Enski boltinn

Erfiður en mikilvægur sigur Cardiff

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron Einar og félagar unnu lífs nauðsynlegan sigur.
Aron Einar og félagar unnu lífs nauðsynlegan sigur. vísir/getty
Aron Einar Gunnarsson spilaði allan leikinn er Cardiff vann afar mikilvægan sigur Norwich, 2-0, en bæði mörkin komu á síðustu fimm mínútum leiksins.

Staðan var markalaus allt þangað til á 86. mínútu er danski varnarmaðurinn Kenneth Zohore skoraði. Í uppbótartíma tvöfaldaði svo Junior Hoilett forystuna og lokatölur 2-0.

Aron spilaði allan leikinn en þetta var virkilega mikilvægur sigur fyrir Cardiff sem er að berjast um að komast beint upp í ensku úrvalsdeildina.

Cardiff er eftir sigurinn komið í annað sæti deildarinnar, tveimur stigum á undan Fulham sem er í þriðja sætinu. Efstu tvö sætin fara beint upp í úrvalsdeildina en lið þrjú til sex fara í umspil.

Jón Daði Böðvarsson fiskaði víti í 2-2 jafntefli Reading gegn Sunderland. Jón Daði spilaði allan leikinn en Reading er í 19. sætinu, fimm stigum fyrir ofan fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×