Fjármálaáætlun einkennist af óhóflegri bjartsýni að mati sérfræðinga Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. apríl 2018 13:00 Frá kynningu fjármálaráðherra í gær. Vísir/Egill Sá áfgangur á rekstri ríkissjóðs sem gert er ráð fyrir í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er of lítill og lítið má út af bregða svo ríkissjóður lendi ekki í vanda og grípa þurfi til niðurskurðar. Þetta er mat hagfræðinga Samtaka atvinnulífsins og viðskiptaráðs. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að forsendur áætlunarinnar séu hæpnar. Áfram er aðeins er gert ráð fyrir að afgangur á fjárlögum verði eitt prósent af landsframleiðslu á næsta ári samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í gær. Það þýðir að afgangurinn verður 25-29 milljarðar króna.Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.„Það er ansi lítið eins og við bentum á í umsögn okkar um fjármálastefnuna og ekki nóg með það þá eru forsendur þessa ansi hæpnar. Það er gert ráð fyrir ansi góðum tímum á næstu árum og stöðugleika sem óljóst er hvort að muni standast. Ef við horfum aftur í tímann þá hefur það ekki gengið, sögulega séð. Þannig að við erum að horfa upp á bestu mögulegu aðstæður og það er verið áfram að gera ráð fyrir þeim næstu fimm árin,“ segir Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Ásdís Kristjánsdóttir forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins.SAÁsdís Kristjánsdóttir aðalhagfræðingur Samtaka atvinnulífsins tekur í sama streng og segir að fjarmálaáætlunin einkennist af bjartsýni. „Við sjáum bara ef við berum þetta saman við aðra niðursveiflu þá má lítið út af bregða. Ef það verður hér minni hagvöxtur á komandi árum þá getum við hæglega séð afganginn hverfa og jafnvel breytast í halla,“ segir Ásdís. Ríkisstjórn sem var mynduð á grunni loforða um aukin ríkisútgjöld Þótt ríkissjóður megi aldrei skila halla yfir 2,5 prósentum af landsframleiðslu samkvæmt lögum um opinber fjármál er ríkisstjórninni skylt að láta fjármálaáætlun fylgja fjármálastefnunni samkvæmt þessum sömu lögum. Í fjármálastefnunni sem Alþingi hafði áður samþykkt var gert ráð fyrir afgangi upp á 1 prósent. Fjármálaráð gagnrýndi síðustu fjármálaætlun fyrir það að hún væri alveg við gólf stefnunnar. Ljóst er að ríkisstjórnin hefur ekki tekið þá gagnrýni alvarlega en segja má að hún sé að fylgja eigin stefnu samkvæmt stjórnarsáttmála því hún var í raun mynduð á grunni loforða um aukin ríkisútgjöld. Var þá helst vísað til fjárfestingar í innviðum og aukinna útgjalda til velferðar- og menntamála. Konráð Guðjónsson hagfræðingur Viðskiptaráðs segir að meiri afgangur í fjármáláætlun hefði betur verið til þess fallin að mæta sveiflum í hagvaxtarspánni. Hætt er við því að grípa þurfi til niðurskurðar ef spárnar rætist ekki. „Við bentum á í okkar umsögn um fjármálastefnuna að þetta væri óhóflega bjartsýnt. Það er verið að gera ráð fyrir efnahagsþróun sem við getum látið okkur dreyma um. Hún kannski rætist en það væri miklu betra ef ríkið myndi hafa vaðið meira fyrir neðan sig ef eitthvað bregður út af,“ segir Konráð. Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Sá áfgangur á rekstri ríkissjóðs sem gert er ráð fyrir í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er of lítill og lítið má út af bregða svo ríkissjóður lendi ekki í vanda og grípa þurfi til niðurskurðar. Þetta er mat hagfræðinga Samtaka atvinnulífsins og viðskiptaráðs. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að forsendur áætlunarinnar séu hæpnar. Áfram er aðeins er gert ráð fyrir að afgangur á fjárlögum verði eitt prósent af landsframleiðslu á næsta ári samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í gær. Það þýðir að afgangurinn verður 25-29 milljarðar króna.Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.„Það er ansi lítið eins og við bentum á í umsögn okkar um fjármálastefnuna og ekki nóg með það þá eru forsendur þessa ansi hæpnar. Það er gert ráð fyrir ansi góðum tímum á næstu árum og stöðugleika sem óljóst er hvort að muni standast. Ef við horfum aftur í tímann þá hefur það ekki gengið, sögulega séð. Þannig að við erum að horfa upp á bestu mögulegu aðstæður og það er verið áfram að gera ráð fyrir þeim næstu fimm árin,“ segir Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Ásdís Kristjánsdóttir forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins.SAÁsdís Kristjánsdóttir aðalhagfræðingur Samtaka atvinnulífsins tekur í sama streng og segir að fjarmálaáætlunin einkennist af bjartsýni. „Við sjáum bara ef við berum þetta saman við aðra niðursveiflu þá má lítið út af bregða. Ef það verður hér minni hagvöxtur á komandi árum þá getum við hæglega séð afganginn hverfa og jafnvel breytast í halla,“ segir Ásdís. Ríkisstjórn sem var mynduð á grunni loforða um aukin ríkisútgjöld Þótt ríkissjóður megi aldrei skila halla yfir 2,5 prósentum af landsframleiðslu samkvæmt lögum um opinber fjármál er ríkisstjórninni skylt að láta fjármálaáætlun fylgja fjármálastefnunni samkvæmt þessum sömu lögum. Í fjármálastefnunni sem Alþingi hafði áður samþykkt var gert ráð fyrir afgangi upp á 1 prósent. Fjármálaráð gagnrýndi síðustu fjármálaætlun fyrir það að hún væri alveg við gólf stefnunnar. Ljóst er að ríkisstjórnin hefur ekki tekið þá gagnrýni alvarlega en segja má að hún sé að fylgja eigin stefnu samkvæmt stjórnarsáttmála því hún var í raun mynduð á grunni loforða um aukin ríkisútgjöld. Var þá helst vísað til fjárfestingar í innviðum og aukinna útgjalda til velferðar- og menntamála. Konráð Guðjónsson hagfræðingur Viðskiptaráðs segir að meiri afgangur í fjármáláætlun hefði betur verið til þess fallin að mæta sveiflum í hagvaxtarspánni. Hætt er við því að grípa þurfi til niðurskurðar ef spárnar rætist ekki. „Við bentum á í okkar umsögn um fjármálastefnuna að þetta væri óhóflega bjartsýnt. Það er verið að gera ráð fyrir efnahagsþróun sem við getum látið okkur dreyma um. Hún kannski rætist en það væri miklu betra ef ríkið myndi hafa vaðið meira fyrir neðan sig ef eitthvað bregður út af,“ segir Konráð.
Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira