Sáttmáli kynslóðanna Hildur Björnsdóttir skrifar 29. mars 2018 13:00 Þær bjuggu í sveit eða fámennum plássum við sjávarsíðuna – íslenskar stórfjölskyldur – þrjár kynslóðir sem saman háðu lífsbaráttuna. Umönnun þeirra minnstu eða bjargarlausu fór fram innan heimilis. Hver reiddi sig á annan og annar reiddi sig á hinn. En lífsmynstur breyttust. Konur vinna nú utan heimilis, börn sækja dagvistun og stofnanir annast aldraða. Samskipti kynslóða breyttust. Lífaldur fer hækkandi og heilsufar batnandi. Eldra fólk er nú betur á sig komið en áður. Hluti aldraðra þarfnast þjónustu og stuðnings – en þeim heilsuhraustu fjölgar. Það er mikilvægt að styðja við samfélagsþátttöku eldra fólks. Eftir því sem fólk er virkara, upplifir það meiri lífsfyllingu og vellíðan – sem aftur stuðlar að langlífi. Um þriðjungur fagmenntaðra leikskólakennara hverfur á eftirlaun innan tíu ára. Með breyttu lífeyriskerfi mætti halda faglærðum lengur við kennslu. Afnám lífeyrisskerðinga er mikilvægt baráttumál. Margir telja málið óþarft – lífeyrisþegar séu áhugalausir um störfin. Félag eldri borgara er á öðru máli. Í nýlegri ályktun lýstu félagsmenn sig reiðubúna til að starfa á leikskólum borgarinnar. Margir hefðu fulla starfsgetu og ærinn vilja til að leggja sitt af mörkum. Læknirinn William H. Thomas þróaði þekkta hugmyndafræði um samspil kynslóða. Hugmyndir hans sögðu samskipti við börn færa öldruðum aukin lífsgæði. Hefur hugmyndafræðin verið innleidd víða erlendis. Þar hafa risið leikskólar samhliða dvalarheimilum. Hefur fyrirkomulagið stuðlað að auknum samskiptum barna og aldraðra. Aukið samspil kynslóða leiðir af sér ánægju allra hlutaðeigandi. Það sýnir fjöldi rannsókna. Börn veita öldruðum lífsgleði og létta lund þeirra sem stríða við einsemd. Þeir eldri veita börnum víðsýni og aukna þekkingu. Sameining kynslóða er öllum til sóma. Ungur nemur, gamall temur. Við viljum stuðla að auknum samskiptum barna og eldra fólks. Við viljum virkja félagsauð aldraðra í skólastarfi. Við viljum leiða saman kynslóðir í lestri og söng – viðhalda sagnahefð og íslenskri tungu. Við viljum auka lífsgleði og lífsgæði. Við trúum á samvinnu í lífsbaráttunni – samspil og sáttmála kynslóðanna.Höfundur skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hildur Björnsdóttir Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þær bjuggu í sveit eða fámennum plássum við sjávarsíðuna – íslenskar stórfjölskyldur – þrjár kynslóðir sem saman háðu lífsbaráttuna. Umönnun þeirra minnstu eða bjargarlausu fór fram innan heimilis. Hver reiddi sig á annan og annar reiddi sig á hinn. En lífsmynstur breyttust. Konur vinna nú utan heimilis, börn sækja dagvistun og stofnanir annast aldraða. Samskipti kynslóða breyttust. Lífaldur fer hækkandi og heilsufar batnandi. Eldra fólk er nú betur á sig komið en áður. Hluti aldraðra þarfnast þjónustu og stuðnings – en þeim heilsuhraustu fjölgar. Það er mikilvægt að styðja við samfélagsþátttöku eldra fólks. Eftir því sem fólk er virkara, upplifir það meiri lífsfyllingu og vellíðan – sem aftur stuðlar að langlífi. Um þriðjungur fagmenntaðra leikskólakennara hverfur á eftirlaun innan tíu ára. Með breyttu lífeyriskerfi mætti halda faglærðum lengur við kennslu. Afnám lífeyrisskerðinga er mikilvægt baráttumál. Margir telja málið óþarft – lífeyrisþegar séu áhugalausir um störfin. Félag eldri borgara er á öðru máli. Í nýlegri ályktun lýstu félagsmenn sig reiðubúna til að starfa á leikskólum borgarinnar. Margir hefðu fulla starfsgetu og ærinn vilja til að leggja sitt af mörkum. Læknirinn William H. Thomas þróaði þekkta hugmyndafræði um samspil kynslóða. Hugmyndir hans sögðu samskipti við börn færa öldruðum aukin lífsgæði. Hefur hugmyndafræðin verið innleidd víða erlendis. Þar hafa risið leikskólar samhliða dvalarheimilum. Hefur fyrirkomulagið stuðlað að auknum samskiptum barna og aldraðra. Aukið samspil kynslóða leiðir af sér ánægju allra hlutaðeigandi. Það sýnir fjöldi rannsókna. Börn veita öldruðum lífsgleði og létta lund þeirra sem stríða við einsemd. Þeir eldri veita börnum víðsýni og aukna þekkingu. Sameining kynslóða er öllum til sóma. Ungur nemur, gamall temur. Við viljum stuðla að auknum samskiptum barna og eldra fólks. Við viljum virkja félagsauð aldraðra í skólastarfi. Við viljum leiða saman kynslóðir í lestri og söng – viðhalda sagnahefð og íslenskri tungu. Við viljum auka lífsgleði og lífsgæði. Við trúum á samvinnu í lífsbaráttunni – samspil og sáttmála kynslóðanna.Höfundur skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar