Norsk laxeldisfyrirtæki féllu í verði vegna áforma um auðlindagjöld Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. apríl 2018 12:29 Fiskeldi í sjókvíum er atvinnugrein sem vaxið hefur hratt á Íslandi á síðustu árum. Frá sjókvíaeldi í Patreksfirði. Vísir/Aron Ingi Hlutabréfaverð í norskum laxeldisfyrirtækjum lækkaði í Kauphöllinni í Osló eftir að norsk stjórnvöld upplýstu um áform um að setja sérstök auðindagjöld á norsk laxeldisfyrirtæki. Eftir opnun markaða í morgun féll hlutabréfaverð í Salmar um 8,8 prósent, Grieg Seafood lækkaði um 6,3 prósent, Leroy um 5 prósent og Marine Harvest, stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Noregs, lækkaði um 4,3 prósent. Fiskeldi er næststærsta útflutningsatvinnugrein Norðmanna á eftir olíu- og gasi en atvinnugreinin hefur legið undir gagnrýni vegna þess hversu frek hún er á umhverfið. Norska fjármálaráðuneytið hefur greint frá því að það standi til að setja sérstök auðlindagjöld á laxeldisfyrirtækin frá og með árinu 2020 án þess að upplýsa nákvæmlega um útfærslu þeirra. Kynnt hafa veri áform um svipaða gjaldtöku hér á landi. Í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu er unnið að frumvarpi til laga um auðlindagjald í fiskeldi. Þar er lagt til að rekstrarleyfishafar sem stunda fiskeldi í sjókvíum greiði auðlindagjald. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur greint frá því að í haust verði lagt fram frumvarp um tilhögun gjaldtökunnar. Hins vegar gerir nýtt frumvarp um fiskeldi ráð fyrir því að kostnaður vegna aðgerða til að draga úr neikvæðum áhrifum sjókvíaeldis fyrir umhverfið verði fyrst um sinn greiddur af ríkissjóði með auknum framlögum ríkisins til Umhverfissjóðs sjókvíaeldis. Umhverfissjóðurinn hefur verið fjármagnaður af fyrirtækjum í sjókvíaeldi frá árinu 2008 þegar hann var settur á laggirnar en markmið og tilgangur sjóðsins er að lágmarka umhverfisáhrif af völdum sjókvíaeldis. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hlutabréfaverð í norskum laxeldisfyrirtækjum lækkaði í Kauphöllinni í Osló eftir að norsk stjórnvöld upplýstu um áform um að setja sérstök auðindagjöld á norsk laxeldisfyrirtæki. Eftir opnun markaða í morgun féll hlutabréfaverð í Salmar um 8,8 prósent, Grieg Seafood lækkaði um 6,3 prósent, Leroy um 5 prósent og Marine Harvest, stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Noregs, lækkaði um 4,3 prósent. Fiskeldi er næststærsta útflutningsatvinnugrein Norðmanna á eftir olíu- og gasi en atvinnugreinin hefur legið undir gagnrýni vegna þess hversu frek hún er á umhverfið. Norska fjármálaráðuneytið hefur greint frá því að það standi til að setja sérstök auðlindagjöld á laxeldisfyrirtækin frá og með árinu 2020 án þess að upplýsa nákvæmlega um útfærslu þeirra. Kynnt hafa veri áform um svipaða gjaldtöku hér á landi. Í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu er unnið að frumvarpi til laga um auðlindagjald í fiskeldi. Þar er lagt til að rekstrarleyfishafar sem stunda fiskeldi í sjókvíum greiði auðlindagjald. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur greint frá því að í haust verði lagt fram frumvarp um tilhögun gjaldtökunnar. Hins vegar gerir nýtt frumvarp um fiskeldi ráð fyrir því að kostnaður vegna aðgerða til að draga úr neikvæðum áhrifum sjókvíaeldis fyrir umhverfið verði fyrst um sinn greiddur af ríkissjóði með auknum framlögum ríkisins til Umhverfissjóðs sjókvíaeldis. Umhverfissjóðurinn hefur verið fjármagnaður af fyrirtækjum í sjókvíaeldi frá árinu 2008 þegar hann var settur á laggirnar en markmið og tilgangur sjóðsins er að lágmarka umhverfisáhrif af völdum sjókvíaeldis.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira