Erlent

Engin leyniherbergi í grafhvelfingu Tútankamons

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Niðurstöðurnar eru taldar valda miklum vonbrigðum.
Niðurstöðurnar eru taldar valda miklum vonbrigðum.
Engar faldar hvelfingar er að finna á bak við grafhvelfingu Tútankamons konungs. Þetta er niðurstaða ítalskra og egypskra vísindamanna sem notuðu radartækni til að rannsaka hvelfinguna og nærliggjandi veggi og rými.

Áður hafði hópur breskra og egypskra vísindamanna komist að þeirri niðurstöðu að 90% líkur væru á að einhverskonar hulin hvelfing væri á bak við staðinn þar sem múmía Tútankamons fannst. Svo reyndist ekki vera eftir allt saman.

Vonir höfðu verið bundnar við að þarna fyndist múmía Nefertiti drottningar, sem var mögulega móðir Tútankamons. Ein kenningin er að konungurinn ungi hafi dáið skyndilega og því verið grafinn í hvelfingu móður sinnar, sem er nokkuð minni en gengur og gerist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×