Viðskipti erlent

Tæknirisar takast á

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Tim Cook, forstjóri Apple, og Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook.
Tim Cook, forstjóri Apple, og Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook. Vísir/Getty

Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook, segir það rangt að Facebook sé sama um notendur sína þó þeir borgi ekki fyrir þjónustuna. Var þetta svar við orðum sem Tim Cook, forstjóri Apple, lét falla í síðustu viku.

Cook sagði að það væri skerðing á friðhelgi einkalífsins að selja upplýsingar um einkalíf notenda. Aðspurður um hvað hann myndi gera væri hann Zuckerberg var svarið einfalt: „Ég myndi ekki vera í þessari stöðu.“

Facebook hefur mátt þola mikla gagnrýni upp á síðkastið eftir að í ljós kom að Cambridge Analytica, breskt greiningarfyrirtæki sem vann fyrir forsetaframboð Donalds Trump árið 2016, hafi komist yfir upplýsingar um fimmtíu milljónir notenda Facebook með óheimilum hætti. Svo virðist sem Facebook hafi vitað af svikunum frá árinu 2015 en ekki gengið á eftir því að gögnunum yrði eytt þar til erlendir fjölmiðlar bjuggu sig undir að birta umfjallanir um gögnin um miðjan mars á þessu ári.

Tim Cook hefur tvisvar tjáð sig opinberlega um málið.

„Ég tel að þetta tiltekna mál sé svo slæmt og stórt að líklega er þörf á einhverri vel ígrundaðri reglugerð,“ sagði Cook til að mynda á ráðstefnu í Peking þann 23. Mars.

„Að einhver geti vitað hvað þú hefur skoðað svo árum skiptir, hverjir þínir tengiliðir eru og hverjir tengiliðir þeiorra eru, hvað þér líkar eða mislíkar og öll smáatriði um líf þitt. Frá mínum bæjardyrum séð ætti það ekki að vera hægt.“

Einkalíf mannréttindi

Fimm dögum seinna, þann 28. mars var Cook aftur spurður út í málið í viðtali við MSNBC og Recode.

„Ég tel að bestu reglugerðirnar séu engar reglugerðir og sjálfskipaðar reglugerðir. Hins vegar tel ég að það dugi ekki í þessu tilviki,“ sagði hann þá.

„Við gætum grætt helling af peningum ef við gerðum gjaldmiðla úr notendum okkar, ef viðskiptavinir okkar væru vara. Við höfum valið að gera það ekki...Einkalíf er mannréttindi.“

Hagnað Apple má að mestu rekja til sölu á snjallsímum og spjaldtölvum og öðrum tölvubúnaði auk þess sem fyrirtækið býður viðskiptavinum upp á að geyma efni á vefnum. Hin stærstu tæknifyrirtækin, til dæmis Google, Twitter og Facebook sækja mestan hagnað sinn í auglýsingar sem sérsniðnar eru að notendum.


Mikilvægt að notendur fái ekki Stokkhólms heilkenni

Zuckerberg hefur áður sagt að hann sé opinn fyrir nýjum reglugerðum eftir Cambridge Analytica skandalinn. Hann segir það þó fjarri sanni að Facebook sé sama um notendur, þó að fyrirtækið styðjist að mestu leyti við auglýsingatekjur.

„Mér finnst þau rök, að ef þú ert ekki að borga einhverjum að þá sé okkur einhvern veginn sama um þig, mér finnst þau ekki halda vatni,“ sagði hann.

„Sannleikurinn er sá að ef þú vilt bjóða upp á þjónustu sem er aðgengileg öllum í heiminum þá eru margir sem hafa ekki efni á að borga.“

„Mér finnst mikilvægt að við fáum ekki öll Stokkhólms heilkenni og förum að leyfa fyrirtækjum sem rukka meira að sannfæra okkur um að þeim sé meira annt um þig, því það hljómar furðulega að mínu mati.“


Tengdar fréttir

Zuckerberg mislíkar minnisblað varaforseta

Forstjóri Facebook segist ósammála umdeildu minnisblaði eins varaforseta fyrirtækisins. Þar var því haldið fram að tilgangurinn helgaði meðalið. Vafasamir viðskiptahættir væru í lagi svo lengi sem þeir stuðluðu að vexti Facebook.

Facebook kynnir breytingar á gagnavernd

Facebook kynnti í dag ýmsar nýjunar á samfélagsmiðlinum sem eiga að auðvelda notendum hans að sjá og ná í gögn sem miðillinn hefur um þá.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
2,64
22
261.354
ICEAIR
1,56
9
81.326
REGINN
1,4
16
446.712
EIK
1
14
287.832
LEQ
1
2
1.000

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-3,16
10
134.290
SJOVA
-2,45
5
162.100
MAREL
-1,97
18
936.827
SIMINN
-1,66
6
156.170
FESTI
-1,5
6
255.290
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.