Kenndin krukk í sköpunarverkið Halldór Björn Runólfsson skrifar 19. apríl 2018 07:00 Í flestum helstu trúarbrögðum heims eru guðirnir sagðir almáttugir, þó svo oftar en ekki komi annað í ljós við nákvæmari lestur hinna helgu rita. Alls konar ljón virðast vera í veginum fyrir framgangi boðorða almættisins, sleifarlag, gleymska og fljótaskrift, svo eitthvað sé nefnt. Almættinu mætti að þessu leyti líkja við stjórnsýsluna, það ætlar aldrei að koma ætlunarverkinu heillegu á koppinn. Þannig er einn hængur á sköpunarverkinu sem valdið hefur miklum látum síðustu vikurnar, blessuð forhúðin sem hylur getnaðarlim nýfæddra sveinbarna. Ef marka má fyrstu Mósebók, sautjánda kafla, gaf Drottinn sig sem oftar á tal við Abram, þá níutíu og níu ára gamlan öldunginn og bauð honum að umskera sig og allt karlkyns í sinni umsjá, frjálsborið sem og keypt frá útlöndum. Svo sem endranær var allt í boðhætti hjá almættinu: „Þú skalt,“ „Far þú,“ „Tak þú,“ og svo framvegis. Það duga engar refjar við Drottin enda tók Abram til óspilltra málanna og umskar sjálfan sig, Ísmael son sinn, þrettán ára gamlan, og alla aðra karla sína á einum degi. Í árdaga var greinilega ekkert pláss fyrir spurningar á borð við: „Hvers vegna?“, „Hver er tilgangurinn?“ eða: „Er ávinningurinn skaðans virði?“ Slíkar spurningar sem nú þykja sjálfsagðar og jafnvel nauðsynlegar jöðruðu á tímum Abrams við örgustu óhlýðni og guðlast. Nú er undirritaður ekki nógu vel að sér í fræðunum til að átta sig á hvers vegna sumt sem Drottinn sagði við Abram forðum daga er ennþá í heiðri haft en annað ekki. Sömuleiðis er lesandi fyrstu Mósebókar látinn einn um að geta sér til um það hvers vegna nafni Abrams var breytt í Abraham eftir að hann umskar sig. Hitt er víst að í sextánda kafla sömu fyrstu Mósebókar segir frá Söru, konu Abrahams, en hún hét Saraí áður er Abraham losaði sig við forhúðina. Saraí var óbyrja og ókát með það hlutskipti sem vonlegt er. Þá datt henni í hug það snjallræði að fá Abram, áttatíu og sex ára eiginmann sinn til að sænga hjá Hagar, egypskri ambátt sem hún átti, og eignast með henni soninn Ísmael. Þar sem Saraí var eigandi ambáttarinnar og eiginkona Abrams var hún sömuleiðis eigandi sonarins Ísmaels og var því loksins orðin hamingjusöm móðir á gamals aldri. Ekki fer milli mála hver átti hvað því Abram sagði Saraí í sama kafla Mósebókar að ambáttin Hagar væri á hennar valdi og hún mætti því fara með hana að vild sinni. Hvort framganga gömlu hjónanna þætti réttmæt á okkar tíma mælikvarða skal ósagt látið. Hitt fer ekki milli mála að boðorð Drottins um umskurn allra sveinbarna, átta daga gamalla, gilti jafnframt um allan aðkeyptan karlpening. Ólíkar siðvenjur þrælanna í millifótamálum létu Abraham og skyldmenni sig litlu varða. Í ljósi þessara tveggja kafla úr fyrstu Mósebók má spyrja hví sá siður að krukka í kynfæri hvítvoðunga hlaut varanlegan sess í sama samfélagi og kaus að losa sig við aðra jafnsjálfsagða og forneskjulega siðvenju; þrælahald með tilheyrandi aðgengi að framhjáhaldi, meðal annars í skyni staðgöngumæðrunar. Skyldi tungumálið hafa komið þar ófrjálsum mönnum til bjargar til að afhjúpa villimennsku verslunar með lifandi lýð? Slík gáfa gagnast lítt ómálga, átta daga sveinbarni. Sárir kveinstafir þess duga ekki enn til að hræra hjörtu einbeittra kuklara.Höfundur er listfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Sjá meira
