Hópuppsagnir hjá Novomatic Grétar Þór Sigurðsson skrifar 26. apríl 2018 06:00 Skrifstofur Novomatic Lottery Solutions (Iceland) eru við Holtasmára 1 í Kópavogi. Vísir/Sigtryggur Átján starfsmönnum Novomatic Lottery Solutions (Iceland) hf. var sagt upp í vikunni. Samkvæmt upplýsingum frá Novomatic LS er um að ræða störf í hugbúnaðargerð en fyrirtækið hannar hugbúnað fyrir ríkisrekin lotterí og hefur viðskiptavini víða um heim. Eftir uppsagnirnar munu 94 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu á Íslandi. Trúnaðarmaður starfsmanna, Borislav Makarov, sagði andrúmsloftið á vinnustaðnum eðli málsins samkvæmt ekki vera gott. Hann staðfesti við blaðamann að ástæða uppsagnanna væri sú að stór kúnni hefði slitið samningi sínum við Novomatic LS. Framtíðartekjur yrðu þar af leiðandi lægri en vonir stóðu til og því var fólki sagt upp. Hann sagði að fækkað hafi í hverri deild fyrirtækisins um um það bil 10 prósent svo álag starfsmanna ætti örugglega eftir að aukast. Borislav benti einnig á að uppsagnirnar væru ekki bundnar við Ísland en samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru uppsagnirnar liður í víðtækari aðgerðum fyrirtækisins til hagræðingar. Sjö starfsmönnum hafi verið sagt upp á Spáni og sautján í Serbíu. Utan Íslands starfa um það bil 240 manns á öðrum starfsstöðvum fyrirtækisins. Aðallega voru það forritarar sem misstu vinnuna í uppsögnunum. Að sögn Borislavs gegndu starfsmennirnir þó mismunandi hlutverkum. Hann segir að fyrirtækið hafi séð til þess að þeim sem sagt hafi verið upp hafi verið veittur stuðningur, bæði með aðkomu ráðgjafar- og ráðningarfyrirtækis. Vinnumálastofnun var greint frá uppsögnunum með lögboðnum fyrirvara og samráð var haft við trúnaðarmenn starfsmanna. Nokkur fyrirtæki hafa haft samband beint við Novomatic LS og óskað eftir starfskröftum þeirra sem láta af störfum. Fréttablaðið hafði samband við mannauðsstjóra fyrirtækisins, Ernu Arnardóttur, sem vildi lítið tjá sig um málið en svaraði fyrirspurn með skriflegu svari. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Guðmundur Gauti Guðmundsson, baðst einnig undan viðtali. Novomatic rataði í fréttirnar hérlendis þegar samsteypan keypti íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Betware ehf. Kaupverðið var trúnaðarmál. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins á þeim tíma nam kaupverðið á milli tveggja og þriggja milljarða króna. Betware hafði þá frá árinu 1998 þróað og selt netlausnir fyrir leikjaiðnaðinn með áherslu á lottóleiki. Á heimasíðu Novomatic er sagt að kaupin hafi á sínum tíma verið ein stærsta erlenda fjárfestingin á Íslandi eftir hrunið 2008. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Betware selt fyrir tvo til þrjá milljarða 90 prósenta hlutur í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Betware hefur verið seldur austurrísku fyrirtækjasamsteypunni Novomatic. Kaupverðið er tveir til þrír milljarðar króna. Höfuðstöðvar fyrirtækisins og starfsfólk verður áfram hér á landi. 11. nóvember 2013 07:00 Sala Betware stærsta erlenda fjárfesting frá hruni Austurrísk fyrirtækjasamsteypa festi kaup á íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Betware. Salan er á meðal stærstu erlendra fjárfestinga í íslensku athafnalífi frá hruni. Fyrrum eigandi fyrirtækisins segir það sæta furðu að íslensk yfirvöld hlúi ekki betur að sprotafyrirtækjum. 11. nóvember 2013 18:30 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Átján starfsmönnum Novomatic Lottery Solutions (Iceland) hf. var sagt upp í vikunni. Samkvæmt upplýsingum frá Novomatic LS er um að ræða störf í hugbúnaðargerð en fyrirtækið hannar hugbúnað fyrir ríkisrekin lotterí og hefur viðskiptavini víða um heim. Eftir uppsagnirnar munu 94 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu á Íslandi. Trúnaðarmaður starfsmanna, Borislav Makarov, sagði andrúmsloftið á vinnustaðnum eðli málsins samkvæmt ekki vera gott. Hann staðfesti við blaðamann að ástæða uppsagnanna væri sú að stór kúnni hefði slitið samningi sínum við Novomatic LS. Framtíðartekjur yrðu þar af leiðandi lægri en vonir stóðu til og því var fólki sagt upp. Hann sagði að fækkað hafi í hverri deild fyrirtækisins um um það bil 10 prósent svo álag starfsmanna ætti örugglega eftir að aukast. Borislav benti einnig á að uppsagnirnar væru ekki bundnar við Ísland en samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru uppsagnirnar liður í víðtækari aðgerðum fyrirtækisins til hagræðingar. Sjö starfsmönnum hafi verið sagt upp á Spáni og sautján í Serbíu. Utan Íslands starfa um það bil 240 manns á öðrum starfsstöðvum fyrirtækisins. Aðallega voru það forritarar sem misstu vinnuna í uppsögnunum. Að sögn Borislavs gegndu starfsmennirnir þó mismunandi hlutverkum. Hann segir að fyrirtækið hafi séð til þess að þeim sem sagt hafi verið upp hafi verið veittur stuðningur, bæði með aðkomu ráðgjafar- og ráðningarfyrirtækis. Vinnumálastofnun var greint frá uppsögnunum með lögboðnum fyrirvara og samráð var haft við trúnaðarmenn starfsmanna. Nokkur fyrirtæki hafa haft samband beint við Novomatic LS og óskað eftir starfskröftum þeirra sem láta af störfum. Fréttablaðið hafði samband við mannauðsstjóra fyrirtækisins, Ernu Arnardóttur, sem vildi lítið tjá sig um málið en svaraði fyrirspurn með skriflegu svari. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Guðmundur Gauti Guðmundsson, baðst einnig undan viðtali. Novomatic rataði í fréttirnar hérlendis þegar samsteypan keypti íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Betware ehf. Kaupverðið var trúnaðarmál. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins á þeim tíma nam kaupverðið á milli tveggja og þriggja milljarða króna. Betware hafði þá frá árinu 1998 þróað og selt netlausnir fyrir leikjaiðnaðinn með áherslu á lottóleiki. Á heimasíðu Novomatic er sagt að kaupin hafi á sínum tíma verið ein stærsta erlenda fjárfestingin á Íslandi eftir hrunið 2008.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Betware selt fyrir tvo til þrjá milljarða 90 prósenta hlutur í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Betware hefur verið seldur austurrísku fyrirtækjasamsteypunni Novomatic. Kaupverðið er tveir til þrír milljarðar króna. Höfuðstöðvar fyrirtækisins og starfsfólk verður áfram hér á landi. 11. nóvember 2013 07:00 Sala Betware stærsta erlenda fjárfesting frá hruni Austurrísk fyrirtækjasamsteypa festi kaup á íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Betware. Salan er á meðal stærstu erlendra fjárfestinga í íslensku athafnalífi frá hruni. Fyrrum eigandi fyrirtækisins segir það sæta furðu að íslensk yfirvöld hlúi ekki betur að sprotafyrirtækjum. 11. nóvember 2013 18:30 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Betware selt fyrir tvo til þrjá milljarða 90 prósenta hlutur í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Betware hefur verið seldur austurrísku fyrirtækjasamsteypunni Novomatic. Kaupverðið er tveir til þrír milljarðar króna. Höfuðstöðvar fyrirtækisins og starfsfólk verður áfram hér á landi. 11. nóvember 2013 07:00
Sala Betware stærsta erlenda fjárfesting frá hruni Austurrísk fyrirtækjasamsteypa festi kaup á íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Betware. Salan er á meðal stærstu erlendra fjárfestinga í íslensku athafnalífi frá hruni. Fyrrum eigandi fyrirtækisins segir það sæta furðu að íslensk yfirvöld hlúi ekki betur að sprotafyrirtækjum. 11. nóvember 2013 18:30