King er besti varnarmaður Domino's deildarinnar: „Góðar líkur á að ég verði áfram“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. mars 2018 13:30 Urald King. Vísri/Andri Marinó Loka umferð Domino's deildar karla í körfubolta var leikin á fimmtudaginn og úrslitakeppnin hefst í næstu viku. Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi gerðu upp seinni hluta deildarinnar í gærkvöld þar sem þeir útnefndu varnarmann seinni hlutans.King hefur verið frábær í Valsliðinu í veturskjáskotÞá útnefningu hlaut Valsmaðurinn Urald King, en hann var líka valinn besti varnarmaður seinni hlutans og er því varnarmaður deildarkeppninnar. Bandaríkjamaðurinn mætti í settið hjá strákunum í gær. „Ég hef alltaf verið þannig að ég vil gera hlutina sjálfur og leiða aðra þannig áfram, í stað þess að skipa félögunum að taka fráköst eða hvað sem er án þess að gera það sjálfur,“ sagði King. „Með því þá treysta leikmennirnir mér betur og við getum spilað betur saman sem lið.“Ágúst Björgvinsson og Urald King.Vísri/Andri MarinóValur var nýliði í Domino's deildinni á þessu tímabili og náði að halda sæti sínu í deild þeirra bestu án þess að vera með stórstjörnur innanborðs. King sagði það að miklu leiti vera vegna þjálfarans Ágústs Björgvinssonar og metnaðarins og hugmyndafræðinnar sem hann hefur. „Ef hann segir ykkur að hann hafi verið góður í körfubolta, þá er það algjör vitleysa,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson og hló við og Fannar Ólafsson bætti við að Ágúst væri mjög lítill leikmaður, en hann hafði haft orð á því áður að King væri eins stór og hann segðist vera, ólíkt mörgum Bandaríkjamönnum sem koma til Íslands. „Gústi hann tróð nú á æfingu hjá okkur um daginn,“ sagði King þá en Fannar tók það ekki í mál. „Við byggjum á því að gefa alltaf allt sem við eigum í leikina og æfingar. Við vissum að mörg lið myndu ekki endilega sýna okkur virðingu þar sem við værum litla liðið svo við þurftum að fara og vinna okkur inn virðingu hinna liðanna,“ sagði King. „Þar sem við erum ekki bestir á pappírnum þá viljum við vera á fullu í vörninna og mæta á fullu í alla leiki.“King ræddi við Teit Örlygsson, Fannar Ólafsson og Jón Halldór Eðvaldsson í Domino's KörfuboltakvöldiskjáskotKing er með frábæra tölfræði, hann er efstur allra í deildinni í fráköstum að meðaltali í leik með 15 stykki og er hæstur í meðalframlagi, 31,5 framlagspunktur í leik, og ver flest skot af öllum í deildinni. „Þegar ég var yngri var ég ekki sá besti tæknilega séð svo ég vissi að ég þyrfti að gefa mitt allt besta í þessu, taka alla lausa bolta, rífa niður fráköst, og þegar tæknin kom þá var þessi varnargrunnur alltaf til staðar.“ King var með Valsmönnum í 1. deildinni í fyrra og þeir sýndu honum ákveðið traust í því að halda honum þetta tímabilið og fengu það svo sannarlega greitt til baka. En hvað með næsta tímabil? „Ég veit það ekki alveg. Ég hlakka mjög til að fara í frí og hvíla mig. En ég elska að vera hluti af þessu Valsliði og ég elska Ísland. Það er frábært hversu vel allir hafa tekið á móti mér og ég myndi segja að það séu góðar líkur á að ég verði hér áfram,“ sagði Urald King. Spjall strákanna við Urald King má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Dominos-deild karla Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Loka umferð Domino's deildar karla í körfubolta var leikin á fimmtudaginn og úrslitakeppnin hefst í næstu viku. Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi gerðu upp seinni hluta deildarinnar í gærkvöld þar sem þeir útnefndu varnarmann seinni hlutans.King hefur verið frábær í Valsliðinu í veturskjáskotÞá útnefningu hlaut Valsmaðurinn Urald King, en hann var líka valinn besti varnarmaður seinni hlutans og er því varnarmaður deildarkeppninnar. Bandaríkjamaðurinn mætti í settið hjá strákunum í gær. „Ég hef alltaf verið þannig að ég vil gera hlutina sjálfur og leiða aðra þannig áfram, í stað þess að skipa félögunum að taka fráköst eða hvað sem er án þess að gera það sjálfur,“ sagði King. „Með því þá treysta leikmennirnir mér betur og við getum spilað betur saman sem lið.“Ágúst Björgvinsson og Urald King.Vísri/Andri MarinóValur var nýliði í Domino's deildinni á þessu tímabili og náði að halda sæti sínu í deild þeirra bestu án þess að vera með stórstjörnur innanborðs. King sagði það að miklu leiti vera vegna þjálfarans Ágústs Björgvinssonar og metnaðarins og hugmyndafræðinnar sem hann hefur. „Ef hann segir ykkur að hann hafi verið góður í körfubolta, þá er það algjör vitleysa,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson og hló við og Fannar Ólafsson bætti við að Ágúst væri mjög lítill leikmaður, en hann hafði haft orð á því áður að King væri eins stór og hann segðist vera, ólíkt mörgum Bandaríkjamönnum sem koma til Íslands. „Gústi hann tróð nú á æfingu hjá okkur um daginn,“ sagði King þá en Fannar tók það ekki í mál. „Við byggjum á því að gefa alltaf allt sem við eigum í leikina og æfingar. Við vissum að mörg lið myndu ekki endilega sýna okkur virðingu þar sem við værum litla liðið svo við þurftum að fara og vinna okkur inn virðingu hinna liðanna,“ sagði King. „Þar sem við erum ekki bestir á pappírnum þá viljum við vera á fullu í vörninna og mæta á fullu í alla leiki.“King ræddi við Teit Örlygsson, Fannar Ólafsson og Jón Halldór Eðvaldsson í Domino's KörfuboltakvöldiskjáskotKing er með frábæra tölfræði, hann er efstur allra í deildinni í fráköstum að meðaltali í leik með 15 stykki og er hæstur í meðalframlagi, 31,5 framlagspunktur í leik, og ver flest skot af öllum í deildinni. „Þegar ég var yngri var ég ekki sá besti tæknilega séð svo ég vissi að ég þyrfti að gefa mitt allt besta í þessu, taka alla lausa bolta, rífa niður fráköst, og þegar tæknin kom þá var þessi varnargrunnur alltaf til staðar.“ King var með Valsmönnum í 1. deildinni í fyrra og þeir sýndu honum ákveðið traust í því að halda honum þetta tímabilið og fengu það svo sannarlega greitt til baka. En hvað með næsta tímabil? „Ég veit það ekki alveg. Ég hlakka mjög til að fara í frí og hvíla mig. En ég elska að vera hluti af þessu Valsliði og ég elska Ísland. Það er frábært hversu vel allir hafa tekið á móti mér og ég myndi segja að það séu góðar líkur á að ég verði hér áfram,“ sagði Urald King. Spjall strákanna við Urald King má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Dominos-deild karla Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira