Af hverju er ekki hlustað? Eymundur L. Eymundsson skrifar 23. apríl 2018 15:46 Það er sorglegt að sjá hvernig er farið með félagasamtök eins og GET/ Hugarafl. Ég hef persónulega reynslu af Hugarafli eftir að hafa komið frá Akureyri til Reykjavíkur í 3 ár þar sem ég þurfti á GET/Hugarafli að halda. Það er eins og ráðamenn þjóðarinnar viti ekki hvað þar fer fram og hvað Hugarafl hefur áorkað fyrir samfélagið frá 2003. Mér finnst ríkja mikið virðingaleysi gagnvart fólkinu sem hefur mikið bakland með GET/Hugarafl. Fylgifiskur geðsjúkdóma er oft einmanaleiki en með félagasamtökum sem byggir upp félagsfærni með notendum og öðrum fagmönnum er ómetanlegt fyrir fólkið. En það virðist nefnilega gleymast í umræðuni hvað mikill árangur hefur náðst með 15 ára starfi forvarna GET/Hugarafls. En nei heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu ætlar sér að loka því sem hefur skilað góðum árangri. Hvað er málið? Er kerfið og heilbrigðisráðherra ekki til í að endurskoða sem hefur hjálpað og byggt upp mörg líf? Það er með öllu óskiljanlegt að þurfi að berjast fyrir því sem hefur skilað svona miklum árangri fyrir fólkið sem einangrast, aðstandendur og samfélagið. Það er mikil afturför ef sú reynsla er ekki metinn meira innan kerfisins og þeim forvörnum sem félagasamtök skila út í samfélagið. Fagmenn og félagasamtök geta vel unnið saman fyrir fólkið, aðstandendur og samfélagið. Aðgerð sú sem nú er verið að framkvæma hjá heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu, landlæknisembætti og heilbrigðisráðherra er með öllu óskiljanleg og er ekki til þess fólgin að bæta geðheilbrigðiskerfið. Það er frábært að fá fleiri teymi enda ekki vanþörf á þar sem biðlisti er langur. En að leggja niður GET/ Hugarafl er óskiljanlegt.Það hefur greinlega ekki verið haft samráð við fólkið sem hefur notið góðs af GET/ Hugarfl sem aðstandendur. Ég skora á heilbrigðisráðherra að sýna þeim störfum virðingu sem hafa bjargað mannslífum og byggt upp með óeigingjörnu starfi. Það virðist ríkja pólitík utan alþingis og nú er það undir heilbrigðisráðherra að segja stopp og sýna okkur sem glimum við geðsjúkdóma meiri virðingu og styðja við GET/Hugarafl. Aðeins um mína reynslu af GET/ Hugarafli Fyrstu hjálpina fékk ég árið 2005 orðinn 38 ára gamall í verkjameðferð á Kristnesi þegar ég fékk bæklinga um kvíða, félagsfælni og þunglyndi. Þá sá ég ástæður fyrir minni vanlíðan síðan ég var barn og hafði stjórnað mínu lífi. Ég hef nýtt mér hjálpina síðan með opnum huga. Ég sem hafði verið með sjálfsvígshugsanir og forðast lífið frá 12 ára aldri hef öðlast líf. En félagsfælni er 3 algengast geðröskun á eftir þubglyndi og alkóhólisma. Er þakklátur öllum þeim notendum og fagmönnun sem hafa hjálpað mér að eignast líf og einn af þeim stöðum er GET/ Hugarafli. Ég kláraði starfsendurhæfingu á Akureyri vorið 2009 ári á eftir áætlun.og var mér bent á möguleikann að fara suður í Ráðgjafaskóla Íslands því það var talið henta mér. Það gerði ég og þá kynntist ég Hugarafli. Ég man eftir því þegar ég var á leiðinni þangað í fyrsta sinn hugsaði ég: „Ég er nú ekki svona geðveikur“. Þrátt fyrir allt þetta ferli og alla þessa vinnu með minn sjúkdóm voru fordómarnir ennþá þetta miklir hjá mér. En svo kom í ljós að í Hugarafli var bara fólk eins og ég sem var að vinna í sínum málum og þar var mér mjög vel tekið. Ég mætti í Hugarafl á hverjum degi í þá þrjá mánuði sem ég var í ráðgjafaskólanum. Mér leist svo vel á þessa hugmyndafræði um valdeflingu og ég fann hvernig hún gaf mér von um bata. Þegar náminu í ráðgjafaskólanum lauk, eftir þrjá mánuði, flutti ég aftur norður. En á Akureyri var ekkert. Það var allt í einu enginn tilgangur með því að fara á fætur á morgnana. Svo ég fór suður í Hugarafl og fann aftur tilgang með lífinu með að vinna í sjálfum mér og taka ábyrgð á mínum bata. Í Hugarafli náði að ég að eflast með að takast á við áskoranir. Ég náði að minnka við mig lyf úr 9 töflum í 2 með að vinna í sjálfum mér. Ég fór að fara með geðfræðslu í skóla fyrir Hugarafl og sú fyrsta var í fjölbrautarskólanum á suðurnesjum. Þar stóð ég fyrir framan 100 unglinga til að miðla af minni reynslu til að auka þekkingu og mikilvægi þess að leita sér hjálpar sem fyrst. Mikil áskorun fyrir mig sem hefur hjálpað mér að takast á við félagsfælnina og gera mig að sterkari einstaklingi.Grófin geðverndarmiðstöð á Akureyri Ég var í 3 ár í Reykjavík og flutti til Akureyrar í desember 2012. Ég kom þar inn í grasrótarhóp fagmanna og notenda sem voru búnir að hittast einu sinni í viku frá 2011. Grasrótin hafði áhuga á að stofna geðverndarmiðstöð eftir að dagdeild geðdeildar var lokað eftir hrun. Fengum við Auði Axelsdóttur iðjuþjálfa og forstöðumaðumann Geðheilsu-Eftirfylgdar á höfuðborgarsvæðinu og Hugarafls með okkur í lið. Með þeirra hugmyndarfræði fór ég með til Akureyrar 2013. En Grófina geðverndarmiðstöð á Akureyri stofnuðum við 10.október 2013 með valdeflingu og batamódela að leiðarljósi. Hugarafl kom mikið við sögu og hjálpuðu okkur af stað sem hefur skilað miklum árangri á 5 árum. Mikið sem ég vildi að væri GET/Grófin á Akureyri eftir að hafa upplifað mína reynslu sunnan heiða. Mikil reynsla og verðmæti sem fylgjir notendum sem fæst ekki í bókum. Grófin geðverndarmiðstöð var svo stofnuð 10. október 2013 og hefur sýnt sitt forvarnargildi og hjálpað mörgum að stíga skrefið að vinna í sjálfum sér á jafningjagrunni. Árið 2015 fékk Grófin hvatningarverðlaun frá forvarna- og fræðslusjóðnum ,,Þú getur“ fyrir forvarnarstarf og námsmenn hlutu námstyrki.Geðfræðsla Grófin hefur stuðlað að aukinni þekkingu í samfélaginu með geðfræðslu í skólum sem og sveitarfélögum og fengið mikið lof fyrir. „Það er svo skrýtið að við erum alltaf að taka á afleiðingum í staðinn fyrir að byrja á grunninum og gefa ungmennum tækifæri á að byggja sig upp í staðinn fyrir að bíða þangað til í óefni er komið sem getur orðið of seint. Við læknum ekki allt með lyfjum heldur vantar skilning og stuðning frá samfélaginu sem og ráðamönnum til að þessi börn og ungmenni fái strax hjálp. Það sparar að taka á vandanum strax en kostar tvöfalt meira ef menn ætla alltaf að fresta vandanum.“ Ég hef líka verið að fræða á málþingum og hjá íþróttafélögum. Síðast á aðalfundi hjá mínu gamla félagi Þór Akureyri í vor. Þar voru mínir gömlu félagar og vinir að hlusta og fannst erfitt að vita að mér hafi liðið svona illa en ánægðir að ég hafi lifað af. Ég hef opnað mig mikið í fjölmiðlum og skrifað greinar. Það er ekki óskastaða fyrir mann sem hefur glímt við félagsfælni að opna sig í litlu samfélagi. Ég hefði verið eigingjarn ef ég hefði ekki gefið áfram þá hjálp sem ég hef fengið. Gera samfélaginu grein fyrir myrkrinu og alvarleika geðsjúkdóma en um leið benda á bjargráð og hvetja einstaklinga til að leita sér hjálpar. Ég væri ekki á þessum stað í lífinu ef ég hefði ekki verið hreinskilin og opinn fyrir hjálpini til að takast á við óttan og innri vanlíðan. Ég hef nýtt mér allan þann stuðning sem var í boði með jákvæðni að leiðarljósi. Ég kláraði félagsliðanám vorið 2016. Ég er þakklátur öllu því flotta fólki fagmanna og notenda sem hafa hjálpað mér að vinna í sjálfum mér Það hefur skipt mig miklu að vita af góðum stuðningi og vita af félagasamtökum sem vinna að sameiginlegu markmiði að betra lífi. Það er ekki ósvipað og með fólk sem greinast með aðra sjúkdóma og nýta sér félagasamtök. Grófin geðverndarmiðstöð á Akureyri hefur hjálpað mörgum að stíga skrefið til að hjálpa sjálfum sér og auka þekkingu fólks á geðsjúkdómum. Ég vona að heilbrigðisráðherra og kerfið sjái að sér og styðji vel við félagasamtök sem önnur úrræði. Ef ekki þá er erum við á villigötum og ekki verið að hugsa um fólkið heldur eigið egó. Þetta snýst um fólkið og vinna saman fyrir samfélagið með góðum forvörnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Sjá meira
Það er sorglegt að sjá hvernig er farið með félagasamtök eins og GET/ Hugarafl. Ég hef persónulega reynslu af Hugarafli eftir að hafa komið frá Akureyri til Reykjavíkur í 3 ár þar sem ég þurfti á GET/Hugarafli að halda. Það er eins og ráðamenn þjóðarinnar viti ekki hvað þar fer fram og hvað Hugarafl hefur áorkað fyrir samfélagið frá 2003. Mér finnst ríkja mikið virðingaleysi gagnvart fólkinu sem hefur mikið bakland með GET/Hugarafl. Fylgifiskur geðsjúkdóma er oft einmanaleiki en með félagasamtökum sem byggir upp félagsfærni með notendum og öðrum fagmönnum er ómetanlegt fyrir fólkið. En það virðist nefnilega gleymast í umræðuni hvað mikill árangur hefur náðst með 15 ára starfi forvarna GET/Hugarafls. En nei heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu ætlar sér að loka því sem hefur skilað góðum árangri. Hvað er málið? Er kerfið og heilbrigðisráðherra ekki til í að endurskoða sem hefur hjálpað og byggt upp mörg líf? Það er með öllu óskiljanlegt að þurfi að berjast fyrir því sem hefur skilað svona miklum árangri fyrir fólkið sem einangrast, aðstandendur og samfélagið. Það er mikil afturför ef sú reynsla er ekki metinn meira innan kerfisins og þeim forvörnum sem félagasamtök skila út í samfélagið. Fagmenn og félagasamtök geta vel unnið saman fyrir fólkið, aðstandendur og samfélagið. Aðgerð sú sem nú er verið að framkvæma hjá heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu, landlæknisembætti og heilbrigðisráðherra er með öllu óskiljanleg og er ekki til þess fólgin að bæta geðheilbrigðiskerfið. Það er frábært að fá fleiri teymi enda ekki vanþörf á þar sem biðlisti er langur. En að leggja niður GET/ Hugarafl er óskiljanlegt.Það hefur greinlega ekki verið haft samráð við fólkið sem hefur notið góðs af GET/ Hugarfl sem aðstandendur. Ég skora á heilbrigðisráðherra að sýna þeim störfum virðingu sem hafa bjargað mannslífum og byggt upp með óeigingjörnu starfi. Það virðist ríkja pólitík utan alþingis og nú er það undir heilbrigðisráðherra að segja stopp og sýna okkur sem glimum við geðsjúkdóma meiri virðingu og styðja við GET/Hugarafl. Aðeins um mína reynslu af GET/ Hugarafli Fyrstu hjálpina fékk ég árið 2005 orðinn 38 ára gamall í verkjameðferð á Kristnesi þegar ég fékk bæklinga um kvíða, félagsfælni og þunglyndi. Þá sá ég ástæður fyrir minni vanlíðan síðan ég var barn og hafði stjórnað mínu lífi. Ég hef nýtt mér hjálpina síðan með opnum huga. Ég sem hafði verið með sjálfsvígshugsanir og forðast lífið frá 12 ára aldri hef öðlast líf. En félagsfælni er 3 algengast geðröskun á eftir þubglyndi og alkóhólisma. Er þakklátur öllum þeim notendum og fagmönnun sem hafa hjálpað mér að eignast líf og einn af þeim stöðum er GET/ Hugarafli. Ég kláraði starfsendurhæfingu á Akureyri vorið 2009 ári á eftir áætlun.og var mér bent á möguleikann að fara suður í Ráðgjafaskóla Íslands því það var talið henta mér. Það gerði ég og þá kynntist ég Hugarafli. Ég man eftir því þegar ég var á leiðinni þangað í fyrsta sinn hugsaði ég: „Ég er nú ekki svona geðveikur“. Þrátt fyrir allt þetta ferli og alla þessa vinnu með minn sjúkdóm voru fordómarnir ennþá þetta miklir hjá mér. En svo kom í ljós að í Hugarafli var bara fólk eins og ég sem var að vinna í sínum málum og þar var mér mjög vel tekið. Ég mætti í Hugarafl á hverjum degi í þá þrjá mánuði sem ég var í ráðgjafaskólanum. Mér leist svo vel á þessa hugmyndafræði um valdeflingu og ég fann hvernig hún gaf mér von um bata. Þegar náminu í ráðgjafaskólanum lauk, eftir þrjá mánuði, flutti ég aftur norður. En á Akureyri var ekkert. Það var allt í einu enginn tilgangur með því að fara á fætur á morgnana. Svo ég fór suður í Hugarafl og fann aftur tilgang með lífinu með að vinna í sjálfum mér og taka ábyrgð á mínum bata. Í Hugarafli náði að ég að eflast með að takast á við áskoranir. Ég náði að minnka við mig lyf úr 9 töflum í 2 með að vinna í sjálfum mér. Ég fór að fara með geðfræðslu í skóla fyrir Hugarafl og sú fyrsta var í fjölbrautarskólanum á suðurnesjum. Þar stóð ég fyrir framan 100 unglinga til að miðla af minni reynslu til að auka þekkingu og mikilvægi þess að leita sér hjálpar sem fyrst. Mikil áskorun fyrir mig sem hefur hjálpað mér að takast á við félagsfælnina og gera mig að sterkari einstaklingi.Grófin geðverndarmiðstöð á Akureyri Ég var í 3 ár í Reykjavík og flutti til Akureyrar í desember 2012. Ég kom þar inn í grasrótarhóp fagmanna og notenda sem voru búnir að hittast einu sinni í viku frá 2011. Grasrótin hafði áhuga á að stofna geðverndarmiðstöð eftir að dagdeild geðdeildar var lokað eftir hrun. Fengum við Auði Axelsdóttur iðjuþjálfa og forstöðumaðumann Geðheilsu-Eftirfylgdar á höfuðborgarsvæðinu og Hugarafls með okkur í lið. Með þeirra hugmyndarfræði fór ég með til Akureyrar 2013. En Grófina geðverndarmiðstöð á Akureyri stofnuðum við 10.október 2013 með valdeflingu og batamódela að leiðarljósi. Hugarafl kom mikið við sögu og hjálpuðu okkur af stað sem hefur skilað miklum árangri á 5 árum. Mikið sem ég vildi að væri GET/Grófin á Akureyri eftir að hafa upplifað mína reynslu sunnan heiða. Mikil reynsla og verðmæti sem fylgjir notendum sem fæst ekki í bókum. Grófin geðverndarmiðstöð var svo stofnuð 10. október 2013 og hefur sýnt sitt forvarnargildi og hjálpað mörgum að stíga skrefið að vinna í sjálfum sér á jafningjagrunni. Árið 2015 fékk Grófin hvatningarverðlaun frá forvarna- og fræðslusjóðnum ,,Þú getur“ fyrir forvarnarstarf og námsmenn hlutu námstyrki.Geðfræðsla Grófin hefur stuðlað að aukinni þekkingu í samfélaginu með geðfræðslu í skólum sem og sveitarfélögum og fengið mikið lof fyrir. „Það er svo skrýtið að við erum alltaf að taka á afleiðingum í staðinn fyrir að byrja á grunninum og gefa ungmennum tækifæri á að byggja sig upp í staðinn fyrir að bíða þangað til í óefni er komið sem getur orðið of seint. Við læknum ekki allt með lyfjum heldur vantar skilning og stuðning frá samfélaginu sem og ráðamönnum til að þessi börn og ungmenni fái strax hjálp. Það sparar að taka á vandanum strax en kostar tvöfalt meira ef menn ætla alltaf að fresta vandanum.“ Ég hef líka verið að fræða á málþingum og hjá íþróttafélögum. Síðast á aðalfundi hjá mínu gamla félagi Þór Akureyri í vor. Þar voru mínir gömlu félagar og vinir að hlusta og fannst erfitt að vita að mér hafi liðið svona illa en ánægðir að ég hafi lifað af. Ég hef opnað mig mikið í fjölmiðlum og skrifað greinar. Það er ekki óskastaða fyrir mann sem hefur glímt við félagsfælni að opna sig í litlu samfélagi. Ég hefði verið eigingjarn ef ég hefði ekki gefið áfram þá hjálp sem ég hef fengið. Gera samfélaginu grein fyrir myrkrinu og alvarleika geðsjúkdóma en um leið benda á bjargráð og hvetja einstaklinga til að leita sér hjálpar. Ég væri ekki á þessum stað í lífinu ef ég hefði ekki verið hreinskilin og opinn fyrir hjálpini til að takast á við óttan og innri vanlíðan. Ég hef nýtt mér allan þann stuðning sem var í boði með jákvæðni að leiðarljósi. Ég kláraði félagsliðanám vorið 2016. Ég er þakklátur öllu því flotta fólki fagmanna og notenda sem hafa hjálpað mér að vinna í sjálfum mér Það hefur skipt mig miklu að vita af góðum stuðningi og vita af félagasamtökum sem vinna að sameiginlegu markmiði að betra lífi. Það er ekki ósvipað og með fólk sem greinast með aðra sjúkdóma og nýta sér félagasamtök. Grófin geðverndarmiðstöð á Akureyri hefur hjálpað mörgum að stíga skrefið til að hjálpa sjálfum sér og auka þekkingu fólks á geðsjúkdómum. Ég vona að heilbrigðisráðherra og kerfið sjái að sér og styðji vel við félagasamtök sem önnur úrræði. Ef ekki þá er erum við á villigötum og ekki verið að hugsa um fólkið heldur eigið egó. Þetta snýst um fólkið og vinna saman fyrir samfélagið með góðum forvörnum.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun