaþjónustuna, stórefla félagsmiðstöðvarnar sem sinna gífurlega mikilvægum forvörnum og efla fagþjónustu inn í grunnskólunum til að stuðla að aukinni vellíðan ungs fólks og barna. Og ekki bara vellíðan heldur lífsgæði. Lífsgæði þeirra sem glíma við geðrænan vanda og þeirra sem standa þeim næst. Því allir þjást með þeim sem ekki fær úrlausn sinna mála. Þá sérstaklega meðal barna, enda er ekkert sárara en að horfa úrræðalaus á barnið sitt þjást og ná ekki að fóta sig. Hingað til hafa geðheilbrigðismál og forvarnir ekki verið forgangsmál í borgarmálunum en ég vonast til þess að fá tækifæri til þess að breyta því og setja þau í forgang með Vinstri grænum eftir kosningarnar í lok maímánaðar. Til þess er ég að bjóða mig fram.Höfundur skipar 3. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Geðheilbrigði ungs fólks á Íslandi hefur hrakað unfanfarið og við höfum ekki brugðist nógu hratt eða vel við áköllum um úrræði og aðgerðir. Ungmenni í Reykjavík hafa tekið til sinna ráða, meðal annars með því að halda mögnuð málþing fyrir jafnaldra sína. Ég var svo heppinn að fá að tala á einu slíku núna í maí um skaðlegar karlmennskuhugmyndir. Ungmennaráð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða á mikið hrós skilið fyrir frábært framtak. Reykjavíkurborg getur svo klárlega sett geðheilbrigðismál framar í forgangsröðuninni. Það þarf að fjölga stuðningsúrræðum fyrir ungt fólk en það þarf líka að eyða þögninni og skömminni sem fylgir því miður enn geðheilbrigðisvandamálum.Erfitt að viðurkenna andleg veikindiMörgum okkar finnst auðveldara að tala um ælupest eða bara hvað sem er en gangast við því að vera kvíðin, þunglynd eða vera að takast á við andleg veikindi sjálfra okkar eða einhvers nákomins. Hversu mörg okkar hafa ekki þóst vera líkamlega veik til að fela andleg veikindi? En sem betur fer er áhrifamikill og kröftugur hópur hugsjónafólks sem hefur verið að berjast fyrir því að breyta viðhorfum okkar til geðheilbrigðis. Það má nefna samtök eins og Hugrúnu geðfræðslufélag háskólanema, PÍETA samtökin, Útmeða og Héðinn Unnsteins sem hefur persónulega reynslu af geðheilbrigðiskerfinu og svo allt það fólk sem hefur stígið fram með persónulegar sögur til þess að bæta geðheilbrigði landans.Öskrað á úrræðiSamfélagsbyltingar undanfarinna ára hafa kennt okkur margt. Meðal annars að hlusta þegar fólk talar um veruleika sinn, þar á meðal andleg veikindi. Ég tel að ekki hafi verið hlustað nægjanlega vel og þess vegna erum við að sjá enn frekari geðheilbrigðisvanda og jafnvel blikur á lofti hvað varðar vaxandi neyslu ungmenna á vímuefnum, sem er samt sögulega lítil í Reykjavík. Eða eru kröfur nútíma samfélags með samanburði á samfélagsmiðlum, þau skilaboð að maður sé aldrei nógu góð útgáfa af sjálfum sér að sliga okkur öll, líka börnin okkar? Hver svo sem ástæðan fyrir auknum geðheilbrigðisvanda ungs fólks er þá getur Reykjavíkurborg gert betur í að veita ungu fólki og börnum stuðning og úrræði vegna kvíða, þunglyndis eða annarra geðrænna vandamála eins og átröskun, sjálfsskaða eða fíknivanda áður en vandinn á heima hjá BUGL. Við þurfum að fræða, ræða saman og breyta viðhorfum ungs fólks til geðrænna vandamála.Bætum bjargir til forvarnaVið eigum að styrkja velferðaþjónustuna, stórefla félagsmiðstöðvarnar sem sinna gífurlega mikilvægum forvörnum og efla fagþjónustu inn í grunnskólunum til að stuðla að aukinni vellíðan ungs fólks og barna. Og ekki bara vellíðan heldur lífsgæði. Lífsgæði þeirra sem glíma við geðrænan vanda og þeirra sem standa þeim næst. Því allir þjást með þeim sem ekki fær úrlausn sinna mála. Þá sérstaklega meðal barna, enda er ekkert sárara en að horfa úrræðalaus á barnið sitt þjást og ná ekki að fóta sig. Hingað til hafa geðheilbrigðismál og forvarnir ekki verið forgangsmál í borgarmálunum en ég vonast til þess að fá tækifæri til þess að breyta því og setja þau í forgang með Vinstri grænum eftir kosningarnar í lok maímánaðar. Til þess er ég að bjóða mig fram.Höfundur skipar 3. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar