Viðskipti innlent

Bein útsending: Staða íslenskrar ferðaþjónustu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mikill fjöldi ferðamanna kemur til Íslands yfir vetrartímann í þeirri von um að sjá norðurljósin.
Mikill fjöldi ferðamanna kemur til Íslands yfir vetrartímann í þeirri von um að sjá norðurljósin. Fréttablaðið/Vilhelm
Staða íslenskrar ferðaþjónustu verður til umfjöllunar á morgunfundi Íslandsbanka í dag 11. apríl þar sem ný skýrsla Íslandsbanka verður kynnt. Samhliða verða í fyrsta sinn kynntar rekstrarniðurstöður íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja.

Með útgáfu skýrslunnar segist Íslandsbanki vilja leggja sitt af mörkum við að upplýsa um stöðu ferðaþjónustunnar og gefa innsýn í þróun og horfur greinarinnar hverju sinni.

Dagskrá:

Íslensk ferðaþjónusta


Bjarnólfur Lárusson, viðskiptastjóri í Verslun og þjónustu og Elvar Orri Hreinsson, sérfræðingur í Samskiptum og greiningu hjá Íslandsbanka kynna nýja skýrslu Íslandsbanka um íslenska ferðaþjónustu.

Pallborðsumræður um stöðu ferðaþjónustunnar og það sem framundan er:

Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela

Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins

Kristín Hrönn Guðmundsdóttir, forstöðumaður Verslunar og þjónustu hjá Íslandsbanka

Rannveig Grétarsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Eldingar​​​​​​​

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra 

​​​​​​​​​​​​​​Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans stýrir fundinum






Fleiri fréttir

Sjá meira


×