Lífið

Jólatré varð páskatré hjá Yrsu

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Yrsa fékk hugmyndina að þessu uppátæki á Twitter
Yrsa fékk hugmyndina að þessu uppátæki á Twitter Mynd/Lilja Birgisdóttir
„Þetta var nú bara djók,“ segir Yrsa Sigurðardóttir metsölurithöfundur þegar hún er spurð út í páskatré sem hún birti á Twitter.

Yrsa var búin að vera mikið í útlöndum og hafði ekki haft tíma til þess að taka tréð niður. 

„Ég er eiginlega bara búin að vera meira og minna í útlöndum síðan um áramót og þessa fáu daga sem ég hef verið á landinu hef ég ekki alveg nennt að taka það niður. Svo var ég komin til þess að vera eitthvað og þá ætlaði ég að reyna að gera páskalegt og þá allt í einu rak ég augun í að þetta væri þarna enn þá og þetta var svona skítaredding,“ segir Yrsa.

Fékk hugmyndina á Twitter

Yrsa fékk hugmyndina að þessu páskatré á Twitter og segir að ekki allir á heimilinu séu hrifnir af trénu.

„Ég setti þetta eitthvað svona í gríni á Twitter að tréð væri þarna og þá var einhver sem var að mana mig í að gera þetta. Ég bara lét vaða. Það eru nú ekki allir hérna á heimilinu hrifnir af þessu. Manninum mínum finnst þetta óskapnaður, sem þetta náttúrulega er. Dóttur minni finnst þetta frekar fyndið bara. Þetta er allavega ekki hefð sem var að hefjast, næst tökum við tréð niður,“ segir Yrsa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×