Þegar 11 þúsund lífsýni úr nauðgunarmálum dúkka upp í vöruskemmu í Detroit Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 17. apríl 2018 20:00 Árið 2009 uppgötvuðu fulltrúar saksóknaraembættisins í Wayne sýslu í Detroit um 11 þúsund sett hönnuð til að taka lífsýni úr fórnarlömbun nauðgana í yfirgefinni vöruskemmu. Öll sýnin voru innsigluð sem þýddi að á bak við hvert og eitt þeirra var fórnarlamb nauðgunar. Ef að lífsýnin eru innsigluð þýðir það að þau hafa aldrei verið opnuð og rannsökuð í tengslum við glæpina sem þau tengjast. Vöruskemman tilheyrði lögreglunni í Detroit, ekki formleg geymsla undir sönnunargögn, og kom embættismönnum saksóknaraembættisins í opna skjöldu. Robert Spada, fulltrúi embættisins, var einn þeirra sem með var í för þegar sýnin uppgötvuðust en samkvæmt vitnispurði hans voru settin út um allt eins og hráviði, opnir gluggar voru á vöruskemmunni og fuglar flugu um. Eftir að yfirvöld hófu að rannsaka lífsýnin var hægt að bera kennsl á fjölda gerenda og hægt hefði verið að koma í veg fyrir frekari glæpi.Mynd/skjáskotÍ kjölfarið var ljóstrað upp um fjölmörg sambærileg tilfelli í nærri öllum fylkjum Bandaríkjanna þar sem möguleg sönnunargögn í nauðgunarmálum söfnuðu ryki án þess að þau kæmu að notum í rannsókn viðkomandi máls. Alls hafa fundist um 225 þúsund innsigluð lífsýni víða um Bandaríkin og telja stjórnvöld að þau geta verið allt að 400 þúsund. Þetta er inntakið í heimildarmyndinni I am Evidence sem frumsýnd var í Bandaríkjunum í gær. Myndin undirstrikar það hversu neðarlega kynbundið ofbeldi hefur verið á forgangslista lögreglu- og saksóknaraembætta í Bandaríkjunum. Hún er þá enn einn vitnisburðurinn um það kerfislega misrétti sem ríkir gagnvart konum, sér í lagi svörtum konum af lægri stétt.Kym Worthy, saksóknari í Wayne sýslu, hefur verið í forsvari í baráttunni fyrir því að lífsýnin verði rannsökuð.Mynd/skjáskotÍ kjölfar þessara uppljóstrana hefur fjöldi fólks barist fyrir því að þessi lífsýni verði tekin til rannsókna og málin sem þeim tengjast opnuð á nýjan leik. Mörg málanna jafnvel áratuga gömul. Kym Worthy, saksóknari í Wayne sýslu, hefur farið fyrir baráttunni í Detroit og er eitt andlita baráttunnar á landsvísu í Bandaríkjunum. Hún hefur náð þeim áfanga að láta rannsaka rúmlega 1600 lífsýni af þeim 11 þúsund sem fundust í Detroit. Afleiðing þess er að yfirvöld hafa getað borið kennsl á fjölda gerenda í áður óupplýstum málum. Þessi sömu lífssýni hafa þá komið upp í miðlægum gagnagrunnum og varpað ljósi á önnur óupplýst mál á landsvísu þar sem síbrotamenn hafa verið að verki. Í þeim tilfellum var það ekki óalgengt að gerandinn hélt áfram glæpum sínum eftir að lífssýni var tekið af fórnarlambi og sett í geymslu til að safna ryki.Heimildarmyndin I am Evidence er áhrifaríkur og átakamikill vitnisburður um kerfisbundið misrétti í Bandaríkjunum og enn ein áminningin um það hvernig samfélagið lítur undan í málum er varða kynbundið ofbeldi. Hún verður sýnd á Stöð 2 klukkan 22:20 í kvöld. Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Sjá meira
Árið 2009 uppgötvuðu fulltrúar saksóknaraembættisins í Wayne sýslu í Detroit um 11 þúsund sett hönnuð til að taka lífsýni úr fórnarlömbun nauðgana í yfirgefinni vöruskemmu. Öll sýnin voru innsigluð sem þýddi að á bak við hvert og eitt þeirra var fórnarlamb nauðgunar. Ef að lífsýnin eru innsigluð þýðir það að þau hafa aldrei verið opnuð og rannsökuð í tengslum við glæpina sem þau tengjast. Vöruskemman tilheyrði lögreglunni í Detroit, ekki formleg geymsla undir sönnunargögn, og kom embættismönnum saksóknaraembættisins í opna skjöldu. Robert Spada, fulltrúi embættisins, var einn þeirra sem með var í för þegar sýnin uppgötvuðust en samkvæmt vitnispurði hans voru settin út um allt eins og hráviði, opnir gluggar voru á vöruskemmunni og fuglar flugu um. Eftir að yfirvöld hófu að rannsaka lífsýnin var hægt að bera kennsl á fjölda gerenda og hægt hefði verið að koma í veg fyrir frekari glæpi.Mynd/skjáskotÍ kjölfarið var ljóstrað upp um fjölmörg sambærileg tilfelli í nærri öllum fylkjum Bandaríkjanna þar sem möguleg sönnunargögn í nauðgunarmálum söfnuðu ryki án þess að þau kæmu að notum í rannsókn viðkomandi máls. Alls hafa fundist um 225 þúsund innsigluð lífsýni víða um Bandaríkin og telja stjórnvöld að þau geta verið allt að 400 þúsund. Þetta er inntakið í heimildarmyndinni I am Evidence sem frumsýnd var í Bandaríkjunum í gær. Myndin undirstrikar það hversu neðarlega kynbundið ofbeldi hefur verið á forgangslista lögreglu- og saksóknaraembætta í Bandaríkjunum. Hún er þá enn einn vitnisburðurinn um það kerfislega misrétti sem ríkir gagnvart konum, sér í lagi svörtum konum af lægri stétt.Kym Worthy, saksóknari í Wayne sýslu, hefur verið í forsvari í baráttunni fyrir því að lífsýnin verði rannsökuð.Mynd/skjáskotÍ kjölfar þessara uppljóstrana hefur fjöldi fólks barist fyrir því að þessi lífsýni verði tekin til rannsókna og málin sem þeim tengjast opnuð á nýjan leik. Mörg málanna jafnvel áratuga gömul. Kym Worthy, saksóknari í Wayne sýslu, hefur farið fyrir baráttunni í Detroit og er eitt andlita baráttunnar á landsvísu í Bandaríkjunum. Hún hefur náð þeim áfanga að láta rannsaka rúmlega 1600 lífsýni af þeim 11 þúsund sem fundust í Detroit. Afleiðing þess er að yfirvöld hafa getað borið kennsl á fjölda gerenda í áður óupplýstum málum. Þessi sömu lífssýni hafa þá komið upp í miðlægum gagnagrunnum og varpað ljósi á önnur óupplýst mál á landsvísu þar sem síbrotamenn hafa verið að verki. Í þeim tilfellum var það ekki óalgengt að gerandinn hélt áfram glæpum sínum eftir að lífssýni var tekið af fórnarlambi og sett í geymslu til að safna ryki.Heimildarmyndin I am Evidence er áhrifaríkur og átakamikill vitnisburður um kerfisbundið misrétti í Bandaríkjunum og enn ein áminningin um það hvernig samfélagið lítur undan í málum er varða kynbundið ofbeldi. Hún verður sýnd á Stöð 2 klukkan 22:20 í kvöld.
Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Sjá meira