Sumar? Þórarinn Þórarinsson skrifar 20. apríl 2018 10:00 Árstíðirnar á Íslandi eru aðeins tvær; vetur og haust. Hvort er mörlandinn þá einfaldlega tröllheimskur eða drifinn áfram af óbilandi bjartsýni og fullkominni afneitun á reynslu kynslóðanna þegar hann flykkist í taumlausri gleði út á göturnar undir lúðrablæstri og fagnar komu sumars í lok apríl? Við höfum þó ærið tilefni til þess að fagna á fyrsta degi hörpu, sem er samkvæmt gamla norræna tímatalinu fyrsti sumarmánuðurinn af sex! Ókei, við erum pínu klikk en mögulega hefur þessi bjartsýnisveila haldið okkur á lífi í gegnum myrkar og botnfrosnar aldirnar á Íslandi. Geðslag þjóðarsálarinnar er beintengt náttúrunni og auðvitað verður maður dapur, geðvondur og þungur á sér og í lund í drullukulda og kolniðamyrkri mánuðum saman. En meira að segja mitt krónískt fúla geð léttist þegar ég get lagt blýþunga hermannaklossana mína, með grófmynstruðu og negldu gúmmísólunum, á hilluna og troðið mér í fisléttar Converse-strigatúttur. Mér finnst eins og ég gangi í lausu lofti. Hjartað ólmast, eins og kanarífugl á amfetamíni, og reynir að sprengja utan af sér rimla brjóstholsins. Flögra bara eitthvert út í buskann, elska heitt og njóta þess að lifa. Frjáls. Við erum bara einfaldlega ekkert hallærisleg þegar við tökum sumri fagnandi í apríl þegar andi okkar losnar úr klakaböndunum. Við erum að fagna lífinu sjálfu í allri sinni dýrð. Þjóð sem hefur þraukað frá örófi alda í landi sem hefur lagt sig fram um að drepa hana, bæði líkamlega og andlega, hefur fulla ástæðu til þess að fagna eins og fífl þegar daginn tekur að lengja og fuglarnir syngja bjartar næturnar langar. Gleðilegt sumar! Í apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Árstíðirnar á Íslandi eru aðeins tvær; vetur og haust. Hvort er mörlandinn þá einfaldlega tröllheimskur eða drifinn áfram af óbilandi bjartsýni og fullkominni afneitun á reynslu kynslóðanna þegar hann flykkist í taumlausri gleði út á göturnar undir lúðrablæstri og fagnar komu sumars í lok apríl? Við höfum þó ærið tilefni til þess að fagna á fyrsta degi hörpu, sem er samkvæmt gamla norræna tímatalinu fyrsti sumarmánuðurinn af sex! Ókei, við erum pínu klikk en mögulega hefur þessi bjartsýnisveila haldið okkur á lífi í gegnum myrkar og botnfrosnar aldirnar á Íslandi. Geðslag þjóðarsálarinnar er beintengt náttúrunni og auðvitað verður maður dapur, geðvondur og þungur á sér og í lund í drullukulda og kolniðamyrkri mánuðum saman. En meira að segja mitt krónískt fúla geð léttist þegar ég get lagt blýþunga hermannaklossana mína, með grófmynstruðu og negldu gúmmísólunum, á hilluna og troðið mér í fisléttar Converse-strigatúttur. Mér finnst eins og ég gangi í lausu lofti. Hjartað ólmast, eins og kanarífugl á amfetamíni, og reynir að sprengja utan af sér rimla brjóstholsins. Flögra bara eitthvert út í buskann, elska heitt og njóta þess að lifa. Frjáls. Við erum bara einfaldlega ekkert hallærisleg þegar við tökum sumri fagnandi í apríl þegar andi okkar losnar úr klakaböndunum. Við erum að fagna lífinu sjálfu í allri sinni dýrð. Þjóð sem hefur þraukað frá örófi alda í landi sem hefur lagt sig fram um að drepa hana, bæði líkamlega og andlega, hefur fulla ástæðu til þess að fagna eins og fífl þegar daginn tekur að lengja og fuglarnir syngja bjartar næturnar langar. Gleðilegt sumar! Í apríl.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun