Hvað varð um fjórfrelsið? Agnar Tómas Möller skrifar 21. mars 2018 13:30 Á fundi í kjölfar vaxtaákvörðunar þann 7. mars síðastliðinn, svaraði Már Guðmundsson seðlabankastjóri, þeim gagnrýnisröddum sem beinst hafa að innflæðishöftum Seðlabankans og færði fram ýmis rök þeim til stuðnings. Þar dró seðlabankastjóri meðal annars fram myndir af ýmsum skammtíma vaxtamælikvörðum því til rökstuðnings að markaðsvextir hefðu vel fylgt vaxtalækkunum Seðlabankans. Vaxtaleiðni vaxta bankans þyrfti að vísu að vera verulega stífluð til að svo væri ekki. Aftur á móti dró seðlabankastjóri ekki fram myndir af langtímavöxtum enda hafa fastir vextir íbúðalána banka og lífeyrissjóða staðið í stað þrátt fyrir mikla lækkun grunnvaxta, sem og fastir vextir stærstu útgefenda fyrirtækjaskuldabréfa hér á landi. Það sem verra er, mörg fyrirtæki fá einfaldlega ekki fjármögnun í góð og traust verkefni vegna skorts á fjármagni og þröngra lánaskilyrða í bankakerfinu í dag. Ástæða þessa er einföld: eftir afnám útflæðishafta hafa lífeyrissjóðir beint fjárfestingum sínum til útlanda á sama tíma og innlendar fjárfestingar þeirra hafa að miklu leyti farið í veitingu sjóðsfélagalána. Einnig eru lífeyrissjóðir nú þegar stórir mótaðilar skráðra íslenskra fyrirtækja og hafa því að meðaltali takmarkaðan áhuga á að bæta þar mikið við. Á sama tíma og verulega er tekið að hægja á íslensku atvinnulífi og fjárfesting, önnur en íbúðafjárfesting og fjárfesting hins opinbera, er að dragast saman, vantar íslenskt efnahagslíf sárlega það súrefni sem erlend langtímafjárfesting gæti verið við slíkar aðstæður. Annað áhugavert úr ræðu seðlabankastjóra var staðfestingin á því að innflæðishöftin séu orðin órjúfanlegur hluti af peningastefnunni og leggist þannig ofan á það mikla aðhald sem bankinn viðheldur í gegnum hátt vaxtastig. Líkt og bent var á í grein undirritaðs í Markaðnum fyrir rúmum mánuði, „Raunvextir á krossgötum“, er raunvaxtastig á Íslandi nú þegar í engu samhengi við raunvaxtastig annarra ríkja og því erfitt að átta sig á nauð- syn þess að keyra í ofanálag upp þá föstu vexti sem íslenskum heimilum og fyrirtækjum bjóðast til lengri tíma.Frjálst flæði fjármagns? Í því samhengi er áhugavert að velta því upp hvernig það varð hluti af peningastefnunni að hindra frjálst flæði fjármagns, þvert á ákvæði EESsamningsins. Í niðurstöðu Eftirlitsstofnunar ESA vegna kvörtunarmáls sem hófst haustið 2016 vegna setningar innflæðishaftanna (birt 26. júní 2017, mál nr. 79283, skjal 853287) kemur skýrt fram hvaða skilyrði þurfa að vera uppfyllt til þess að aðildarríki megi víkja frá meginreglunni um frjálst flæði fjármagns á Evrópska efnahagssvæðinu. Þar segir að ef umtalsverð hætta sé á að ríki lendi í vandræðum með greiðslujöfnuð, geti viðkomandi land gripið til aðgerða til að verja sig. Lögð er áhersla á að um sé að ræða heimild til tímabundinna aðgerða. ESA vitnar í svar Seðlabankans sem segir að tilgangur innflæðishaftanna sé að koma í veg fyrir ofgnótt af innflæði skammtíma „spákaupmennsku“ fjármagns og minnka þannig hættu á efnahagslegu og fjármálalegu ójafnvægi. Í niðurstöðu ESA segir að rökstuðningurinn fyrir því að gjaldeyrishöftin voru dæmd leyfileg á sínum tíma sé sá að Ísland hefði átt í greiðslujafnaðarerfiðleikum og að innflæðishöftin séu órjúfanlegur þáttur af gjaldeyrishöftunum. Þetta segir í svari ESA í júní 2017, þegar gjaldeyrishöftin hafa í raun verið afnumin sem bendir til að svar ESA hafi verið skrifað fyrir afnám gjaldeyrishafta fyrri hluta árs 2017. Jafnframt kemur fram í umræddri ákvörðun, að íslenska ríkið hafi lýst því yfir gagnvart ESA að reglur um innflæðishöft séu „nátengdar yfirstandandi losun gjaldeyrishafta“, og byggi á þeirri hugmynd að greiðslujöfnuði gæti verið stefnt í hættu vegna uppsafnaðrar fjárfestingarþarfar innlendra aðila erlendis og að innflæði í aðdraganda losunar gjaldeyrishafta gæti snúist í útflæði eftir afnám gjaldeyrishafta. Það liggur því í augum uppi að áhyggjur íslenska ríkisins, sem og tímabundið samþykki ESA fyrir höftunum, hafa ekkert með þann raunveruleika sem við blasir í dag að gera. Þess í stað hafa innflæðishöftin orðið að sjálfstæðu verkfæri í peningastefnu Seðlabankans, sem treystir sér ekki til að framkvæma peningastefnuna án stuðnings hafta. Kannski það sé kominn tími á að ESA kíki í heimsókn?Höfundur er framkvæmdastjóri Sjóða hjá GAMMA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agnar Tómas Möller Birtist í Fréttablaðinu Gjaldeyrishöft Mest lesið Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Á fundi í kjölfar vaxtaákvörðunar þann 7. mars síðastliðinn, svaraði Már Guðmundsson seðlabankastjóri, þeim gagnrýnisröddum sem beinst hafa að innflæðishöftum Seðlabankans og færði fram ýmis rök þeim til stuðnings. Þar dró seðlabankastjóri meðal annars fram myndir af ýmsum skammtíma vaxtamælikvörðum því til rökstuðnings að markaðsvextir hefðu vel fylgt vaxtalækkunum Seðlabankans. Vaxtaleiðni vaxta bankans þyrfti að vísu að vera verulega stífluð til að svo væri ekki. Aftur á móti dró seðlabankastjóri ekki fram myndir af langtímavöxtum enda hafa fastir vextir íbúðalána banka og lífeyrissjóða staðið í stað þrátt fyrir mikla lækkun grunnvaxta, sem og fastir vextir stærstu útgefenda fyrirtækjaskuldabréfa hér á landi. Það sem verra er, mörg fyrirtæki fá einfaldlega ekki fjármögnun í góð og traust verkefni vegna skorts á fjármagni og þröngra lánaskilyrða í bankakerfinu í dag. Ástæða þessa er einföld: eftir afnám útflæðishafta hafa lífeyrissjóðir beint fjárfestingum sínum til útlanda á sama tíma og innlendar fjárfestingar þeirra hafa að miklu leyti farið í veitingu sjóðsfélagalána. Einnig eru lífeyrissjóðir nú þegar stórir mótaðilar skráðra íslenskra fyrirtækja og hafa því að meðaltali takmarkaðan áhuga á að bæta þar mikið við. Á sama tíma og verulega er tekið að hægja á íslensku atvinnulífi og fjárfesting, önnur en íbúðafjárfesting og fjárfesting hins opinbera, er að dragast saman, vantar íslenskt efnahagslíf sárlega það súrefni sem erlend langtímafjárfesting gæti verið við slíkar aðstæður. Annað áhugavert úr ræðu seðlabankastjóra var staðfestingin á því að innflæðishöftin séu orðin órjúfanlegur hluti af peningastefnunni og leggist þannig ofan á það mikla aðhald sem bankinn viðheldur í gegnum hátt vaxtastig. Líkt og bent var á í grein undirritaðs í Markaðnum fyrir rúmum mánuði, „Raunvextir á krossgötum“, er raunvaxtastig á Íslandi nú þegar í engu samhengi við raunvaxtastig annarra ríkja og því erfitt að átta sig á nauð- syn þess að keyra í ofanálag upp þá föstu vexti sem íslenskum heimilum og fyrirtækjum bjóðast til lengri tíma.Frjálst flæði fjármagns? Í því samhengi er áhugavert að velta því upp hvernig það varð hluti af peningastefnunni að hindra frjálst flæði fjármagns, þvert á ákvæði EESsamningsins. Í niðurstöðu Eftirlitsstofnunar ESA vegna kvörtunarmáls sem hófst haustið 2016 vegna setningar innflæðishaftanna (birt 26. júní 2017, mál nr. 79283, skjal 853287) kemur skýrt fram hvaða skilyrði þurfa að vera uppfyllt til þess að aðildarríki megi víkja frá meginreglunni um frjálst flæði fjármagns á Evrópska efnahagssvæðinu. Þar segir að ef umtalsverð hætta sé á að ríki lendi í vandræðum með greiðslujöfnuð, geti viðkomandi land gripið til aðgerða til að verja sig. Lögð er áhersla á að um sé að ræða heimild til tímabundinna aðgerða. ESA vitnar í svar Seðlabankans sem segir að tilgangur innflæðishaftanna sé að koma í veg fyrir ofgnótt af innflæði skammtíma „spákaupmennsku“ fjármagns og minnka þannig hættu á efnahagslegu og fjármálalegu ójafnvægi. Í niðurstöðu ESA segir að rökstuðningurinn fyrir því að gjaldeyrishöftin voru dæmd leyfileg á sínum tíma sé sá að Ísland hefði átt í greiðslujafnaðarerfiðleikum og að innflæðishöftin séu órjúfanlegur þáttur af gjaldeyrishöftunum. Þetta segir í svari ESA í júní 2017, þegar gjaldeyrishöftin hafa í raun verið afnumin sem bendir til að svar ESA hafi verið skrifað fyrir afnám gjaldeyrishafta fyrri hluta árs 2017. Jafnframt kemur fram í umræddri ákvörðun, að íslenska ríkið hafi lýst því yfir gagnvart ESA að reglur um innflæðishöft séu „nátengdar yfirstandandi losun gjaldeyrishafta“, og byggi á þeirri hugmynd að greiðslujöfnuði gæti verið stefnt í hættu vegna uppsafnaðrar fjárfestingarþarfar innlendra aðila erlendis og að innflæði í aðdraganda losunar gjaldeyrishafta gæti snúist í útflæði eftir afnám gjaldeyrishafta. Það liggur því í augum uppi að áhyggjur íslenska ríkisins, sem og tímabundið samþykki ESA fyrir höftunum, hafa ekkert með þann raunveruleika sem við blasir í dag að gera. Þess í stað hafa innflæðishöftin orðið að sjálfstæðu verkfæri í peningastefnu Seðlabankans, sem treystir sér ekki til að framkvæma peningastefnuna án stuðnings hafta. Kannski það sé kominn tími á að ESA kíki í heimsókn?Höfundur er framkvæmdastjóri Sjóða hjá GAMMA.
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar