Gamlir skreiðarhjallar öðlast nýtt líf með stórþorskinum Kristján Már Unnarsson skrifar 5. apríl 2018 20:30 Starfsmenn FISK, þeir Árni Grétarsson og Hrólfur Þeyr Þorrason, staðgengill verkstjóra. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Gamlir skreiðarhjallar, sem staðið höfðu ónotaðir árum saman á Sauðárkróki, hafa öðlast líf að nýju, þökk sé óvenju stórum þorski. Svo stórir eru þorskhausarnir að þurrkverksmiðjan ræður ekki við þá og því þarf að hengja þá upp með gamla laginu. Frá þessu var sagt í fréttum Stöðvar 2. Eldri kynslóðir muna þann tíma þegar skreiðarhjallar settu svip sinn á sjávarbyggðir hringinn í kringum landið. En svo hurfu þeir flestir. Menn eru þó ekki alveg hættir að nýta hjallana. Á Sauðárkróki hafa menn verið að hengja upp þorskhausa undanfarnar vikur.Þorskhausarnir hengdir upp á Sauðárkróki.Stöð 2/Arnar HalldórssonÞar hittum við nokkra starfsmenn FISK Seafood en þeir segjast hafa byrjað að hengja upp í byrjun marsmánaðar. Við drögum tvo þeirra í viðtal, þá Árna Grétarsson og Hrólf Þey Þorrason. Árni segist hafa hengt upp í gamla daga en Hrólfur segist vera að gera þetta í fyrsta sinn. Tilgangurinn er að þurrka hausana og það tekur sinn tíma utanhúss; þrjá og hálfan mánuð, segir Árni. Hausarnir verða seldir til Nígeríu. En er einhver sala í þessu? „Já, brjáluð sala alveg. Það er svo mikið prótein í þessu,“ svarar Árni. Þorskhausarnir verða tilbúnir fyrir Nígeríumarkað eftir þrjá og hálfan mánuð.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En núna er komin ný tækni og nýjar og fljótlegri aðferðir, eins og með fiskþurrkunarhúsinu við hliðina, sem tekið var í notkun fyrir fjórum árum. Með inniþurrkun hefur orðið mikil þróun og tæknibylting, segir Hrólfur. Tæknin hefur þó ekki alveg náð að útrýma gömlu aðferðinni. Á Króknum segjast þeir síðast hafa hengt upp utanhúss fyrir þremur árum. „Þetta eru sem sagt hausar sem við getum ekki þurrkað inni. Þeir eru of stórir. Þeim var hent áður en núna hengjum við þá út til að nýta þá,“ segir Hrólfur. Karlarnir geta því þakkað það stórum þorski að fá tilbreytingu með útivinnu. En er þetta gaman að standa í þessu? „Jú, jú. Skemmtilegt að fara út,“ svarar Árni. „Svona eftir veðri kannski,“ bætir Hrólfur við. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Mest lesið Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Sjá meira
Gamlir skreiðarhjallar, sem staðið höfðu ónotaðir árum saman á Sauðárkróki, hafa öðlast líf að nýju, þökk sé óvenju stórum þorski. Svo stórir eru þorskhausarnir að þurrkverksmiðjan ræður ekki við þá og því þarf að hengja þá upp með gamla laginu. Frá þessu var sagt í fréttum Stöðvar 2. Eldri kynslóðir muna þann tíma þegar skreiðarhjallar settu svip sinn á sjávarbyggðir hringinn í kringum landið. En svo hurfu þeir flestir. Menn eru þó ekki alveg hættir að nýta hjallana. Á Sauðárkróki hafa menn verið að hengja upp þorskhausa undanfarnar vikur.Þorskhausarnir hengdir upp á Sauðárkróki.Stöð 2/Arnar HalldórssonÞar hittum við nokkra starfsmenn FISK Seafood en þeir segjast hafa byrjað að hengja upp í byrjun marsmánaðar. Við drögum tvo þeirra í viðtal, þá Árna Grétarsson og Hrólf Þey Þorrason. Árni segist hafa hengt upp í gamla daga en Hrólfur segist vera að gera þetta í fyrsta sinn. Tilgangurinn er að þurrka hausana og það tekur sinn tíma utanhúss; þrjá og hálfan mánuð, segir Árni. Hausarnir verða seldir til Nígeríu. En er einhver sala í þessu? „Já, brjáluð sala alveg. Það er svo mikið prótein í þessu,“ svarar Árni. Þorskhausarnir verða tilbúnir fyrir Nígeríumarkað eftir þrjá og hálfan mánuð.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En núna er komin ný tækni og nýjar og fljótlegri aðferðir, eins og með fiskþurrkunarhúsinu við hliðina, sem tekið var í notkun fyrir fjórum árum. Með inniþurrkun hefur orðið mikil þróun og tæknibylting, segir Hrólfur. Tæknin hefur þó ekki alveg náð að útrýma gömlu aðferðinni. Á Króknum segjast þeir síðast hafa hengt upp utanhúss fyrir þremur árum. „Þetta eru sem sagt hausar sem við getum ekki þurrkað inni. Þeir eru of stórir. Þeim var hent áður en núna hengjum við þá út til að nýta þá,“ segir Hrólfur. Karlarnir geta því þakkað það stórum þorski að fá tilbreytingu með útivinnu. En er þetta gaman að standa í þessu? „Jú, jú. Skemmtilegt að fara út,“ svarar Árni. „Svona eftir veðri kannski,“ bætir Hrólfur við. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Mest lesið Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Sjá meira