Gamla leiðin Hörður Ægisson skrifar 4. maí 2018 10:00 Formaður VR boðar átök. Verði ekki komið til móts við kröfur um viðamiklar kerfisbreytingar í þágu launafólks, hvað svo sem það þýðir, í komandi kjarasamningum kemur til skæruaðgerða á vinnumarkaði. Smærri hópar verða sendir í verkföll í þeim tilgangi að loka þurfi meðal annars stofnunum, hætta uppskipun og þannig lama mikilvæga starfsemi í samfélaginu. Er meirihluti félagsmanna VR, samtaka sem telja um 30 þúsund manns í hinum ólíkustu stéttum, líklegur til að taka undir með herskáum málflutningi formannsins? Um það má stórlega efast. Flest skynsamt fólk, með sæmilega jarðtengingu, gerir sér grein fyrir því að leiðin til að bæta kjör almennings verður ekki farin með því að efna til átaka við stjórnvöld og atvinnurekendur – byggt á óraunhæfum kröfum sem engin samstaða er um og öllum má vera ljóst að verða aldrei samþykktar. Það er staðreynd að kaupmáttur íslensks launafólks hefur aldrei verið meiri. Tugprósenta launahækkanir á síðustu árum hafa skilað sér í raunverulegum kjarabótum sem allir hópar hafa notið góðs af. Ólíkt því sem stundum er haldið fram fer því fjarri að ójöfnuður launa sé sjálfstætt vandamál enda er tekjudreifing óvíða jafnari en hér á landi. Um þetta er óþarfi að deila. Laun á Íslandi eru orðin þau næsthæstu á meðal OECD-ríkja og mælt í erlendri mynt hefur kaupmátturinn tvöfaldast frá 2010. Þótt þessar hagtölur sýni að þorri almennings hefur ekki farið varhluta af hinum mikla uppgangi þá skal ekki gert lítið úr því að sumir telja sig hafa setið eftir. Við þeirri stöðu verður ekki brugðist með glórulausum launahækkunum í komandi kjarasamningum, sem engin innstæða er fyrir og myndu hleypa af stað verðbólgunni, heldur einkum markvissum aðgerðum til að leysa framboðsvandann á fasteigna- og leigumarkaði. Það mun hins vegar taka tíma. Hin hliðin á launaþróun síðustu ára birtist í versnandi samkeppnisskilyrðum helstu útflutningsgreina landsins, þeim hinum sömu og standa undir verðmætasköpun í hagkerfinu. Það eru nefnilega blikur á lofti. Hagvöxtur er tekinn að minnka hraðar en reikna hefði mátt með samhliða því að mjög hefur dregið úr fjölgun ferðamanna til landsins. Rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar, þeirrar atvinnugreinar sem skapar orðið nærri 600 milljarða á ári í gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið, hefur versnað til muna og fram undan er tími hagræðingar og samþjöppunar. Flest útflutningsfyrirtæki eru í þröngri stöðu eftir linnulausa gengisstyrkingu og miklar nafnlaunahækkanir. Lengra verður ekki haldið á sömu braut. Formaður ASÍ benti á hið augljósa í vikunni. Með þjóðarsáttinni 1990 urðu kaflaskil í kjarabaráttunni. Í stað þess að knýja á um tugprósenta launahækkanir á ári, líkt og einkenndi áratugina þar á undan og leiddi aðeins til gengisfellinga og óðaverðbólgu, fór verkalýðshreyfingin að leggja áherslu á hægfara umbætur með það að markmiði að tryggja launafólki réttmæta hlutdeild í verðmætasköpuninni, eftir því sem aðstæður leyfðu í hagkerfinu hverju sinni. Sú leið hefur reynst vel. Verðbólga hefur almennt haldist lág og lífskjör batnað meira en áður hefur þekkst. Byltingarsinnar, sem eru á góðri leið með að yfirtaka verkalýðshreyfinguna, vilja núna hverfa aftur til gamla tímans. Allir vita hvaða afleiðingar það mun hafa. Þeir mega ekki komast upp með það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Kjaramál Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Formaður VR boðar átök. Verði ekki komið til móts við kröfur um viðamiklar kerfisbreytingar í þágu launafólks, hvað svo sem það þýðir, í komandi kjarasamningum kemur til skæruaðgerða á vinnumarkaði. Smærri hópar verða sendir í verkföll í þeim tilgangi að loka þurfi meðal annars stofnunum, hætta uppskipun og þannig lama mikilvæga starfsemi í samfélaginu. Er meirihluti félagsmanna VR, samtaka sem telja um 30 þúsund manns í hinum ólíkustu stéttum, líklegur til að taka undir með herskáum málflutningi formannsins? Um það má stórlega efast. Flest skynsamt fólk, með sæmilega jarðtengingu, gerir sér grein fyrir því að leiðin til að bæta kjör almennings verður ekki farin með því að efna til átaka við stjórnvöld og atvinnurekendur – byggt á óraunhæfum kröfum sem engin samstaða er um og öllum má vera ljóst að verða aldrei samþykktar. Það er staðreynd að kaupmáttur íslensks launafólks hefur aldrei verið meiri. Tugprósenta launahækkanir á síðustu árum hafa skilað sér í raunverulegum kjarabótum sem allir hópar hafa notið góðs af. Ólíkt því sem stundum er haldið fram fer því fjarri að ójöfnuður launa sé sjálfstætt vandamál enda er tekjudreifing óvíða jafnari en hér á landi. Um þetta er óþarfi að deila. Laun á Íslandi eru orðin þau næsthæstu á meðal OECD-ríkja og mælt í erlendri mynt hefur kaupmátturinn tvöfaldast frá 2010. Þótt þessar hagtölur sýni að þorri almennings hefur ekki farið varhluta af hinum mikla uppgangi þá skal ekki gert lítið úr því að sumir telja sig hafa setið eftir. Við þeirri stöðu verður ekki brugðist með glórulausum launahækkunum í komandi kjarasamningum, sem engin innstæða er fyrir og myndu hleypa af stað verðbólgunni, heldur einkum markvissum aðgerðum til að leysa framboðsvandann á fasteigna- og leigumarkaði. Það mun hins vegar taka tíma. Hin hliðin á launaþróun síðustu ára birtist í versnandi samkeppnisskilyrðum helstu útflutningsgreina landsins, þeim hinum sömu og standa undir verðmætasköpun í hagkerfinu. Það eru nefnilega blikur á lofti. Hagvöxtur er tekinn að minnka hraðar en reikna hefði mátt með samhliða því að mjög hefur dregið úr fjölgun ferðamanna til landsins. Rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar, þeirrar atvinnugreinar sem skapar orðið nærri 600 milljarða á ári í gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið, hefur versnað til muna og fram undan er tími hagræðingar og samþjöppunar. Flest útflutningsfyrirtæki eru í þröngri stöðu eftir linnulausa gengisstyrkingu og miklar nafnlaunahækkanir. Lengra verður ekki haldið á sömu braut. Formaður ASÍ benti á hið augljósa í vikunni. Með þjóðarsáttinni 1990 urðu kaflaskil í kjarabaráttunni. Í stað þess að knýja á um tugprósenta launahækkanir á ári, líkt og einkenndi áratugina þar á undan og leiddi aðeins til gengisfellinga og óðaverðbólgu, fór verkalýðshreyfingin að leggja áherslu á hægfara umbætur með það að markmiði að tryggja launafólki réttmæta hlutdeild í verðmætasköpuninni, eftir því sem aðstæður leyfðu í hagkerfinu hverju sinni. Sú leið hefur reynst vel. Verðbólga hefur almennt haldist lág og lífskjör batnað meira en áður hefur þekkst. Byltingarsinnar, sem eru á góðri leið með að yfirtaka verkalýðshreyfinguna, vilja núna hverfa aftur til gamla tímans. Allir vita hvaða afleiðingar það mun hafa. Þeir mega ekki komast upp með það.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun