Bein leið og gatan liggur greið – eða hvað? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 13. apríl 2018 07:00 Það hefur verið áhugavert að fylgjast með stefnu, eða öllu heldur stefnuleysi, ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur síðustu vikurnar. Nýjasta plaggið sem þingið hefur til umfjöllunar er fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára. Þar er margt ágætt, annað ekki. Til að mynda finnst mér með öllu óljóst hver áform ríkisstjórnarinnar eru um „stóreflingu fjárframlaga til vegaframkvæmda“ eins og hún var kynnt í stjórnarsáttmála fyrir fáeinum mánuðum. Ég viðurkenni að ég batt vonir við að áform stjórnarinnar myndu skýrast með tilkomu áætlunarinnar. En reyndin er sú að ég er mun ringlaðri. Stórsóknin felst sem sagt í því að ríkistjórnin ætlar að auka fjárframlög til vegaframkvæmda á næstu árum um það sem jafngildir um það bil einum jarðgöngum. Eða 5,5 milljörðum á ári í þrjú ár sem nemur 0,2 prósentum af landsframleiðslu. Ljóst er að það mun lítt duga til að stórefla samgöngur enda er verkefnið ærið og löngu tímabært. Væntingar verða því að brostnum vonum í einn eitt skiptið, þrátt fyrir eindregnar yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um innviðauppbyggingu.Orðin tóm Ég spurði forsætisráðherra í vikunni hvort hún væri með þessu að boða það að veggjöld yrðu sett á til þess að fjármagna vegakerfið. Sjónarmið forsætisráðherra hafa hingað til verið nokkuð skýr og voru það fram eftir árinu 2017. En það var þá og enn og aftur virðast hugsjónir vera lagðar á hilluna. Katrín Jakobsdóttir hélt til að mynda ræðu á Alþingi í júní í fyrra í umræðu um fjármálaáætlun og beindi þá spjótum sínum að Jóni Gunnarssyni, ráðherra og núverandi samherja hennar í ríkisstjórnarsamstarfinu, um að það væri „athyglisvert að hlusta á hæstv. samgönguráðherra sem talar eins og honum sé nauðugur einn kostur að fara að setja á veggjöld. Honum er það ekkert nauðugur kostur. Það eru pólitískar ákvarðanir á bak við það sem birtast í fjármálaáætluninni þar sem ekki má hækka skatta, það á meira að segja að lækka þá inn í þensluna. Í staðinn á að fara að skattleggja þá sem keyra um vegina með gjaldtöku“. Í október sama ár kallaði Katrín tillögur stjórnvalda í samgöngumálum gervilausnir og sagði „...það á bara helst að koma þeim í einkaframkvæmd og leggja á vegatolla einungis vegna þess að stjórnvöld treysta sér ekki til þess að byggja upp innviðina eins og vera ber.“ Það er nefnilega það. Það sama má segja um Sigurð Inga Jóhannesson sem tók við embætti samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Fyrst útilokaði hann veggjöld og sagði ekki stafkrók vera um veggjöld í stjórnarsáttmálanum og engar áætlanir um slíkar aðgerðir og lagði þar með áform forvera hans Jóns Gunnarssonar rakleiðis til hliðar. Nú kemur á daginn að ráðherrann fær ekki nóg til að geta sinnt stóru loforðunum og þá lýsir hann yfir vilja til að skoða leiðir til að byggja upp án aðkomu ríkisins og útilokar ekki vegtolla. Ráðherrann snýst eins og vindhani en eftir stendur ófjármagnað vegakerfi, sem vanrækt hefur verið of lengi. Hringavitleysa og feluleikur Því vaknar upp spurningin um það hvort veggjöld verði sett á eða ekki og hvernig nauðsynleg viðbótarframlög til vegamála verði fjármögnuð, þar sem umrædd fjármálaáætlun stendur ekki undir brýnustu samgönguframkvæmdum. Ófyrirsjáanleikinn er hrópandi. Allt á að gera fyrir alla en ekki er sagt berum orðum hvernig það verður gert. Almenningur fær ekki að heyra alla söguna vegna augljóss ágreinings ríkisstjórnarflokkanna um forgangsröðun verkefna. Þessi umræða þarf hins vegar að eiga sér stað. Því hlýt ég að spyrja. Hvert verður framhaldið? Hvernig endar þessi farsi? Hver gefur eftir og hver fær hvað í staðinn? Þetta fer að verða eins og gamli góði Fóstbræðrasketsinn um bílastæðaverðina. Ráðherrar snúast í hringi og benda í allar áttir. Líklega þurfum við að bíða óþreyjufull til næsta þáttar og sjá til hvaða snúning ríkisstjórnarflokkarnir þrír taka næst. Tími á popp og kók?Höfundur er þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bílar Samgöngur Vegtollar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið áhugavert að fylgjast með stefnu, eða öllu heldur stefnuleysi, ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur síðustu vikurnar. Nýjasta plaggið sem þingið hefur til umfjöllunar er fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára. Þar er margt ágætt, annað ekki. Til að mynda finnst mér með öllu óljóst hver áform ríkisstjórnarinnar eru um „stóreflingu fjárframlaga til vegaframkvæmda“ eins og hún var kynnt í stjórnarsáttmála fyrir fáeinum mánuðum. Ég viðurkenni að ég batt vonir við að áform stjórnarinnar myndu skýrast með tilkomu áætlunarinnar. En reyndin er sú að ég er mun ringlaðri. Stórsóknin felst sem sagt í því að ríkistjórnin ætlar að auka fjárframlög til vegaframkvæmda á næstu árum um það sem jafngildir um það bil einum jarðgöngum. Eða 5,5 milljörðum á ári í þrjú ár sem nemur 0,2 prósentum af landsframleiðslu. Ljóst er að það mun lítt duga til að stórefla samgöngur enda er verkefnið ærið og löngu tímabært. Væntingar verða því að brostnum vonum í einn eitt skiptið, þrátt fyrir eindregnar yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um innviðauppbyggingu.Orðin tóm Ég spurði forsætisráðherra í vikunni hvort hún væri með þessu að boða það að veggjöld yrðu sett á til þess að fjármagna vegakerfið. Sjónarmið forsætisráðherra hafa hingað til verið nokkuð skýr og voru það fram eftir árinu 2017. En það var þá og enn og aftur virðast hugsjónir vera lagðar á hilluna. Katrín Jakobsdóttir hélt til að mynda ræðu á Alþingi í júní í fyrra í umræðu um fjármálaáætlun og beindi þá spjótum sínum að Jóni Gunnarssyni, ráðherra og núverandi samherja hennar í ríkisstjórnarsamstarfinu, um að það væri „athyglisvert að hlusta á hæstv. samgönguráðherra sem talar eins og honum sé nauðugur einn kostur að fara að setja á veggjöld. Honum er það ekkert nauðugur kostur. Það eru pólitískar ákvarðanir á bak við það sem birtast í fjármálaáætluninni þar sem ekki má hækka skatta, það á meira að segja að lækka þá inn í þensluna. Í staðinn á að fara að skattleggja þá sem keyra um vegina með gjaldtöku“. Í október sama ár kallaði Katrín tillögur stjórnvalda í samgöngumálum gervilausnir og sagði „...það á bara helst að koma þeim í einkaframkvæmd og leggja á vegatolla einungis vegna þess að stjórnvöld treysta sér ekki til þess að byggja upp innviðina eins og vera ber.“ Það er nefnilega það. Það sama má segja um Sigurð Inga Jóhannesson sem tók við embætti samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Fyrst útilokaði hann veggjöld og sagði ekki stafkrók vera um veggjöld í stjórnarsáttmálanum og engar áætlanir um slíkar aðgerðir og lagði þar með áform forvera hans Jóns Gunnarssonar rakleiðis til hliðar. Nú kemur á daginn að ráðherrann fær ekki nóg til að geta sinnt stóru loforðunum og þá lýsir hann yfir vilja til að skoða leiðir til að byggja upp án aðkomu ríkisins og útilokar ekki vegtolla. Ráðherrann snýst eins og vindhani en eftir stendur ófjármagnað vegakerfi, sem vanrækt hefur verið of lengi. Hringavitleysa og feluleikur Því vaknar upp spurningin um það hvort veggjöld verði sett á eða ekki og hvernig nauðsynleg viðbótarframlög til vegamála verði fjármögnuð, þar sem umrædd fjármálaáætlun stendur ekki undir brýnustu samgönguframkvæmdum. Ófyrirsjáanleikinn er hrópandi. Allt á að gera fyrir alla en ekki er sagt berum orðum hvernig það verður gert. Almenningur fær ekki að heyra alla söguna vegna augljóss ágreinings ríkisstjórnarflokkanna um forgangsröðun verkefna. Þessi umræða þarf hins vegar að eiga sér stað. Því hlýt ég að spyrja. Hvert verður framhaldið? Hvernig endar þessi farsi? Hver gefur eftir og hver fær hvað í staðinn? Þetta fer að verða eins og gamli góði Fóstbræðrasketsinn um bílastæðaverðina. Ráðherrar snúast í hringi og benda í allar áttir. Líklega þurfum við að bíða óþreyjufull til næsta þáttar og sjá til hvaða snúning ríkisstjórnarflokkarnir þrír taka næst. Tími á popp og kók?Höfundur er þingmaður Viðreisnar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar