Domino's Körfuboltakvöld: Úrvalslið seinni hlutans Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. mars 2018 12:15 Úrvalslið seinni 11 umferða Domino's deildar karla að mati sérfræðinga Domino's Körfuboltakvölds skjáskot Loka umferð Domino's deildar karla í körfubolta var leikin á fimmtudaginn og úrslitakeppnin hefst í næstu viku. Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi gerðu upp seinni hluta deildarinnar í gærkvöld þar sem þeir útnefndu úrvalslið seinni hlutans. Það var mikið tekist á innan hóps sérfræðinganna um hverjir ættu að fá sæti í úrvalsliðinu, enda mikið um góða leikmenn í deildinni. Þeir vildu taka það fram að það skipti máli í valinu að leikmenn hafi verið að gera góða hluti í sigurliðum. Það fór þó svo að fimm manna liðið er skipað Kára Jónssyni, Pétri Rúnari Birgissyni, Ryan Taylor, Kristófer Acox og Hlyn Bæringssyni. Kári er búinn að vera stórbrotinn í Haukaliðinu eftir að hann snéri aftur heim úr bandaríska háskólaboltanum. Hann er með 19,8 stig að meðaltali í leik, 4,5 fráköst og 5,1 stoðsendingu. Þá er hann hæstur allra í deildinni á lista yfir meðaltal +/- tölfræðinnar sem sýnir með hversu mörgum stigum lið hans vinnur eða tapar þeim mínútum sem hann spilar. Þar er Kári með 12,3 í plús að meðaltali. Hann hefur ekki spilað með Haukum síðan 18. febrúar þegar þeir unnu KR og lögðu grunninn að deildarmeistaratitlinum því hann brotnaði á þumalfingri á landsliðsæfingu í febrúar. Hinn tvítugi Kári mætir þó að öllum líkindum aftur í Haukaliðið í úrslitakeppninni en þar mæta Haukar Keflavík í 8-liða úrslitum. Pétur Rúnar hefur átt frábært tímabil með Tindastól og stýrt liðinu virkilega vel. Hann þurfti að taka leiðtogahlutverkið meira á herðar sér eftir að Sigtryggur Arnar Björnsson meiddist og gerði það vel. Leikstjórnandinn ungi er með 15,1 stig að meðaltali í leik í vetur, 5,5 fráköst og 6,5 stoðsendingar. Hann verður í framlínunni þegar Stólarnir taka á móti Grindavík í 8-liða úrslitum deildarinnar. Ryan Taylor er að öðrum ólöstuðum einn besti bandaríski leikmaður deildarinnar. Hann er gríðarlega mikilvægur í ÍR liðinu þar sem hann treður, setur niður þrista og ver skot til að bjarga leikjum án þess að hafa neitt fyrir því. Hann er fjórði stigahæsti leikmaðurinn í deildinni með 21,9 stig að meðaltali í leik og fimmti frákastahæsti með 10,4 fráköst í leik. Vesturbæingurinn Kristófer Acox hefur farið á kostum eftir áramót. Hann átti hvern stórleikinn á fætur öðrum og er með safn af Cintamani húfum fyrir glæsilegar troðslur sínar. Kristófer er með 17,1 stig að meðaltali í leik í vetur, 9,8 fráköst og 24 framlagspunkta. Landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson hefur dregið lið Stjörnunnar áfram. Hann er næst frákastahæstur í deildinni í vetur með 12,5 fráköst að meðaltali í leik ásamt 15 stigum og 4 stoðsendingum. Hinn 35 ára Hlynur átti stórleik gegn Haukum í byrjun mánaðarins þar sem hann skilaði 23 stigum og 40 framlagspunktum aðeins örfáum dögum eftir að hann spilaði hörku landsleiki gegn Finnum og Tékkum í Laugardalshöll. Umræðu strákanna um úrvalsliðið má sjá í spilaranum hér að neðan. Dominos-deild karla Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Loka umferð Domino's deildar karla í körfubolta var leikin á fimmtudaginn og úrslitakeppnin hefst í næstu viku. Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi gerðu upp seinni hluta deildarinnar í gærkvöld þar sem þeir útnefndu úrvalslið seinni hlutans. Það var mikið tekist á innan hóps sérfræðinganna um hverjir ættu að fá sæti í úrvalsliðinu, enda mikið um góða leikmenn í deildinni. Þeir vildu taka það fram að það skipti máli í valinu að leikmenn hafi verið að gera góða hluti í sigurliðum. Það fór þó svo að fimm manna liðið er skipað Kára Jónssyni, Pétri Rúnari Birgissyni, Ryan Taylor, Kristófer Acox og Hlyn Bæringssyni. Kári er búinn að vera stórbrotinn í Haukaliðinu eftir að hann snéri aftur heim úr bandaríska háskólaboltanum. Hann er með 19,8 stig að meðaltali í leik, 4,5 fráköst og 5,1 stoðsendingu. Þá er hann hæstur allra í deildinni á lista yfir meðaltal +/- tölfræðinnar sem sýnir með hversu mörgum stigum lið hans vinnur eða tapar þeim mínútum sem hann spilar. Þar er Kári með 12,3 í plús að meðaltali. Hann hefur ekki spilað með Haukum síðan 18. febrúar þegar þeir unnu KR og lögðu grunninn að deildarmeistaratitlinum því hann brotnaði á þumalfingri á landsliðsæfingu í febrúar. Hinn tvítugi Kári mætir þó að öllum líkindum aftur í Haukaliðið í úrslitakeppninni en þar mæta Haukar Keflavík í 8-liða úrslitum. Pétur Rúnar hefur átt frábært tímabil með Tindastól og stýrt liðinu virkilega vel. Hann þurfti að taka leiðtogahlutverkið meira á herðar sér eftir að Sigtryggur Arnar Björnsson meiddist og gerði það vel. Leikstjórnandinn ungi er með 15,1 stig að meðaltali í leik í vetur, 5,5 fráköst og 6,5 stoðsendingar. Hann verður í framlínunni þegar Stólarnir taka á móti Grindavík í 8-liða úrslitum deildarinnar. Ryan Taylor er að öðrum ólöstuðum einn besti bandaríski leikmaður deildarinnar. Hann er gríðarlega mikilvægur í ÍR liðinu þar sem hann treður, setur niður þrista og ver skot til að bjarga leikjum án þess að hafa neitt fyrir því. Hann er fjórði stigahæsti leikmaðurinn í deildinni með 21,9 stig að meðaltali í leik og fimmti frákastahæsti með 10,4 fráköst í leik. Vesturbæingurinn Kristófer Acox hefur farið á kostum eftir áramót. Hann átti hvern stórleikinn á fætur öðrum og er með safn af Cintamani húfum fyrir glæsilegar troðslur sínar. Kristófer er með 17,1 stig að meðaltali í leik í vetur, 9,8 fráköst og 24 framlagspunkta. Landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson hefur dregið lið Stjörnunnar áfram. Hann er næst frákastahæstur í deildinni í vetur með 12,5 fráköst að meðaltali í leik ásamt 15 stigum og 4 stoðsendingum. Hinn 35 ára Hlynur átti stórleik gegn Haukum í byrjun mánaðarins þar sem hann skilaði 23 stigum og 40 framlagspunktum aðeins örfáum dögum eftir að hann spilaði hörku landsleiki gegn Finnum og Tékkum í Laugardalshöll. Umræðu strákanna um úrvalsliðið má sjá í spilaranum hér að neðan.
Dominos-deild karla Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira