Fjármálaáætlun einkennist af óhóflegri bjartsýni að mati sérfræðinga Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. apríl 2018 13:00 Frá kynningu fjármálaráðherra í gær. Vísir/Egill Sá áfgangur á rekstri ríkissjóðs sem gert er ráð fyrir í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er of lítill og lítið má út af bregða svo ríkissjóður lendi ekki í vanda og grípa þurfi til niðurskurðar. Þetta er mat hagfræðinga Samtaka atvinnulífsins og viðskiptaráðs. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að forsendur áætlunarinnar séu hæpnar. Áfram er aðeins er gert ráð fyrir að afgangur á fjárlögum verði eitt prósent af landsframleiðslu á næsta ári samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í gær. Það þýðir að afgangurinn verður 25-29 milljarðar króna.Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.„Það er ansi lítið eins og við bentum á í umsögn okkar um fjármálastefnuna og ekki nóg með það þá eru forsendur þessa ansi hæpnar. Það er gert ráð fyrir ansi góðum tímum á næstu árum og stöðugleika sem óljóst er hvort að muni standast. Ef við horfum aftur í tímann þá hefur það ekki gengið, sögulega séð. Þannig að við erum að horfa upp á bestu mögulegu aðstæður og það er verið áfram að gera ráð fyrir þeim næstu fimm árin,“ segir Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Ásdís Kristjánsdóttir forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins.SAÁsdís Kristjánsdóttir aðalhagfræðingur Samtaka atvinnulífsins tekur í sama streng og segir að fjarmálaáætlunin einkennist af bjartsýni. „Við sjáum bara ef við berum þetta saman við aðra niðursveiflu þá má lítið út af bregða. Ef það verður hér minni hagvöxtur á komandi árum þá getum við hæglega séð afganginn hverfa og jafnvel breytast í halla,“ segir Ásdís. Ríkisstjórn sem var mynduð á grunni loforða um aukin ríkisútgjöld Þótt ríkissjóður megi aldrei skila halla yfir 2,5 prósentum af landsframleiðslu samkvæmt lögum um opinber fjármál er ríkisstjórninni skylt að láta fjármálaáætlun fylgja fjármálastefnunni samkvæmt þessum sömu lögum. Í fjármálastefnunni sem Alþingi hafði áður samþykkt var gert ráð fyrir afgangi upp á 1 prósent. Fjármálaráð gagnrýndi síðustu fjármálaætlun fyrir það að hún væri alveg við gólf stefnunnar. Ljóst er að ríkisstjórnin hefur ekki tekið þá gagnrýni alvarlega en segja má að hún sé að fylgja eigin stefnu samkvæmt stjórnarsáttmála því hún var í raun mynduð á grunni loforða um aukin ríkisútgjöld. Var þá helst vísað til fjárfestingar í innviðum og aukinna útgjalda til velferðar- og menntamála. Konráð Guðjónsson hagfræðingur Viðskiptaráðs segir að meiri afgangur í fjármáláætlun hefði betur verið til þess fallin að mæta sveiflum í hagvaxtarspánni. Hætt er við því að grípa þurfi til niðurskurðar ef spárnar rætist ekki. „Við bentum á í okkar umsögn um fjármálastefnuna að þetta væri óhóflega bjartsýnt. Það er verið að gera ráð fyrir efnahagsþróun sem við getum látið okkur dreyma um. Hún kannski rætist en það væri miklu betra ef ríkið myndi hafa vaðið meira fyrir neðan sig ef eitthvað bregður út af,“ segir Konráð. Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Sá áfgangur á rekstri ríkissjóðs sem gert er ráð fyrir í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er of lítill og lítið má út af bregða svo ríkissjóður lendi ekki í vanda og grípa þurfi til niðurskurðar. Þetta er mat hagfræðinga Samtaka atvinnulífsins og viðskiptaráðs. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að forsendur áætlunarinnar séu hæpnar. Áfram er aðeins er gert ráð fyrir að afgangur á fjárlögum verði eitt prósent af landsframleiðslu á næsta ári samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í gær. Það þýðir að afgangurinn verður 25-29 milljarðar króna.Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.„Það er ansi lítið eins og við bentum á í umsögn okkar um fjármálastefnuna og ekki nóg með það þá eru forsendur þessa ansi hæpnar. Það er gert ráð fyrir ansi góðum tímum á næstu árum og stöðugleika sem óljóst er hvort að muni standast. Ef við horfum aftur í tímann þá hefur það ekki gengið, sögulega séð. Þannig að við erum að horfa upp á bestu mögulegu aðstæður og það er verið áfram að gera ráð fyrir þeim næstu fimm árin,“ segir Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Ásdís Kristjánsdóttir forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins.SAÁsdís Kristjánsdóttir aðalhagfræðingur Samtaka atvinnulífsins tekur í sama streng og segir að fjarmálaáætlunin einkennist af bjartsýni. „Við sjáum bara ef við berum þetta saman við aðra niðursveiflu þá má lítið út af bregða. Ef það verður hér minni hagvöxtur á komandi árum þá getum við hæglega séð afganginn hverfa og jafnvel breytast í halla,“ segir Ásdís. Ríkisstjórn sem var mynduð á grunni loforða um aukin ríkisútgjöld Þótt ríkissjóður megi aldrei skila halla yfir 2,5 prósentum af landsframleiðslu samkvæmt lögum um opinber fjármál er ríkisstjórninni skylt að láta fjármálaáætlun fylgja fjármálastefnunni samkvæmt þessum sömu lögum. Í fjármálastefnunni sem Alþingi hafði áður samþykkt var gert ráð fyrir afgangi upp á 1 prósent. Fjármálaráð gagnrýndi síðustu fjármálaætlun fyrir það að hún væri alveg við gólf stefnunnar. Ljóst er að ríkisstjórnin hefur ekki tekið þá gagnrýni alvarlega en segja má að hún sé að fylgja eigin stefnu samkvæmt stjórnarsáttmála því hún var í raun mynduð á grunni loforða um aukin ríkisútgjöld. Var þá helst vísað til fjárfestingar í innviðum og aukinna útgjalda til velferðar- og menntamála. Konráð Guðjónsson hagfræðingur Viðskiptaráðs segir að meiri afgangur í fjármáláætlun hefði betur verið til þess fallin að mæta sveiflum í hagvaxtarspánni. Hætt er við því að grípa þurfi til niðurskurðar ef spárnar rætist ekki. „Við bentum á í okkar umsögn um fjármálastefnuna að þetta væri óhóflega bjartsýnt. Það er verið að gera ráð fyrir efnahagsþróun sem við getum látið okkur dreyma um. Hún kannski rætist en það væri miklu betra ef ríkið myndi hafa vaðið meira fyrir neðan sig ef eitthvað bregður út af,“ segir Konráð.
Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira