Lýðræði, Evrópa og ríkidæmi Þorvaldur Gylfason skrifar 5. apríl 2018 07:00 Menn greinir á um Evrópusambandið innan lands og utan. Það er eðlilegt þar eð sambandið er öðrum þræði pólitískt í eðli sínu, samband um frið í álfunni og virðingu fyrir lýðræði og mannréttindum. Ágreiningur um stjórnmál liggur í hlutarins eðli. Menn getur einnig greint á um efnahagshluta reynslunnar af ESB þar eð hagrænar vísbendingar um málið eru margslungnar. Sumir benda á að viðskipti innan ESB hafa glæðzt til muna til hagsbóta fyrir aðildarríkin eins og að var stefnt. Aðrir benda á að sameiginleg mynt 19 aðildarlanda af 28, evran, hefur sums staðar valdið vandræðum með því að svipta einstök evrulönd getunni til að fella gengi eigin gjaldmiðila með gamla laginu. Þeir segja: Sama gengi hentar ekki öllum. Enn aðrir segja: Sama örlæti gagnvart erlendum flóttamönnum og öðrum innflytjendum hentar ekki heldur öllum. Svíar sem telja 2% af mannfjölda ESB tóku á móti 160.000 flóttamönnum 2015. Ef öll aðildarlönd ESB hefðu tekið við sama fjölda flóttamanna í hlutfalli við mannfjölda hefði ESB tekið við átta milljónum flóttamanna á einu ári. Til viðmiðunar telja Svisslendingar röskar átta milljónir. Hvert ESB-land ræður því sjálft hversu mörgum innflytjendum það tekur við frá löndum utan ESB. Hvert ESB-land ræður því þó ekki hversu mörgum það tekur við frá öðrum ESB-löndum.Eigin forsendur Svíþjóð og Sviss, vel á minnzt. Byrjum á Svíum. Svíþjóð og Finnland eru náskyld lönd og nauðalík að flestu öðru leyti en því að Finnar tóku upp evruna um leið og færi gafst 1999 en Svíar ekki. Samt hefur efnahagsþróun beggja landa æ síðan verið áþekk í grófum dráttum. Svíar hafa haldið lítils háttar forskoti sínu á Finna mælt í þjóðartekjum á mann. Sama máli gegnir um Sviss og Austurríki. Austurríkismenn tóku upp evruna 1999 en Svisslendingar ekki. Svisslendingar eru jafnvel ekki aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) hvað þá að ESB eða evrunni. Eigi að síður hefur efnahagsþróun beggja landa verið áþekk frá aldamótum. Svisslendingar hafa haldið forskoti sínu á Austurríkismenn mælt í þjóðartekjum á mann. Sviss hefur lengið verið meðal allra ríkustu landa heims mælt í tekjum og eignum á mann. Af báðum þessum dæmum virðist mega ráða að aðild að ESB og evrusamstarfinu skiptir ekki öllu máli fyrir afkomu þjóða sé vel á málum haldið heima fyrir. Líku máli gegnir um Kanada og Bandaríkin. Efnahagur beggja landa hefur þróazt með áþekkum hætti undangenginn mannsaldur. Þetta er öðrum þræði hugsunin á bak við Brexit eða a.m.k. hugsun þeirra sem standa nú frammi fyrir útgöngu Breta úr ESB að ári. Hví skyldi Bretlandi ekki geta vegnað vel utan ESB á eigin forsendum líkt og Sviss og Kanada? Á móti kemur aðhald og hópefli sem ESB-aðild felur í sér. Hvort vegur þyngra er álitamál. Sviss í hjarta Evrópu Sviss er kapítuli út af fyrir sig. Landið er hlutlaust, stóð utan beggja heimsstyrjalda og gerðist ekki aðili að Sameinuðu þjóðunum fyrr en 2002. Landið stendur einnig utan efnahagsbandalaga að öðru leyti en því að Sviss er ásamt Íslandi, Noregi og Liechtenstein aðili að Fríverzlunarsamtökum Evrópu (EFTA). Sviss er einnig aðili að Alþjóðaviðskiptastofnunni (WTO) sem hefur það hlutverk að örva millilandaviðskipti. Svisslendingar hafa samið sérstaklega við ESB um viðskipti, umferð o.fl. enda er landið umlukið evrulöndum. Enginn sem fer um svæðið rekur sig á nokkurn mun sem máli skiptir að öðru leyti en því að Svisslendingar nota franka frekar en evrur. Sviss er Evrópuland Meira lýðræði, minni spilling Svisslendingar hafa einnig markað sér sérstöðu með beinu lýðræði við hlið fulltrúalýðræðis. Þeir ganga til þjóðaratkvæðis um stór mál og smá u.þ.b. fjórum sinnum á ári að jafnaði. Kjörnum fulltrúum stjórnmálaflokka á þingi eru því falin færri verkefni en ella væri. Stjórnmálamenn og flokkar eru eftir því minni fyrirferðar en annars staðar í álfunni. Hér kann að liggja hluti skýringarinnar á því hvers vegna spilling mælist mun minni í Sviss en í nálægum löndum. Í heimskönnun Gallups 2012 kom fram að 23% Svisslendinga töldu spillingu vera umtalsvert vandamál heima fyrir á móti 54% í Frakklandi, 58% í Þýzkalandi, 67% í Austurríki og 86% á Ítalíu. Transparency International tekur í sama streng og skipar Sviss í þriðja sæti listans yfir óspilltustu ríki heims 2017; aðeins Nýja-Sjáland og Danmörk fá hærri einkunn. Sviss stendur jafnfætis Finnlandi og Noregi á listanum og miklu framar en Frakkland, Þýzkaland, Austurríki og Ítalía Hingað heim Reynsla Svisslendinga virðist vitna um að lýðræði aftrar spillingu. Í þessu ljósi þarf að skoða ákvæði nýju stjórnarskrárinnar um beint lýðræði með auknu vægi þjóðaratkvæðagreiðslna hér heima og andstöðu margra stjórnmálamanna við að staðfesta stjórnarskrána sem 67% kjósenda lýstu sig samþykka í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Nýju stjórnarskránni er beinlínis ætlað að minnka vægi stjórnmálamanna og flokka og draga m.a. þannig úr spillingu að svissneskri fyrirmynd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Menn greinir á um Evrópusambandið innan lands og utan. Það er eðlilegt þar eð sambandið er öðrum þræði pólitískt í eðli sínu, samband um frið í álfunni og virðingu fyrir lýðræði og mannréttindum. Ágreiningur um stjórnmál liggur í hlutarins eðli. Menn getur einnig greint á um efnahagshluta reynslunnar af ESB þar eð hagrænar vísbendingar um málið eru margslungnar. Sumir benda á að viðskipti innan ESB hafa glæðzt til muna til hagsbóta fyrir aðildarríkin eins og að var stefnt. Aðrir benda á að sameiginleg mynt 19 aðildarlanda af 28, evran, hefur sums staðar valdið vandræðum með því að svipta einstök evrulönd getunni til að fella gengi eigin gjaldmiðila með gamla laginu. Þeir segja: Sama gengi hentar ekki öllum. Enn aðrir segja: Sama örlæti gagnvart erlendum flóttamönnum og öðrum innflytjendum hentar ekki heldur öllum. Svíar sem telja 2% af mannfjölda ESB tóku á móti 160.000 flóttamönnum 2015. Ef öll aðildarlönd ESB hefðu tekið við sama fjölda flóttamanna í hlutfalli við mannfjölda hefði ESB tekið við átta milljónum flóttamanna á einu ári. Til viðmiðunar telja Svisslendingar röskar átta milljónir. Hvert ESB-land ræður því sjálft hversu mörgum innflytjendum það tekur við frá löndum utan ESB. Hvert ESB-land ræður því þó ekki hversu mörgum það tekur við frá öðrum ESB-löndum.Eigin forsendur Svíþjóð og Sviss, vel á minnzt. Byrjum á Svíum. Svíþjóð og Finnland eru náskyld lönd og nauðalík að flestu öðru leyti en því að Finnar tóku upp evruna um leið og færi gafst 1999 en Svíar ekki. Samt hefur efnahagsþróun beggja landa æ síðan verið áþekk í grófum dráttum. Svíar hafa haldið lítils háttar forskoti sínu á Finna mælt í þjóðartekjum á mann. Sama máli gegnir um Sviss og Austurríki. Austurríkismenn tóku upp evruna 1999 en Svisslendingar ekki. Svisslendingar eru jafnvel ekki aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) hvað þá að ESB eða evrunni. Eigi að síður hefur efnahagsþróun beggja landa verið áþekk frá aldamótum. Svisslendingar hafa haldið forskoti sínu á Austurríkismenn mælt í þjóðartekjum á mann. Sviss hefur lengið verið meðal allra ríkustu landa heims mælt í tekjum og eignum á mann. Af báðum þessum dæmum virðist mega ráða að aðild að ESB og evrusamstarfinu skiptir ekki öllu máli fyrir afkomu þjóða sé vel á málum haldið heima fyrir. Líku máli gegnir um Kanada og Bandaríkin. Efnahagur beggja landa hefur þróazt með áþekkum hætti undangenginn mannsaldur. Þetta er öðrum þræði hugsunin á bak við Brexit eða a.m.k. hugsun þeirra sem standa nú frammi fyrir útgöngu Breta úr ESB að ári. Hví skyldi Bretlandi ekki geta vegnað vel utan ESB á eigin forsendum líkt og Sviss og Kanada? Á móti kemur aðhald og hópefli sem ESB-aðild felur í sér. Hvort vegur þyngra er álitamál. Sviss í hjarta Evrópu Sviss er kapítuli út af fyrir sig. Landið er hlutlaust, stóð utan beggja heimsstyrjalda og gerðist ekki aðili að Sameinuðu þjóðunum fyrr en 2002. Landið stendur einnig utan efnahagsbandalaga að öðru leyti en því að Sviss er ásamt Íslandi, Noregi og Liechtenstein aðili að Fríverzlunarsamtökum Evrópu (EFTA). Sviss er einnig aðili að Alþjóðaviðskiptastofnunni (WTO) sem hefur það hlutverk að örva millilandaviðskipti. Svisslendingar hafa samið sérstaklega við ESB um viðskipti, umferð o.fl. enda er landið umlukið evrulöndum. Enginn sem fer um svæðið rekur sig á nokkurn mun sem máli skiptir að öðru leyti en því að Svisslendingar nota franka frekar en evrur. Sviss er Evrópuland Meira lýðræði, minni spilling Svisslendingar hafa einnig markað sér sérstöðu með beinu lýðræði við hlið fulltrúalýðræðis. Þeir ganga til þjóðaratkvæðis um stór mál og smá u.þ.b. fjórum sinnum á ári að jafnaði. Kjörnum fulltrúum stjórnmálaflokka á þingi eru því falin færri verkefni en ella væri. Stjórnmálamenn og flokkar eru eftir því minni fyrirferðar en annars staðar í álfunni. Hér kann að liggja hluti skýringarinnar á því hvers vegna spilling mælist mun minni í Sviss en í nálægum löndum. Í heimskönnun Gallups 2012 kom fram að 23% Svisslendinga töldu spillingu vera umtalsvert vandamál heima fyrir á móti 54% í Frakklandi, 58% í Þýzkalandi, 67% í Austurríki og 86% á Ítalíu. Transparency International tekur í sama streng og skipar Sviss í þriðja sæti listans yfir óspilltustu ríki heims 2017; aðeins Nýja-Sjáland og Danmörk fá hærri einkunn. Sviss stendur jafnfætis Finnlandi og Noregi á listanum og miklu framar en Frakkland, Þýzkaland, Austurríki og Ítalía Hingað heim Reynsla Svisslendinga virðist vitna um að lýðræði aftrar spillingu. Í þessu ljósi þarf að skoða ákvæði nýju stjórnarskrárinnar um beint lýðræði með auknu vægi þjóðaratkvæðagreiðslna hér heima og andstöðu margra stjórnmálamanna við að staðfesta stjórnarskrána sem 67% kjósenda lýstu sig samþykka í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Nýju stjórnarskránni er beinlínis ætlað að minnka vægi stjórnmálamanna og flokka og draga m.a. þannig úr spillingu að svissneskri fyrirmynd.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun