Rassálfur á Alþingi Davíð Þorláksson skrifar 28. mars 2018 06:37 Þingmenn eru mjög misforvitnir. Svo mjög að einn þeirra, Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur lagt fram 77 fyrirspurnir til ráðherra á þessu þingi, sem eru fleiri fyrirspurnir en 41 annar þingmaður hefur lagt fram samanlagt. Þetta eru meira en tvær fyrirspurnir á hvern dag sem þingfundur hefur verið haldinn á þessu þingi. Allir hinir þingmennirnir hafa lagt fram 4,2 fyrirspurnir að meðaltali. Sá sem næstmest hefur spurt hefur lagt fram 18 fyrirspurnir. Sumar eru mikilvægar, eins og spurning um aksturskostnað þingmanna. Aðrar eru skrýtnar, eins og spurning um hversu margir atkvæðakassar hafi brotnað í hverjum alþingiskosningum síðan 2013. Enn aðrar hefði verið hægt að gúggla á nokkrum sekúndum, eins og spurninguna um hvert opinbert nafn sveitarfélagsins þar sem höfuðborg Íslands er staðsett sé. Oft eru margar spurningar í hverri fyrirspurn. Til dæmis er fyrirspurn um rekstur háskóla í 11 liðum og hver liður getur kallað á margþætt svar eins og spurning um hver fjöldi nýnema og fjöldi útskrifaðra nemenda á hverri önn í hverri deild í hverjum háskóla fyrir sig sl. 10 ár hafi verið. Réttur þingmanna til að fá svar við fyrirspurnum sínum til ráðherra er mikilvægur hluti af aðhaldshlutverki þingsins gagnvart ríkisstjórn og stjórnsýslunni. Svona skrípaleikur gengisfellir hins vegar þetta hlutverk og bakar mikla vinnu og kostnað. Níu þingmenn hafa ekki séð ástæðu til að spyrja að neinu á yfirstandandi þingi. Það væri áhugavert ef einhver þeirra myndi spyrja hver kostnaður skattgreiðenda hefur verið við að svara öllum þessum fyrirspurnum Píratans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þorláksson Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þingmenn eru mjög misforvitnir. Svo mjög að einn þeirra, Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur lagt fram 77 fyrirspurnir til ráðherra á þessu þingi, sem eru fleiri fyrirspurnir en 41 annar þingmaður hefur lagt fram samanlagt. Þetta eru meira en tvær fyrirspurnir á hvern dag sem þingfundur hefur verið haldinn á þessu þingi. Allir hinir þingmennirnir hafa lagt fram 4,2 fyrirspurnir að meðaltali. Sá sem næstmest hefur spurt hefur lagt fram 18 fyrirspurnir. Sumar eru mikilvægar, eins og spurning um aksturskostnað þingmanna. Aðrar eru skrýtnar, eins og spurning um hversu margir atkvæðakassar hafi brotnað í hverjum alþingiskosningum síðan 2013. Enn aðrar hefði verið hægt að gúggla á nokkrum sekúndum, eins og spurninguna um hvert opinbert nafn sveitarfélagsins þar sem höfuðborg Íslands er staðsett sé. Oft eru margar spurningar í hverri fyrirspurn. Til dæmis er fyrirspurn um rekstur háskóla í 11 liðum og hver liður getur kallað á margþætt svar eins og spurning um hver fjöldi nýnema og fjöldi útskrifaðra nemenda á hverri önn í hverri deild í hverjum háskóla fyrir sig sl. 10 ár hafi verið. Réttur þingmanna til að fá svar við fyrirspurnum sínum til ráðherra er mikilvægur hluti af aðhaldshlutverki þingsins gagnvart ríkisstjórn og stjórnsýslunni. Svona skrípaleikur gengisfellir hins vegar þetta hlutverk og bakar mikla vinnu og kostnað. Níu þingmenn hafa ekki séð ástæðu til að spyrja að neinu á yfirstandandi þingi. Það væri áhugavert ef einhver þeirra myndi spyrja hver kostnaður skattgreiðenda hefur verið við að svara öllum þessum fyrirspurnum Píratans.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar