Ill nauðsyn Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 3. maí 2018 10:00 „Þökk sé uppgötvun þinni munu kynslóðir framtíðarinnar aðeins hafa kynni af hinni ógeðfelldu bólusótt í gegnum venjur fyrri alda.“ Þetta ritaði Thomas Jefferson árið 1806, þá forseti Bandaríkjanna, í bréfi til enska vísindamannsins Edwards Jenner. Seint á 18. öld ruddi Jenner brautina fyrir eina af grunnforsendum nútíma heilbrigðisþjónustu þegar hann þróaði fyrsta bóluefnið. Hundrað og sjötíu árum eftir að þakkarbréf Jeffersons barst Jenner lýsti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) því yfir að bólusótt, einni hörmulegustu pest mannkynssögunnar, hefði verið útrýmt. Þó svo að gjöf Jenners hafi verið mikilvæg þá var það ekki aðeins uppgötvun hans sem leiddi til sigurs yfir bólusóttarveirunni, heldur var það grettistak alþjóðasamfélagsins, undir merkjum WHO, sem varð til þess að endanlegt markmið um útrýmingu náðist. Sama hversu öflugt bóluefnið er þá er sjálf bólusetningin lykilatriði. Því miður er það svo að lítill skilningur á bólusetningum, ásamt útbreiðslu villandi upplýsinga um þær, litlu trausti til sjúkrastofnana og vandræða við framkvæmd og skráningu, hefur valdið því að hlutfall þeirra sem fara í bólusetningu hér á landi og víðar hefur farið niður á við undanfarin ár. Árið 2017 greindust 22 þúsund tilfelli af mislingum í Evrópu. Síðasta ár var metár í þessum efnum. Á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs eru staðfest smit í Evrópu ellefu þúsund. Í dag er staðan sú að í mörgum löndum er bólusetningarhlutfall komið niður fyrir 95 prósent, sem er viðmið WHO. Hér á Íslandi erum við einnig komin niður fyrir viðmiðunarmörk bólusetninga hjá börnum milli 12 mánaða og fjögurra ára. Það sem er í húfi er ekkert annað en framtíðarvelferð þess samfélags sem við höfum tekið höndum saman um að skapa og rækta. Linkind gagnvart þeim sem vanrækja bólusetningar á ekki að líðast. Á undanförnum misserum hafa yfirvöld á Ítalíu og í Frakklandi, af illri nauðsyn, innleitt reglur sem skylda fólk í bólusetningar. Það að tryggja ásættanlegt hlutfall bólusettra með löggjöf eða reglugerðarbreytingum hefur ekkert með val einstaklingsins að gera, heldur heildarhagsmuni samfélagsins með tilliti til hjarðónæmis og þeirra sem veikir eru fyrir. Eins og Thomas Jefferson gerði sér grein fyrir hefur skilvirk bólusetning jákvæð áhrif til skemmri og lengri tíma. Minnkandi þátttaka í bólusetningum er ekki nýtt fyrirbæri. Því þarf að efla það góða starf sem þegar hefur verið unnið og tryggja að fólk mæti í bólusetningu og að framkvæmd og umgjörð hennar sé eins og best verður á kosið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
„Þökk sé uppgötvun þinni munu kynslóðir framtíðarinnar aðeins hafa kynni af hinni ógeðfelldu bólusótt í gegnum venjur fyrri alda.“ Þetta ritaði Thomas Jefferson árið 1806, þá forseti Bandaríkjanna, í bréfi til enska vísindamannsins Edwards Jenner. Seint á 18. öld ruddi Jenner brautina fyrir eina af grunnforsendum nútíma heilbrigðisþjónustu þegar hann þróaði fyrsta bóluefnið. Hundrað og sjötíu árum eftir að þakkarbréf Jeffersons barst Jenner lýsti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) því yfir að bólusótt, einni hörmulegustu pest mannkynssögunnar, hefði verið útrýmt. Þó svo að gjöf Jenners hafi verið mikilvæg þá var það ekki aðeins uppgötvun hans sem leiddi til sigurs yfir bólusóttarveirunni, heldur var það grettistak alþjóðasamfélagsins, undir merkjum WHO, sem varð til þess að endanlegt markmið um útrýmingu náðist. Sama hversu öflugt bóluefnið er þá er sjálf bólusetningin lykilatriði. Því miður er það svo að lítill skilningur á bólusetningum, ásamt útbreiðslu villandi upplýsinga um þær, litlu trausti til sjúkrastofnana og vandræða við framkvæmd og skráningu, hefur valdið því að hlutfall þeirra sem fara í bólusetningu hér á landi og víðar hefur farið niður á við undanfarin ár. Árið 2017 greindust 22 þúsund tilfelli af mislingum í Evrópu. Síðasta ár var metár í þessum efnum. Á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs eru staðfest smit í Evrópu ellefu þúsund. Í dag er staðan sú að í mörgum löndum er bólusetningarhlutfall komið niður fyrir 95 prósent, sem er viðmið WHO. Hér á Íslandi erum við einnig komin niður fyrir viðmiðunarmörk bólusetninga hjá börnum milli 12 mánaða og fjögurra ára. Það sem er í húfi er ekkert annað en framtíðarvelferð þess samfélags sem við höfum tekið höndum saman um að skapa og rækta. Linkind gagnvart þeim sem vanrækja bólusetningar á ekki að líðast. Á undanförnum misserum hafa yfirvöld á Ítalíu og í Frakklandi, af illri nauðsyn, innleitt reglur sem skylda fólk í bólusetningar. Það að tryggja ásættanlegt hlutfall bólusettra með löggjöf eða reglugerðarbreytingum hefur ekkert með val einstaklingsins að gera, heldur heildarhagsmuni samfélagsins með tilliti til hjarðónæmis og þeirra sem veikir eru fyrir. Eins og Thomas Jefferson gerði sér grein fyrir hefur skilvirk bólusetning jákvæð áhrif til skemmri og lengri tíma. Minnkandi þátttaka í bólusetningum er ekki nýtt fyrirbæri. Því þarf að efla það góða starf sem þegar hefur verið unnið og tryggja að fólk mæti í bólusetningu og að framkvæmd og umgjörð hennar sé eins og best verður á kosið.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar