Að sækja vatnið yfir hafið Davíð Þorláksson skrifar 9. maí 2018 07:00 Fréttablaðið birti nýverið viðtal við Leif Aðalsteinsson sem er á biðlista eftir liðskiptaaðgerð. Eftir 2,5 mánuði fær hann svar um að hann fái viðtal við bæklunarlækni eftir 5-6 mánuði. Um 1.100 manns voru á biðlista eftir liðskiptaaðgerðum í hnjám og mjöðmum í febrúar. Margt þetta fólk þjáist ekki bara á líkama heldur veldur þetta líka félagslegri einangrun þar sem vilji og geta til mannlegra samskipta minnkar. Þegar Leifur er búinn að bíða og þjást í meira en þrjá mánuði býðst honum að fara í aðgerð til Svíþjóðar sem er að fullu greidd af Sjúkratryggingum. Klíníkin er íslenskt einkasjúkrahús sem hefur gert fjölda slíkra aðgerða. Kostnaðurinn er þriðjungur af kostnaðinum við að senda Leif í aðgerð til Svíþjóðar. Samt vilja stjórnvöld ekki gera samning við Klíníkina um að hún annist slíkar aðgerðir fyrir þau. Ástæðan er sú kredda sem birtist í ótta stjórnmálamanna við einkarekstur. Þeir vilja frekar leggja í hærri kostnað til að erlent ríkissjúkrahús sinni aðgerð heldur en íslenskt einkasjúkrahús. Norðurlöndin eru löngu búin að fatta að einkarekstur styttir bið, bætir þjónustu og minnkar kostnað. T.d. eru aðeins 16 prósent heilsugæslu á Íslandi einkarekin á meðan hlutfallið er 20 prósent í Svíþjóð, 80 í Noregi og 100 prósent í Danmörku. Stundum eru það íslenskir læknar sem framkvæma aðgerðirnar í hlutastörfum ytra. Jafnvel eru dæmi um að sjúklingur og læknir fari utan í sömu flugvél á okkar kostnað. Þar er ekki bara verið að sækja vatnið yfir lækinn, heldur yfir hafið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Fréttablaðið birti nýverið viðtal við Leif Aðalsteinsson sem er á biðlista eftir liðskiptaaðgerð. Eftir 2,5 mánuði fær hann svar um að hann fái viðtal við bæklunarlækni eftir 5-6 mánuði. Um 1.100 manns voru á biðlista eftir liðskiptaaðgerðum í hnjám og mjöðmum í febrúar. Margt þetta fólk þjáist ekki bara á líkama heldur veldur þetta líka félagslegri einangrun þar sem vilji og geta til mannlegra samskipta minnkar. Þegar Leifur er búinn að bíða og þjást í meira en þrjá mánuði býðst honum að fara í aðgerð til Svíþjóðar sem er að fullu greidd af Sjúkratryggingum. Klíníkin er íslenskt einkasjúkrahús sem hefur gert fjölda slíkra aðgerða. Kostnaðurinn er þriðjungur af kostnaðinum við að senda Leif í aðgerð til Svíþjóðar. Samt vilja stjórnvöld ekki gera samning við Klíníkina um að hún annist slíkar aðgerðir fyrir þau. Ástæðan er sú kredda sem birtist í ótta stjórnmálamanna við einkarekstur. Þeir vilja frekar leggja í hærri kostnað til að erlent ríkissjúkrahús sinni aðgerð heldur en íslenskt einkasjúkrahús. Norðurlöndin eru löngu búin að fatta að einkarekstur styttir bið, bætir þjónustu og minnkar kostnað. T.d. eru aðeins 16 prósent heilsugæslu á Íslandi einkarekin á meðan hlutfallið er 20 prósent í Svíþjóð, 80 í Noregi og 100 prósent í Danmörku. Stundum eru það íslenskir læknar sem framkvæma aðgerðirnar í hlutastörfum ytra. Jafnvel eru dæmi um að sjúklingur og læknir fari utan í sömu flugvél á okkar kostnað. Þar er ekki bara verið að sækja vatnið yfir lækinn, heldur yfir hafið.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun