Golf

„Mastersmót“ fyrir konur á Augusta en Ólafía okkar má ekki að taka þátt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Getty

Augusta-völlurinn var lengi bara golfvöllur fyrir karlpeninginn þar sem konur máttu ekki spila en eitt af þessum síðustu karlavígum er nú loksins að falla.

Mastersmótið fer fram á vellinum ár hvert en það er fyrsta risamót ársins í karlagolfinu og einn stærsti viðburður golfársins.  

Nú fá konurnar loksins tækifæri til að keppa á þessum frábæra golfvelli sem ber nafnið Augusta National.

Frá og með næsta ári mun fara fram á vellinum Augusta National Women’s Amateur Championship en það verður spilað í vikunni á undan Mastersmótinu.

Þetta verður 54 holu mót og þar munu bestu áhugakylfingar heims taka þátt. Þátttakendur verða 72 talsins.Atvinnukylfingarnir mega hinsvegar ekki keppa á þessu móti og íslensku kylfingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir eru því ekki gjaldgengar.

Margar ungar og flottar golfkonur eru hinsvegar að koma upp í íslenska golfvorinu og hver veit nema einhver þeirra vinni sér keppnisrétt á þessu sögulega móti.

Augusta-völlurinn mun reyndar aðeins hýsa þriðja og síðasta hringinn þegar er búið að skera niður í 30 kylfinga úrslit. Fyrstu tveir dagarnir fara fram hjá Champions Retreat golfklúbbnum í Augusta.

Lokahringurinn á næsta ári mun fara fram laugardaginn 6.apríl 2019.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.