Blettaskallaskáldskapur Þorvaldur Gylfason skrifar 12. apríl 2018 07:00 Þetta gerðist. Lögreglan kom þar að sem hópur manna hafði brotizt inn í höfuðstöðvar demókrata í Watergate-byggingunni í Washington að næturlagi til að ræna skjölum sem menn Nixons forseta hugðust nota honum til framdráttar í forsetakosningunum þá um haustið. Þegar lögreglan kom á vettvang hafði innbrotsþjófunum tekizt að forða sér öllum nema einum. Hann var handsamaður. Þetta þótti sumum ranglátt: Að taka bara einn þegar allir hinir sluppu! Fjórðungur þingmanna lagði til í þinginu að ræninginn sem var handsamaður skyldi opinberlega beðinn afsökunar á að hafa verið ákærður og dæmdur. Byrjum aftur. Þetta gerðist auðvitað ekki að öðru leyti en því að innbrotið var sem sagt framið í júní 1972, ræningjarnir voru allir handteknir á staðnum, ákærðir og dæmdir í fangelsi og Nixon forseti hrökklaðist frá völdum tveim árum síðar þegar ljóst var orðið að hann hafði verið með í ráðum og hindrað framgang réttvísinnar með því að reyna að hylja spor þjófanna. Hann vissi sem var að hefði hann ekki sagt af sér hefði þingið sett hann af.„Af stórfelldu gáleysi“Þingsályktunartillaga 15 þingmanna um að Alþingi biðji fv. forsætisráðherra afsökunar á að hafa ákært hann 2010 fyrir vanrækslu í aðdraganda hrunsins afhjúpar skeytingarleysi um lög og rétt og um fórnarlömb hrunsins sem misstu heimili sín og aleigu þúsundum saman eins og Agnar Kr. Þorsteinsson tölvunarfræðingur lýsti í leiftrandi grein í Stundinni. Alþingi ákærði ráðherrann m.a. fyrir „alvarlega vanrækslu á starfsskyldum sínum sem forsætisráðherra andspænis stórfelldri hættu sem vofði yfir íslenskum fjármálastofnunum og ríkissjóði, hættu sem vofði yfir íslenskum fjármálastofnunum og ríkissjóði, hættu sem honum var eða mátti vera kunnugt um og hefði getað brugðist við ...“ Sé maður ákærður og síðan fundinn saklaus fyrir rétti kann að vera ástæða til að biðja hann afsökunar. Sé framið dómsmorð, þ.e. sé saklaus maður dæmdur, er full ástæða til að biðja hann afsökunar. Hvorugt á við um tillöguna sem liggur nú fyrir Alþingi. Landsdómur undir forustu forseta Hæstaréttar dæmdi ráðherrann fv. sekan um brot gegn stjórnarskránni en gerði honum ekki refsingu þar eð um fyrsta brot var að ræða. Flutningsmenn þingályktunartillögunnar fullyrða í greinargerð: „Niðurstaða landsdóms sýnir að ekki var tilefni til ákæru.“ Þessi fullyrðing er úr lausu lofti gripin enda fór Landsdómur hörðum orðum um embættisfærslu ráðherrans í dómi sínum þar sem segir m.a.: „Ákærði er í máli þessu sakfelldur fyrir að hafa af stórfelldu gáleysi látið farast fyrir að halda ráðherrafundi um mikilvæg stjórnarmálefni eins og fyrirskipað er í 17. gr. stjórnarskrárinnar, þrátt fyrir að honum hlaut að vera ljós sá háski, sem vofði yfir bankakerfinu og þar með heill ríkisins … með þeim afleiðingum að ekki var um þau málefni fjallað á vettvangi ríkisstjórnarinnar.“ Þá verður fjandinn laus Þingmennirnir 15 eru ekki einir á báti. Margir repúblikanar á Bandaríkjaþingi krefjast þess nú líkt og forsetinn að Robert Mueller saksóknara sem rannsakar meint ólögleg Rússatengsl Trumps forseta og manna hans verði vikið frá störfum og rannsóknin lögð niður. Þessa kröfu leggja repúblikanar fram enda þótt einn maður hafi þegar fengið dóm og þrír aðrir hafi þegar verið ákærðir fyrir lögbrot sem saksóknarinn komst að. Mennirnir hegða sér eins og þeir kunni ekki að hugsa eða kunni ekki að skammast sín. Húsleit alríkislögreglunnar FBI hjá einkalögfræðingi forsetans fyrr í vikunni vegna meintra lögbrota og hörð viðbrögð forsetans við húsleitinni þykja nú hafa aukið líkurnar á að forsetinn víki Mueller saksóknara úr starfi. Þá verður fjandinn laus líkt og eftir innbrotið í Watergate 1972.Kveðja til Trumps Luigi Zingales er Ítali, prófessor í hagfræði í Chicago-háskóla. Hann birti grein í New York Times eftir kosningarnar 2016 til að vara andstæðinga Trumps, nýkjörins forseta, við því að hæðast um of að honum. Það mun engum árangri skila, sagði Zingales. Ítalar gerðu endalaust grín að Silvio Berlusconi og sátu samt uppi með hann sem forsætisráðherra von úr viti. Ég leyfi mér samt að skilja eftirfarandi limru Kristjáns Hreinssonar skálds og heimspekings um Káin, vestur-íslenzka skáldið, svo að hún fjalli um frísúru Trumps Bandaríkjaforseta sem vakti fyrir nokkru heimsathygli þegar léttur vindur lék um höfuð forsetans:Víst náði hann Káinn til Klettafjallaog komst þarna stundum í rétta halla,hann settist þar aðvar sáttur við þaðen svo var hann líka með blettaskalla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þetta gerðist. Lögreglan kom þar að sem hópur manna hafði brotizt inn í höfuðstöðvar demókrata í Watergate-byggingunni í Washington að næturlagi til að ræna skjölum sem menn Nixons forseta hugðust nota honum til framdráttar í forsetakosningunum þá um haustið. Þegar lögreglan kom á vettvang hafði innbrotsþjófunum tekizt að forða sér öllum nema einum. Hann var handsamaður. Þetta þótti sumum ranglátt: Að taka bara einn þegar allir hinir sluppu! Fjórðungur þingmanna lagði til í þinginu að ræninginn sem var handsamaður skyldi opinberlega beðinn afsökunar á að hafa verið ákærður og dæmdur. Byrjum aftur. Þetta gerðist auðvitað ekki að öðru leyti en því að innbrotið var sem sagt framið í júní 1972, ræningjarnir voru allir handteknir á staðnum, ákærðir og dæmdir í fangelsi og Nixon forseti hrökklaðist frá völdum tveim árum síðar þegar ljóst var orðið að hann hafði verið með í ráðum og hindrað framgang réttvísinnar með því að reyna að hylja spor þjófanna. Hann vissi sem var að hefði hann ekki sagt af sér hefði þingið sett hann af.„Af stórfelldu gáleysi“Þingsályktunartillaga 15 þingmanna um að Alþingi biðji fv. forsætisráðherra afsökunar á að hafa ákært hann 2010 fyrir vanrækslu í aðdraganda hrunsins afhjúpar skeytingarleysi um lög og rétt og um fórnarlömb hrunsins sem misstu heimili sín og aleigu þúsundum saman eins og Agnar Kr. Þorsteinsson tölvunarfræðingur lýsti í leiftrandi grein í Stundinni. Alþingi ákærði ráðherrann m.a. fyrir „alvarlega vanrækslu á starfsskyldum sínum sem forsætisráðherra andspænis stórfelldri hættu sem vofði yfir íslenskum fjármálastofnunum og ríkissjóði, hættu sem vofði yfir íslenskum fjármálastofnunum og ríkissjóði, hættu sem honum var eða mátti vera kunnugt um og hefði getað brugðist við ...“ Sé maður ákærður og síðan fundinn saklaus fyrir rétti kann að vera ástæða til að biðja hann afsökunar. Sé framið dómsmorð, þ.e. sé saklaus maður dæmdur, er full ástæða til að biðja hann afsökunar. Hvorugt á við um tillöguna sem liggur nú fyrir Alþingi. Landsdómur undir forustu forseta Hæstaréttar dæmdi ráðherrann fv. sekan um brot gegn stjórnarskránni en gerði honum ekki refsingu þar eð um fyrsta brot var að ræða. Flutningsmenn þingályktunartillögunnar fullyrða í greinargerð: „Niðurstaða landsdóms sýnir að ekki var tilefni til ákæru.“ Þessi fullyrðing er úr lausu lofti gripin enda fór Landsdómur hörðum orðum um embættisfærslu ráðherrans í dómi sínum þar sem segir m.a.: „Ákærði er í máli þessu sakfelldur fyrir að hafa af stórfelldu gáleysi látið farast fyrir að halda ráðherrafundi um mikilvæg stjórnarmálefni eins og fyrirskipað er í 17. gr. stjórnarskrárinnar, þrátt fyrir að honum hlaut að vera ljós sá háski, sem vofði yfir bankakerfinu og þar með heill ríkisins … með þeim afleiðingum að ekki var um þau málefni fjallað á vettvangi ríkisstjórnarinnar.“ Þá verður fjandinn laus Þingmennirnir 15 eru ekki einir á báti. Margir repúblikanar á Bandaríkjaþingi krefjast þess nú líkt og forsetinn að Robert Mueller saksóknara sem rannsakar meint ólögleg Rússatengsl Trumps forseta og manna hans verði vikið frá störfum og rannsóknin lögð niður. Þessa kröfu leggja repúblikanar fram enda þótt einn maður hafi þegar fengið dóm og þrír aðrir hafi þegar verið ákærðir fyrir lögbrot sem saksóknarinn komst að. Mennirnir hegða sér eins og þeir kunni ekki að hugsa eða kunni ekki að skammast sín. Húsleit alríkislögreglunnar FBI hjá einkalögfræðingi forsetans fyrr í vikunni vegna meintra lögbrota og hörð viðbrögð forsetans við húsleitinni þykja nú hafa aukið líkurnar á að forsetinn víki Mueller saksóknara úr starfi. Þá verður fjandinn laus líkt og eftir innbrotið í Watergate 1972.Kveðja til Trumps Luigi Zingales er Ítali, prófessor í hagfræði í Chicago-háskóla. Hann birti grein í New York Times eftir kosningarnar 2016 til að vara andstæðinga Trumps, nýkjörins forseta, við því að hæðast um of að honum. Það mun engum árangri skila, sagði Zingales. Ítalar gerðu endalaust grín að Silvio Berlusconi og sátu samt uppi með hann sem forsætisráðherra von úr viti. Ég leyfi mér samt að skilja eftirfarandi limru Kristjáns Hreinssonar skálds og heimspekings um Káin, vestur-íslenzka skáldið, svo að hún fjalli um frísúru Trumps Bandaríkjaforseta sem vakti fyrir nokkru heimsathygli þegar léttur vindur lék um höfuð forsetans:Víst náði hann Káinn til Klettafjallaog komst þarna stundum í rétta halla,hann settist þar aðvar sáttur við þaðen svo var hann líka með blettaskalla.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun