Formúla 1

Fimm sæta refsing á Hamilton

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hamilton getur ekki byrjað ofar en í 6. sæti í rásröðinni á morgun
Hamilton getur ekki byrjað ofar en í 6. sæti í rásröðinni á morgun Getty

Lewis Hamilton fær fimm sæta refsingu þegar kappaksturinn í Barein verður ræstur af stað á morgun vegna skipta á gírkassa.

Regluverk Formúlu 1 segir að sami gírkassin verði að vera notaður í sex keppnum í röð. Gírkassinn í bíl Hamilton bilaði í fyrsta kappakstri ársins í Ástralíu og Mercedes náði ekki að laga kassann heldur þurfti að skipta honum alfarið út.Hamilton, sem er ríkjandi heimsmeistari, var í nokkrum vandræðum á æfingum í Barein í gær og nú verður verkefnið enn erfiðara á sunnudag. Hamilton mun ekki verða ofar en sjötti í rásröðinni vegna refsingarinnar, jafnvel þó hann nái bestum tíma í tímatökunni.

Tímatakan hefst klukkan 15:00 í dag og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.