Norsk laxeldisfyrirtæki féllu í verði vegna áforma um auðlindagjöld Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. apríl 2018 12:29 Fiskeldi í sjókvíum er atvinnugrein sem vaxið hefur hratt á Íslandi á síðustu árum. Frá sjókvíaeldi í Patreksfirði. Vísir/Aron Ingi Hlutabréfaverð í norskum laxeldisfyrirtækjum lækkaði í Kauphöllinni í Osló eftir að norsk stjórnvöld upplýstu um áform um að setja sérstök auðindagjöld á norsk laxeldisfyrirtæki. Eftir opnun markaða í morgun féll hlutabréfaverð í Salmar um 8,8 prósent, Grieg Seafood lækkaði um 6,3 prósent, Leroy um 5 prósent og Marine Harvest, stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Noregs, lækkaði um 4,3 prósent. Fiskeldi er næststærsta útflutningsatvinnugrein Norðmanna á eftir olíu- og gasi en atvinnugreinin hefur legið undir gagnrýni vegna þess hversu frek hún er á umhverfið. Norska fjármálaráðuneytið hefur greint frá því að það standi til að setja sérstök auðlindagjöld á laxeldisfyrirtækin frá og með árinu 2020 án þess að upplýsa nákvæmlega um útfærslu þeirra. Kynnt hafa veri áform um svipaða gjaldtöku hér á landi. Í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu er unnið að frumvarpi til laga um auðlindagjald í fiskeldi. Þar er lagt til að rekstrarleyfishafar sem stunda fiskeldi í sjókvíum greiði auðlindagjald. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur greint frá því að í haust verði lagt fram frumvarp um tilhögun gjaldtökunnar. Hins vegar gerir nýtt frumvarp um fiskeldi ráð fyrir því að kostnaður vegna aðgerða til að draga úr neikvæðum áhrifum sjókvíaeldis fyrir umhverfið verði fyrst um sinn greiddur af ríkissjóði með auknum framlögum ríkisins til Umhverfissjóðs sjókvíaeldis. Umhverfissjóðurinn hefur verið fjármagnaður af fyrirtækjum í sjókvíaeldi frá árinu 2008 þegar hann var settur á laggirnar en markmið og tilgangur sjóðsins er að lágmarka umhverfisáhrif af völdum sjókvíaeldis. Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent „Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur?“ Atvinnulíf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Hlutabréfaverð í norskum laxeldisfyrirtækjum lækkaði í Kauphöllinni í Osló eftir að norsk stjórnvöld upplýstu um áform um að setja sérstök auðindagjöld á norsk laxeldisfyrirtæki. Eftir opnun markaða í morgun féll hlutabréfaverð í Salmar um 8,8 prósent, Grieg Seafood lækkaði um 6,3 prósent, Leroy um 5 prósent og Marine Harvest, stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Noregs, lækkaði um 4,3 prósent. Fiskeldi er næststærsta útflutningsatvinnugrein Norðmanna á eftir olíu- og gasi en atvinnugreinin hefur legið undir gagnrýni vegna þess hversu frek hún er á umhverfið. Norska fjármálaráðuneytið hefur greint frá því að það standi til að setja sérstök auðlindagjöld á laxeldisfyrirtækin frá og með árinu 2020 án þess að upplýsa nákvæmlega um útfærslu þeirra. Kynnt hafa veri áform um svipaða gjaldtöku hér á landi. Í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu er unnið að frumvarpi til laga um auðlindagjald í fiskeldi. Þar er lagt til að rekstrarleyfishafar sem stunda fiskeldi í sjókvíum greiði auðlindagjald. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur greint frá því að í haust verði lagt fram frumvarp um tilhögun gjaldtökunnar. Hins vegar gerir nýtt frumvarp um fiskeldi ráð fyrir því að kostnaður vegna aðgerða til að draga úr neikvæðum áhrifum sjókvíaeldis fyrir umhverfið verði fyrst um sinn greiddur af ríkissjóði með auknum framlögum ríkisins til Umhverfissjóðs sjókvíaeldis. Umhverfissjóðurinn hefur verið fjármagnaður af fyrirtækjum í sjókvíaeldi frá árinu 2008 þegar hann var settur á laggirnar en markmið og tilgangur sjóðsins er að lágmarka umhverfisáhrif af völdum sjókvíaeldis.
Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent „Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur?“ Atvinnulíf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent