Að keppa í kerlingavisjón Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 24. apríl 2018 07:00 Eftir sjö vikna vætutíð hér í spánskum suðursveitum er ég orðinn svo hvekktur að ég fæst ekki til að sleppa takinu á regnhlífinni þó ekki sjáist lengur skýhnoðri á himni. Það sem lék mig verst í vætunni var að hér erum við umkringd ólífuökrum og heimssýn íbúanna tekur mið af því. Rétt eins og allt var metið út frá sauðkindinni í Mosfellssveit í Innansveitarkroníku. Hér er gott veður einungis veður sem hentugt er til ólífuræktunar. Þannig að þegar ég ætlaði að leyfa mér að blóta bannsettri rigningunni var ég tekinn á beinið líkt og villutrúarmaður og kaffærður í sannindum um hvað þetta væri gott fyrir akurinn. Meira að segja í bókabúðinni þar sem einungis ein skrifstofublók var að kaupa bréfaklemmur hlaut ég ámæli. Það góða við þetta allt saman er þó það að ég fór að skilja hvernig það er að búa í samfélagi sem hefur allt aðra sýn á hlutina en ég. Ég er meira að segja að spá í að temja mér annars konar viðbrögð næst þegar ég heyri einhvern tjá skoðun sem er alveg á skjön við smekk og sýn allra í kringum hann. Prófa jafnvel að sjá hlutina með hans augum. Það væri jafnvel hægt að keppa í því að tileinka sér sýn þess sem maður síst skilur. Þannig að meðan músíkantar tækjust á í Júróvisjón gæti Hannes Hólmsteinn keppt í kratavisjón, Gylfi Ægisson í hommavisjón, Katrín Jakobs í sjallavisjón, reyndar standa þeir leikar yfir einmitt núna. Og svo færi nú vel á því að Óli Þórðar reyndi kapp sitt í kerlingavisjón. Ég er viss um að margir misstu þá óþarfa hugmyndir sem þeir halda dauðahaldi í, rétt eins og ég með regnhlífina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir sjö vikna vætutíð hér í spánskum suðursveitum er ég orðinn svo hvekktur að ég fæst ekki til að sleppa takinu á regnhlífinni þó ekki sjáist lengur skýhnoðri á himni. Það sem lék mig verst í vætunni var að hér erum við umkringd ólífuökrum og heimssýn íbúanna tekur mið af því. Rétt eins og allt var metið út frá sauðkindinni í Mosfellssveit í Innansveitarkroníku. Hér er gott veður einungis veður sem hentugt er til ólífuræktunar. Þannig að þegar ég ætlaði að leyfa mér að blóta bannsettri rigningunni var ég tekinn á beinið líkt og villutrúarmaður og kaffærður í sannindum um hvað þetta væri gott fyrir akurinn. Meira að segja í bókabúðinni þar sem einungis ein skrifstofublók var að kaupa bréfaklemmur hlaut ég ámæli. Það góða við þetta allt saman er þó það að ég fór að skilja hvernig það er að búa í samfélagi sem hefur allt aðra sýn á hlutina en ég. Ég er meira að segja að spá í að temja mér annars konar viðbrögð næst þegar ég heyri einhvern tjá skoðun sem er alveg á skjön við smekk og sýn allra í kringum hann. Prófa jafnvel að sjá hlutina með hans augum. Það væri jafnvel hægt að keppa í því að tileinka sér sýn þess sem maður síst skilur. Þannig að meðan músíkantar tækjust á í Júróvisjón gæti Hannes Hólmsteinn keppt í kratavisjón, Gylfi Ægisson í hommavisjón, Katrín Jakobs í sjallavisjón, reyndar standa þeir leikar yfir einmitt núna. Og svo færi nú vel á því að Óli Þórðar reyndi kapp sitt í kerlingavisjón. Ég er viss um að margir misstu þá óþarfa hugmyndir sem þeir halda dauðahaldi í, rétt eins og ég með regnhlífina.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar