Fjármálaáætlun einkennist af óhóflegri bjartsýni að mati sérfræðinga Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. apríl 2018 13:00 Frá kynningu fjármálaráðherra í gær. Vísir/Egill Sá áfgangur á rekstri ríkissjóðs sem gert er ráð fyrir í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er of lítill og lítið má út af bregða svo ríkissjóður lendi ekki í vanda og grípa þurfi til niðurskurðar. Þetta er mat hagfræðinga Samtaka atvinnulífsins og viðskiptaráðs. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að forsendur áætlunarinnar séu hæpnar. Áfram er aðeins er gert ráð fyrir að afgangur á fjárlögum verði eitt prósent af landsframleiðslu á næsta ári samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í gær. Það þýðir að afgangurinn verður 25-29 milljarðar króna.Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.„Það er ansi lítið eins og við bentum á í umsögn okkar um fjármálastefnuna og ekki nóg með það þá eru forsendur þessa ansi hæpnar. Það er gert ráð fyrir ansi góðum tímum á næstu árum og stöðugleika sem óljóst er hvort að muni standast. Ef við horfum aftur í tímann þá hefur það ekki gengið, sögulega séð. Þannig að við erum að horfa upp á bestu mögulegu aðstæður og það er verið áfram að gera ráð fyrir þeim næstu fimm árin,“ segir Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Ásdís Kristjánsdóttir forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins.SAÁsdís Kristjánsdóttir aðalhagfræðingur Samtaka atvinnulífsins tekur í sama streng og segir að fjarmálaáætlunin einkennist af bjartsýni. „Við sjáum bara ef við berum þetta saman við aðra niðursveiflu þá má lítið út af bregða. Ef það verður hér minni hagvöxtur á komandi árum þá getum við hæglega séð afganginn hverfa og jafnvel breytast í halla,“ segir Ásdís. Ríkisstjórn sem var mynduð á grunni loforða um aukin ríkisútgjöld Þótt ríkissjóður megi aldrei skila halla yfir 2,5 prósentum af landsframleiðslu samkvæmt lögum um opinber fjármál er ríkisstjórninni skylt að láta fjármálaáætlun fylgja fjármálastefnunni samkvæmt þessum sömu lögum. Í fjármálastefnunni sem Alþingi hafði áður samþykkt var gert ráð fyrir afgangi upp á 1 prósent. Fjármálaráð gagnrýndi síðustu fjármálaætlun fyrir það að hún væri alveg við gólf stefnunnar. Ljóst er að ríkisstjórnin hefur ekki tekið þá gagnrýni alvarlega en segja má að hún sé að fylgja eigin stefnu samkvæmt stjórnarsáttmála því hún var í raun mynduð á grunni loforða um aukin ríkisútgjöld. Var þá helst vísað til fjárfestingar í innviðum og aukinna útgjalda til velferðar- og menntamála. Konráð Guðjónsson hagfræðingur Viðskiptaráðs segir að meiri afgangur í fjármáláætlun hefði betur verið til þess fallin að mæta sveiflum í hagvaxtarspánni. Hætt er við því að grípa þurfi til niðurskurðar ef spárnar rætist ekki. „Við bentum á í okkar umsögn um fjármálastefnuna að þetta væri óhóflega bjartsýnt. Það er verið að gera ráð fyrir efnahagsþróun sem við getum látið okkur dreyma um. Hún kannski rætist en það væri miklu betra ef ríkið myndi hafa vaðið meira fyrir neðan sig ef eitthvað bregður út af,“ segir Konráð. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Sá áfgangur á rekstri ríkissjóðs sem gert er ráð fyrir í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er of lítill og lítið má út af bregða svo ríkissjóður lendi ekki í vanda og grípa þurfi til niðurskurðar. Þetta er mat hagfræðinga Samtaka atvinnulífsins og viðskiptaráðs. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að forsendur áætlunarinnar séu hæpnar. Áfram er aðeins er gert ráð fyrir að afgangur á fjárlögum verði eitt prósent af landsframleiðslu á næsta ári samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í gær. Það þýðir að afgangurinn verður 25-29 milljarðar króna.Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.„Það er ansi lítið eins og við bentum á í umsögn okkar um fjármálastefnuna og ekki nóg með það þá eru forsendur þessa ansi hæpnar. Það er gert ráð fyrir ansi góðum tímum á næstu árum og stöðugleika sem óljóst er hvort að muni standast. Ef við horfum aftur í tímann þá hefur það ekki gengið, sögulega séð. Þannig að við erum að horfa upp á bestu mögulegu aðstæður og það er verið áfram að gera ráð fyrir þeim næstu fimm árin,“ segir Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Ásdís Kristjánsdóttir forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins.SAÁsdís Kristjánsdóttir aðalhagfræðingur Samtaka atvinnulífsins tekur í sama streng og segir að fjarmálaáætlunin einkennist af bjartsýni. „Við sjáum bara ef við berum þetta saman við aðra niðursveiflu þá má lítið út af bregða. Ef það verður hér minni hagvöxtur á komandi árum þá getum við hæglega séð afganginn hverfa og jafnvel breytast í halla,“ segir Ásdís. Ríkisstjórn sem var mynduð á grunni loforða um aukin ríkisútgjöld Þótt ríkissjóður megi aldrei skila halla yfir 2,5 prósentum af landsframleiðslu samkvæmt lögum um opinber fjármál er ríkisstjórninni skylt að láta fjármálaáætlun fylgja fjármálastefnunni samkvæmt þessum sömu lögum. Í fjármálastefnunni sem Alþingi hafði áður samþykkt var gert ráð fyrir afgangi upp á 1 prósent. Fjármálaráð gagnrýndi síðustu fjármálaætlun fyrir það að hún væri alveg við gólf stefnunnar. Ljóst er að ríkisstjórnin hefur ekki tekið þá gagnrýni alvarlega en segja má að hún sé að fylgja eigin stefnu samkvæmt stjórnarsáttmála því hún var í raun mynduð á grunni loforða um aukin ríkisútgjöld. Var þá helst vísað til fjárfestingar í innviðum og aukinna útgjalda til velferðar- og menntamála. Konráð Guðjónsson hagfræðingur Viðskiptaráðs segir að meiri afgangur í fjármáláætlun hefði betur verið til þess fallin að mæta sveiflum í hagvaxtarspánni. Hætt er við því að grípa þurfi til niðurskurðar ef spárnar rætist ekki. „Við bentum á í okkar umsögn um fjármálastefnuna að þetta væri óhóflega bjartsýnt. Það er verið að gera ráð fyrir efnahagsþróun sem við getum látið okkur dreyma um. Hún kannski rætist en það væri miklu betra ef ríkið myndi hafa vaðið meira fyrir neðan sig ef eitthvað bregður út af,“ segir Konráð.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira