Varamaðurinn sem er búinn að taka yfir úrslitakeppnina Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. maí 2018 10:30 Einar Sverrisson fór á kostum í gærkvöldi þriðja leikinn í röð. mynd/selfoss Selfoss komst í gærkvöldi í 2-1 í undanúrslitarimmu liðsins á móti FH í Olís-deild karla í handbolta með sigri í Vallaskóla, 31-29. FH fær tækifæri til að jafna einvígið á heimavelli á laugardaginn þegar að liðin mætast klukkan 19.30 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD. Þriðja leikinn í röð var Einar Sverrisson, rétthent skytta í liði Selfoss, markahæstur í liði heimamanna en hann skoraði ellefu mörk í leiknum. Hann er búinn að skora ellefu mörk í öllum þremur leikjunum á móti FH eða 33 mörk í heildina sem er þriðjungur marka Selfyssinga sem eru búnir að skora 100 mörk í einvíginu. Einar er markahæstur allra í einvíginu og hefur einfaldlega verið langbestur allra í þessari rimmu. Hann er er búinn að skora ellefu mörk að meðaltali í leik með 87 prósent skotnýtingu sem er algjörlega fáránlegt. Þessi hávaxna skytta skorar nánast úr hverju einasta skoti.Einar Sverrisson skorar og skorar fyrir Selfyssinga á móti FH.mynd/selfossAf bekknum í byrjunarliðið Til viðbótar er hann að gefa tæpar tvær stoðsendingar í leik, taka eitt frákast, verja eitt skot í hávörninni og er með fjórar löglegar stöðvanir. Þetta má sjá í samantekt HB Statz fyrir undanúrslitin en einnig má sjá heildartölfræði fyrir úrslitakeppnina. Það sem er enn merkilegra við þessa svakalegu frammistöðu Einars er að hann er ekki einu sinni byrjunarliðsmaður. Einar hefur verið kallaður besti áttundi maður deildarinnar en hann byrjar vanalega á bekknum fyrir Elvar Örn Jónsson sem var valinn besta vinstri skytta Olís-deildarinnar í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport HD. Einar hefur nú hrifsað til sín sæti í byrjunarliðinu en það er líka vegna þess að hann er að bæta leik sinn gríðarlega frá deildarkeppninni inn í úrslitakeppnina. Hægt er að sjá muninn á frammistöðu leikmanna í deildarkeppninni og úrslitakeppninni með því að smella hér og fara í „Tölfræði leikmanna +/-“. Einar er að skora 4,3 mörkum meira að meðaltali í leik í úrslitakeppninni en í deildarkeppninni og með 23 prósent betri skotnýtingu. Hann er að bæta við sögu í öllum tölfræðiþáttum og því kemur ekkert á óvart að hann byrjaði síðasta leik á móti FH.Statz línan hjá Einari Sverrissyni í þessum 3 leikjum á móti FH:11.0 mörk (89%) - 1.7 stoðsendingar - 1.0 tapaðir boltar - 4.0 löglegar stöðvaðir - 0.7 varðir boltar Talandi um að stiga upp #handbolti #olisdeildin @Seinnibylgjan @selfosshandb— HBStatz (@HBSstatz) May 1, 2018 Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - FH 31-29 | Selfyssingar komnir yfir í einvíginu Selfoss sigraði FH með tveimur mörkum í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handbolta. 1. maí 2018 21:45 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Sjá meira
Selfoss komst í gærkvöldi í 2-1 í undanúrslitarimmu liðsins á móti FH í Olís-deild karla í handbolta með sigri í Vallaskóla, 31-29. FH fær tækifæri til að jafna einvígið á heimavelli á laugardaginn þegar að liðin mætast klukkan 19.30 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD. Þriðja leikinn í röð var Einar Sverrisson, rétthent skytta í liði Selfoss, markahæstur í liði heimamanna en hann skoraði ellefu mörk í leiknum. Hann er búinn að skora ellefu mörk í öllum þremur leikjunum á móti FH eða 33 mörk í heildina sem er þriðjungur marka Selfyssinga sem eru búnir að skora 100 mörk í einvíginu. Einar er markahæstur allra í einvíginu og hefur einfaldlega verið langbestur allra í þessari rimmu. Hann er er búinn að skora ellefu mörk að meðaltali í leik með 87 prósent skotnýtingu sem er algjörlega fáránlegt. Þessi hávaxna skytta skorar nánast úr hverju einasta skoti.Einar Sverrisson skorar og skorar fyrir Selfyssinga á móti FH.mynd/selfossAf bekknum í byrjunarliðið Til viðbótar er hann að gefa tæpar tvær stoðsendingar í leik, taka eitt frákast, verja eitt skot í hávörninni og er með fjórar löglegar stöðvanir. Þetta má sjá í samantekt HB Statz fyrir undanúrslitin en einnig má sjá heildartölfræði fyrir úrslitakeppnina. Það sem er enn merkilegra við þessa svakalegu frammistöðu Einars er að hann er ekki einu sinni byrjunarliðsmaður. Einar hefur verið kallaður besti áttundi maður deildarinnar en hann byrjar vanalega á bekknum fyrir Elvar Örn Jónsson sem var valinn besta vinstri skytta Olís-deildarinnar í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport HD. Einar hefur nú hrifsað til sín sæti í byrjunarliðinu en það er líka vegna þess að hann er að bæta leik sinn gríðarlega frá deildarkeppninni inn í úrslitakeppnina. Hægt er að sjá muninn á frammistöðu leikmanna í deildarkeppninni og úrslitakeppninni með því að smella hér og fara í „Tölfræði leikmanna +/-“. Einar er að skora 4,3 mörkum meira að meðaltali í leik í úrslitakeppninni en í deildarkeppninni og með 23 prósent betri skotnýtingu. Hann er að bæta við sögu í öllum tölfræðiþáttum og því kemur ekkert á óvart að hann byrjaði síðasta leik á móti FH.Statz línan hjá Einari Sverrissyni í þessum 3 leikjum á móti FH:11.0 mörk (89%) - 1.7 stoðsendingar - 1.0 tapaðir boltar - 4.0 löglegar stöðvaðir - 0.7 varðir boltar Talandi um að stiga upp #handbolti #olisdeildin @Seinnibylgjan @selfosshandb— HBStatz (@HBSstatz) May 1, 2018
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - FH 31-29 | Selfyssingar komnir yfir í einvíginu Selfoss sigraði FH með tveimur mörkum í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handbolta. 1. maí 2018 21:45 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - FH 31-29 | Selfyssingar komnir yfir í einvíginu Selfoss sigraði FH með tveimur mörkum í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handbolta. 1. maí 2018 21:45