Erlent

Óttast að þrír hafi verið brenndir inni

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Slökkviliðsmenn segja að upptök eldsins séu grunsamleg.
Slökkviliðsmenn segja að upptök eldsins séu grunsamleg. Vísir/Getty

Tvær konur og einn karl létust í bruna í áströlsku borginni Brisbane í morgun. Vitni segja að hávær sprenging hafi heyrst frá heimili þeirra áður en það varð eldinum að bráð.

Þó enn sé verið að rannsaka upptök eldsins telja slökkviliðsmenn málið hið „grunsamlegasta.“ Þannig séu allar líkur á að eldurinn hafi verið kveiktur af ásettu ráði. Reynist grunur þeirra réttur gæti því um þrefalt morð verið að ræða.

Nágrannar þeirra látnu segjast í samtali við fjölmiðla ytra hafa heyrt mikil öskur og skarkala berast frá húsinu, skömmu áður en eldurinn braust út.

„Hjálparköll bárust frá húsinu en hver það var sem kallaði liggur ekki fyrir á þessari stundur,“ er haft eftir lögreglumanni á vef breska ríkisútvarpsins.

Búið er að ráða niðurlögum eldsins og hús í nágrenninu voru rýmd. Gert er ráð fyrir því að íbúar þeirra komist aftur til síns heima síðar í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.