Í flestum helstu trúarbrögðum heims eru guðirnir sagðir almáttugir, þó svo oftar en ekki komi annað í ljós við nákvæmari lestur hinna helgu rita. Alls konar ljón virðast vera í veginum fyrir framgangi boðorða almættisins, sleifarlag, gleymska og fljótaskrift, svo eitthvað sé nefnt. Almættinu mætti að þessu leyti líkja við stjórnsýsluna, það ætlar aldrei að koma ætlunarverkinu heillegu á koppinn. Þannig er einn hængur á sköpunarverkinu sem valdið hefur miklum látum síðustu vikurnar, blessuð forhúðin sem hylur getnaðarlim nýfæddra sveinbarna. Ef marka má fyrstu Mósebók, sautjánda kafla, gaf Drottinn sig sem oftar á tal við Abram, þá níutíu og níu ára gamlan öldunginn og bauð honum að umskera sig og allt karlkyns í sinni umsjá, frjálsborið sem og keypt frá útlöndum. Svo sem endranær var allt í boðhætti hjá almættinu: „Þú skalt,“ „Far þú,“ „Tak þú,“ og svo framvegis. Það duga engar refjar við Drottin enda tók Abram til óspilltra málanna og umskar sjálfan sig, Ísmael son sinn, þrettán ára gamlan, og alla aðra karla sína á einum degi. Í árdaga var greinilega ekkert pláss fyrir spurningar á borð við: „Hvers vegna?“, „Hver er tilgangurinn?“ eða: „Er ávinningurinn skaðans virði?“ Slíkar spurningar sem nú þykja sjálfsagðar og jafnvel nauðsynlegar jöðruðu á tímum Abrams við örgustu óhlýðni og guðlast. Nú er undirritaður ekki nógu vel að sér í fræðunum til að átta sig á hvers vegna sumt sem Drottinn sagði við Abram forðum daga er ennþá í heiðri haft en annað ekki. Sömuleiðis er lesandi fyrstu Mósebókar látinn einn um að geta sér til um það hvers vegna nafni Abrams var breytt í Abraham eftir að hann umskar sig. Hitt er víst að í sextánda kafla sömu fyrstu Mósebókar segir frá Söru, konu Abrahams, en hún hét Saraí áður er Abraham losaði sig við forhúðina. Saraí var óbyrja og ókát með það hlutskipti sem vonlegt er. Þá datt henni í hug það snjallræði að fá Abram, áttatíu og sex ára eiginmann sinn til að sænga hjá Hagar, egypskri ambátt sem hún átti, og eignast með henni soninn Ísmael. Þar sem Saraí var eigandi ambáttarinnar og eiginkona Abrams var hún sömuleiðis eigandi sonarins Ísmaels og var því loksins orðin hamingjusöm móðir á gamals aldri. Ekki fer milli mála hver átti hvað því Abram sagði Saraí í sama kafla Mósebókar að ambáttin Hagar væri á hennar valdi og hún mætti því fara með hana að vild sinni. Hvort framganga gömlu hjónanna þætti réttmæt á okkar tíma mælikvarða skal ósagt látið. Hitt fer ekki milli mála að boðorð Drottins um umskurn allra sveinbarna, átta daga gamalla, gilti jafnframt um allan aðkeyptan karlpening. Ólíkar siðvenjur þrælanna í millifótamálum létu Abraham og skyldmenni sig litlu varða. Í ljósi þessara tveggja kafla úr fyrstu Mósebók má spyrja hví sá siður að krukka í kynfæri hvítvoðunga hlaut varanlegan sess í sama samfélagi og kaus að losa sig við aðra jafnsjálfsagða og forneskjulega siðvenju; þrælahald með tilheyrandi aðgengi að framhjáhaldi, meðal annars í skyni staðgöngumæðrunar. Skyldi tungumálið hafa komið þar ófrjálsum mönnum til bjargar til að afhjúpa villimennsku verslunar með lifandi lýð? Slík gáfa gagnast lítt ómálga, átta daga sveinbarni. Sárir kveinstafir þess duga ekki enn til að hræra hjörtu einbeittra kuklara.Höfundur er listfræðingur
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun